Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1941, Blaðsíða 6

Æskan - 01.06.1941, Blaðsíða 6
ÆSKAN Vertu ekki of nærgöngul, kisa mín! einu orði, að nagla vantaði, fremur en honum datt í liug að nota naglana, sem hann þurfti að gæta sín að stíga ekki á. Það lá á að hraða verk- inu. En heldur varð það að bíða en hann ætti frumkvæði að nokkrum sköpuðum lilut. Og þegar eg sagði honum að nota þessa nagla, sem til væru, þá ljómaði hann allur eins og hann væri leystur frá þungum áhyggjum. — Þetta naglaatvik seink- aði vinnunni að þarflausu um heilan dag. En hvaða þýðingu hefir einn dagur fyrir indverskan verkamann? Pípulagningamaðurinn nuddaði í sveita sins andlitis. Hann liafði komið tólum sínuin fyrir undir rytjulegu pálmatrc. Það, að liann vann „í sveita sins andlitis", þarf ekki að þýða, að hann ynni af fjöri og áhuga. Nei, í hitatímanum er hókstaflega liægt að sitja í sveita síns andlitis, svo einkennilega sem það hljómar. Hann vann nú samt nokkurn veg- inn samvizkusamlega, að því er virtist, þó að hann færi sér að öllu rólega, sá góði maður. Hann þurfli að tengja saman tvær misgildar pípur. „Herra minn“, sagði pípulagningamaðurinn. „Eg þyrfli að skreppa inn í bæinn og ná í hólk til að tengja saman með pípuendana.“ Eg varð glaður yfir því, hve mikið hann reyndist gáfaðri en smiðurinn. Honum datt þó í hug að skreppa eftir því, sem hann vantaði. Hann rölti af slað í hægðum sínum, og smiður- inn og verkamennirnir liorfðu á eftir lionum öf- undaraugum. Það, að hann fór inn í bæinn, þýddi að hann gat fengið sér kaffisopa í veitingahúsi eða svalandi kókoshnetu hjá götusala. En umfram allt var þetta nælsta velko.min hvíld frá vinnunni. 66 Pípulagningamaðurinn fór sér að engu óðslega. Fyrri hluti dagsins leið og tveggja tíma liléið, en loks kom hann. Hann hóf verk sitt ósköp rólega, eins og ekkert hcfði í skorizt, og skrúfaði hólkinn á pípuendann. En þá þurfti líka hólk á liinn end- ann, og pípulagningamaðurinn bað aftur leyfis að skreppa inn í hæinn. „En þú varst þar rétt áðan“, mælti eg. „Keyptir þú þá ekki allt, sem þú vissir að vantaði?“ „Ónei, lierra hiinn. Eg þurfti þá ekki nema einn hólk, og livers vegna hefði eg þá átt að kaupa fleiri?“ — Hann ætlaði sér sýnilega að fá að l'ara inn í bæinn í hvert! sinn, sem hann vantaði hólk. Það var ofvaxið skilningi hans, að kaupa fleiri en einn í einu — ef til vill ofvaxið vilja lians líka. Yélavirkinn var sérfræðingur í sinni grein, og hafði auðvitað miklu meiri þekkingu á rafmagni og vélum en eg. Hvorki vildi eg skipa honum fyrir né gat það. Eg varð þó að líta eftir, að hann ynni ekki svo hægt, að önnur vinna slöðvaðist af því. En aumingja sérfræðingurinn átti engin verltfæri. í verkfæratöskunni ihans var ekkert annað en ónýtur skiptilykill og gagnslaust skrúfjárn. Hann fékk að láni öll þau verkfæri, sem hann gat náð í, hjá smiðnum, jnúraranum og bilstjóranum. Það nægði ekki, og varð hann að fá orlof til að fara til næstu Iborgar að kaupa verkfæri og rafmagns- hluti. Áætlunarferðum var svo hátlað, að hann gat liæglega farið fram og aftur og liaft rúman tima til kaupanna á hálfum degi. Eg varð ekkert veru- lega liissa, þó að hann þyrfti þrjá daga til ferðar- innar. Vélahúsið varð fullgert á endanum. Við höfð- um gert ráð fyrir að geta tekið það lil notkunar um miðjan apríl, en það- drógst fram yfir miðjan ágúst. Evrópumenn, sem vanir eru vinnulaginu í Austurlöndum, segja að jþað sé ekki nema venju- leg töf. En í þessu „verkfræðingsslarfi“ mínu kynntist eg þvi, hve ótrúlega mikil andleg raun ])að er fyi’ir Evrópumann, að stjórna vinnu í Austurlöndum.“ Þetta er lýsing sænska rithöfundarins Per West- erlunds á vinnubrögðum í Indlandi. Mér finnst hún minna töluvert á vinnubrögð latra skóla- drengja á íslandi. Þekkið þið nokkuð i þá áttina? Aðalsteinn Sigmundsson. Orðsending. Eins og undanfarin sumurkomajúní-ogjúlíblöð Æskunnar nú út í einu lagi. Næsla blað kemur ekki út fyrr en í septem- ber og verður pá einnig tvöfalt.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.