Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1941, Blaðsíða 16

Æskan - 01.06.1941, Blaðsíða 16
ÆSKAN Lóuhreiðrið. Eftir Ólaf Þ. Ingvarsson. Eg ælla að segja hér frá atburði, sem gerðist fyrir nokkrum árum: Það var fagurt maíkvöld og við vorutn að gá til kindanna — smala — eins og það er kallað. Við vorum komnir norður á Stóra-Einhúa, holt, sem er hérna skammt frá. Er við riðum norður eina götuna, flaug upp lóa. Hún var úfin og bar sig illa, og hún settist skammt frá okkur. — Það er áreiðanlega hreiður, sagði eg. — 0, vertu ekki að fara af baki. -—- Jú, eg ætla að merkja við það. Og eg fór að leita á milli þúfnanna. Eftir örlitla stund fann eg lireiðrið. Inni á milli tveggja þúfna láu fjögur mó- dröfnótt egg, og það var kominn dúnn í hreiðrið, eggin því farin að unga. Eg heyrði vængjaþyt, er eg heygði mig niður að hreiðrinu, það var lóan, sem flaug yfir liöfðum okkar og settist svo aftur niður rétt hjá. Svo reif eg upp jnosakökk og merkti þúfu rétt lijá hreiðrinu. — Seztu nú á eggin þín, lóa litla, sagði eg svo, og fór á bak aftur. Svo riðum við í burt í skini kvöldsins. Það liðu nokkrir dagar. Eg liafði einu sinni kom- ið að hreiðrinu og nú höfðu liðið þrír dagar, síðan varð að ýta þvi neðar, þar sem skurðurinn var breiðari, og loksins náði ljann lambinu upp úr, öllu moldugu og sársvöngu. Hann setti nú lambið á þúfu, og ærin kom stökkvandi og jarmandi til þess, og fór að þefa af því, og var afskaplega glöð yfir að sjá lambið sitt aftur, og þegar lambið hafði áttað sig, fór það að sjúga og saug þangað til maginn á þvi var orðinn eins og kúla. Bjössi leit á úrið sitt, áður en hann fór á bak. „Er það mögulegt? Tveir klukkutímar síðan eg lagði af stað!“ sagði liann við sjálfan sig og hent- ist á hak og reið í fleng heim. Þcgar liann kom heim á hlaðið, var pabbi hans þar og sagði iieldur hyrstur. „Þú ferð ekkerl liéðan af, Bjössi, það er orðið svo framorðið, ógnar tíma ertu búinn að vera.“ Aumingja Bjössi litli fór að gráta og sagði snöktandi: eg liafði komið þar. Svo var það eitt kvöld, að eg kom að máli við Geir, dreng í vesturbænum: — Jæja, Geir, eigum við ekki að skoða lóuhreiðr- ið núna í kvöld? — Jú, jú. Kannske það verði komnir ungar, anz- aði Geir. Svo lögðum við af stað. Yið vorum gangandi, og það var yndislegt veður, svo að við fórum liægt. — Nú bregður okkur, þegar liún flýgur upp, sagði Geir og hló. — Ætli það verði nú svo mjög, svaraði eg, og nú vorum við lcomnir upp á Stóra-Einbúa. Við löbbuðum hægt og rólega norður götuna, og eg sá markið á þúfunni. Allt í einu grípur Geir i liand- legginn á mér og segir: — Það eru fjaðrir á þúfunni. Eg sá, að það var satt, og er við komum að lireiðr- inu, hlasti \dð okkur ljót aðkoma: Ofan á ísköld- um eggjunum lá alblóðugt höfuð móðurinnar, ann- að sást ekki eftir, nema fiðrið, er var tætt hingað og þangað. — Þetta liefir einliver ránfuglinn gert, sagði eg. — Eflaust, anzaði Geir. Við slóðum þarna dálitla stund og liorfðum á þessa sorglegu sjón. Svo tókum við mosa og huld- um eggin og höfuðið með honum. Það lcom kökkur í hálsinn á okkur og við feng- uni glýju í augun, er við liugsuðum u.m litlu ung- ana, er ekki fengju að fljúga frjálsir og óhindr- aðir um bláloftið, og eins um lóuna, er vildi bíða dauða sinn á eggjunum, lieldur en að yfirgefa þau. „Eg — tafðist svo — — við að leita að — lamb- inu — hennar — Prýði.“ „Ha, hvað segirðu drengur? Lambinu hennar Prýði, livað var með það ?“ Svo lét hann Bjössa segja sér, hvernig það gekk til, og að því loknu sagði liann: „Jæja, drengur minn, fyrst þú varst svona duglegur og skyldu- rækinn, þá ætla eg að lofa þér að fara, og það er hezt, að þú verðir lijá systur þinni í nótt, úr því að þú leggur svona seint af stað, en farðu nú að búa þig, svo að þú getir farið að fara.“ Bjössi liljóp upp um hálsinn á pabha sínum og margkyssti liann og þakkaði honum fyrir og fór svo inn að búa sig. .... Skömmu seinna rann Leisti með Bjössa á bakinu út göturnar, og enginn var glaðari en hann var þá, því að hann hafði gert skyldu sína, og fengið ósk sína uppfyllta að launum. Itagna, 12 ára. 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.