Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1941, Blaðsíða 19

Æskan - 01.06.1941, Blaðsíða 19
ÆSKAN Leikir. Núna á vordögunum, þegar veðrið er gott, er gaman að kunna ýmsa úti- leiki til að fara í með félögum sin- um. Hér er lýst leikjum, sem vert væri að reyna. I. Holuleikur. Fyrst er að útbúa leikvöllinn. Þú rekur niður hæla og strengir á þá vir eða band, eins og myndin sýnir. Ef þú hefir það ekki til, má bjargast við skoru eða strik i jarðveginn. Þá eru ' A S * ö?í oW O 1° 100 • OttOÍO o2o Ofo 0U 0 30 gerðar tíu dálitlar holur, eins og sést á myndinni (H). Tölurnar á teikning- unni sýna, hvaða gildi hver hola hefir. Mætti skrifa tölurnar á spýtu eða pappaspjald og festa i jörðina við hol- urnar. Þá er sett upp strigatjald (S á myndinni), þanið á tvö prik. Það verður að vera svo liátt, að það skyggi alveg á holurnar, þegar staðið er við enda leikvallarins (A), eins og strák- urinn á myndinni stendur. Þá er lokið undirbúningi, og getur nú leikurinn hafizt. Þátttakendur geta verið tveir eða fleiri, eftir vild og á- stæðum. Þeir þurfa að hafa annað hvort nokkra (5—10) holta eða stein- hnöllunga. Fyrst byrjar einn, stendur eins og strákurinn á myndinni og kastar hverjum boltanum eða hnöll- ungnuni eftir annan yfir strigatjaldið, i því skyni að hitta holurnar. Þegar hann hefir lokið við að kasta, eru lagðar saman tölur þeirra hola, sem hann hefir hitt í. Ef hann hefir komið bolta eða steini í holuna 100, þá tvö- faldast tölur allra hinna holanna, sem hann hefir hitt i. Samtala allra hittra hola er vinningatala leikandans. •—■ Nú kastar næsti maður á sama hátt, og síðan koll af kolli, þar til allir hafa kastað. Sá, sem fær hæsta vinninga- tölu, hefir unnið lerkinn. II. Konungsleikur. Þátttakendur eru sex til átta. Fyrst eru búin til jafnmörg „hús“ og þátt- takendur eru í leiknum. „Húsin“ eru hringir, sem rispaðir eru í jörðina, en verða að sjást greinilega. Eitt „húsið“ er stærst. Það er konungs- höllin. Hin eru minni, nál. 75 cm í þvermál, og eru sett í hálfhring fram undan konungshöllinni, 3—5 m frá henni og 2—3 skref milli „húsa“. Nú skipa leikendur sér í „húsin“. Sá, sem er í höllinni, er konungur, í I. húsi krónprins, þá forsætisráð- herra, liæstaréttardómari, sýslumað- ur, hreppstjóri, o. s. frv., allt niður i fjósastrák eða kamarmokara, eftir þvi sem vill. Leikurinn hefst á því, að konungur kastar bolta til krónprinsins, krón- prinsinn grípur og kastar undir eins aftur til konungs, konungur til for- sætisráðherra, forsætisráðherra til konungs, konungur til dómara o. s. frv. röðina á enda og upp aftur og aftur. Ef einhver leikandi missir boltann, verður hann að ná honum^ og ef hann getur ekki seilzt eftir honum úr húsi sínu, verður hann að hlaupa eftir hon- um. Sá, sem næstur er neðan við að virðingu, flýtir sér þá i „húsið“, sem stendur autt. Er líklegast, að sá, sem sótti boltann, verði að gera sér að góðu auðvirðilegustu stöðuna, þegar hann kemur aftur, og heldur þá leik- urinn áfram. Hlýtur iðulega að fara svo, að konungurinn sjálfur hrapi skyndilega frá tign og völdum, niður í það að verða kamarmokari. En kam- armokarinn fyrrverandi þokast smám saman upp i það, að verða konungur. Auka má tilbreytingu leiksins með þvi, að setja reglur um, hvernig grípa skuli boltann: m;eð báðum höndum, með annarri hendi, hægri eða vinstri, með krosslagða úlfliði o. s. frv. A. S. Nýjar bækur, sendar Æskunni. SigurðUr Thorlacius: „Um loftin blá.“ Þetta .er dýrasaga eins og „Sumar- dagar“, fyrri bók Sigurðar skólastjóra, og ágæt barnabólc engu siður en liún. En eins og titill bókarinnar ber með sér, er þessi saga um börn lofts- ins, fuglana, sem mörgum — og eklci sízt börnum — þykir skemmtilegastir allra dýra. — Sögulietjurnar eru fyrst Kemur út einu sinni í mánuði, og auk þess fá skuldlausir kaupendur lit- prentað jólablað. Gjalddagi í Rvík 1. apríl. Úti um land 1. júlí ár hvert. Sölulaun 20% af 5 eint. 25% ef seld eru 20 eint. og þar yfir. Afgreiðsla: Kirkjutorgi 4 (Kirkjuhvoll). Sími: 4235. Utanáskrift: Æskan, pósthólf 14, Rvík. Ritstjóri: Margrét Jónsdóttir, Hring- braut 66. Síml 2532. Afgreiðslum.: Jóh. Ögm. Oddsson, Skot- húsvegi 7. Sími 3339. Útgefandi: Stórstúka íslands. Ríkisprentsmiðjan Gutenberg. og fremst æðarlijónin, Skjöldur og Brúnkolla í Hvaley, og krakkarnir þeirra, Skáeyg og Stuttvængja, Breið- nefur, Skelnefur og Sundfótur. — Þá koma hér einnig við sögu, krian Tindilvængja Mjónefsdóttir, Nefprúð lundamamma, Keilunefur Trítilsson, snjótittlingur, og auk þess rjúpur, ernir og fálkar o. fl. o. fl„ að ógleymd- um Svartbak fuglavini, sem eg veit ekki, livernig ykkur kann að geðjast að. Svo er afi gamli og með lionum mannabörnin Úlfur og Vciga. Og enn eru fleiri sögupersónur, t. d. lágfóta og rebbi, selir og golþorskar o. s. frv. Eg' er illa svikin, ef ykkur fer ekki að langa til að lesa bókina, þegar þið heyrið sögulietjurnar nefndar — en mörg ykkar hafa sjálfsagt þegar lesið hana, þvi að hún er komin út í ann- arri útgáfu. ,,Um loftin blá“ er bæði vel rituð bók, skemmtileg og fróðleg. Hún er prýdd nokkuð mörgum fuglamyndum. ísafoldarprentsmiðja gaf ‘bókina út. Skrítlur. Hinn frægi enski stjórnmálamaður, Beaconsfield lávarður, sat einhverju sinni að miðdegisverði hjá prinsess- unni af Teck. „Þér hafið,“ sagði prinsessan, „drottninguna, ríkisþingið og þjóð- ina með yður, hvað þurfið þér svo frekar?“ Lávarðurinn leit niður á diskinn sinn og svaraði rólega: „Kartöflur, yðar hátign.“ 79

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.