Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1941, Blaðsíða 14

Æskan - 01.06.1941, Blaðsíða 14
ÆSKAN og fögru vonir höfðu alltaf vakið lijá honum gleði og gefið honum aukið þor og áræði og verið hon- um drjúg hvatning til stórra átaka. En livers vegna var liann hryggur? ,— Þessari spurningu skaut ósjálfrátt upp í huga hans. Vitanlega var það söknuður — þungur sökn- uður — sem olli geðbreytingunni. Það var sárt að sjá á hak kærum ástvini, — vita hann hverfa út í óvissuna. En hann hafði þó mynd hans ljóslifandi í liuganum. Þar var hún og hlaut að verða svo óaf- máanlega greypt, að tönn tímans skyldi ekki fá máð liana þaðan. Var þessi söknuður þá sprottinn af sjálfselsku og sj álfsumhyggj u ? Hafði liann ekki alllaf trúað því, að pabba lians mundi líða ennþá betur, þar sem liann var nú, lieldur en á meðan hann var lijá lionum? Það hafði alltaf verið sannfæring hans, enda þótt sú sannfæring hyggðist á barnatrú. Hann hafði líka vonina um að fá að sjá pabba sinn i öðru lífi og að geta verið þar samvistum með lionum. En hann var numinn svo skyndilega á hrott, að það hlaut að raska jafnvægi hugans — um stund- arsakir. Þetta var allt eins og dularfull, torráðin gáta. Það er erfitt fyrir harnssálina að skilja dauð- ann og tilgang lifsins. En hugsunin um að pahba hans liði vel, og jafnvel ennþá hetur en áður, gerði Birgi rólegan. Hann var ákveðinn að sætta sig við orðinn lilut og bera harm sinn í liljóði. Hann var líka kom- inn á þann aldur, að honum fannst ekki annað sæmandi. Hann gekk heim á leið hress í anda og i öruggri trú á framtíðina. Honum fannst pahhi sinn aldrei liafa verið sér nálægari en einmitt núna. Nú þekkti hann pabba sinn fyrst í raun og veru og vissi, livað liann hafði átt. Blómin kinkuðu til hans kolli og brostu svo und- urblítt. Aldrei höfðu sólargeislarnir skinið skærar en nú. Það var eins og öll náttúran og umhverfið fagnaði honum og kepptist við að varpa sólargeisl- um inn i sál hans. Þar skyldi engin skuggi fá að setjast að. Söngfuglarnir sungu svo unaðslega þýtt og lieill- andi. Það var eins og þeir væru að leitast við að gleðja hinn þreytta, unga mann, sem var að ljúka við verk sitt, áður en liann færi heim, og sjá um að allt væri í lagi. Ef til vill liafa þeir verið að æfa sína liátíða- söngva, því að hvítasunnan var að tveim döguin liðnum. Þá átli Birgir að fermast. 74 Jörðin brosir. Jörðin brosir. Blómin teyga bikar vorsins gleðifull. Það er gott að elska og eiga æskulijartans skira gull. Jörðin brosir. Blómin valcna, breiða faðminn sólu mót. íslands börn þá einskis sakna, er æska vorsins festir rót. Jörðin brosir. Bylgjur sólar boða líf í kalinn svörð. Grænka vellir, lilíðar, hólar. lfeilög ertu, móðir jörð. Jörðin hrosir. Vorið vefur vinarfaðmi dal og strönd. Gleðin vakir. Sorgin sefur. Sólin vermir fögur lönd. Út í vorsins eilífð bláa æskumannsins stefnir þrá. Óravíddin himinháa, heilög fegurð lokkar þá. Fagra vor! I faðmi þinum fórnarloginn lieitast brann. Æskuhjarlans sólar-sýnum sungið enginn getur þann. Kvæðið mitt er vottur veikur vors og sólar ástar til. Almættisins lögmál leikur ljúfa tóna á sorgarspil. Austri. Kom þú — Kom þú, indæla sumar, og svíf yfir láð, kom með sælu um hlíðar og börð, konx með dögg, svo að grund vei’ði grösunum stráð, kom með gleði á ástkæra jörð, kom með ylhlýjan hlæ, kojn með unaðarróm, kom með angan um dali og hól, kom með fuglanna söng, kom með björtustu blóm, kom með birtu frá vermandi sól.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.