Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1941, Blaðsíða 8

Æskan - 01.06.1941, Blaðsíða 8
ÆSKAN svo sárt að svikja liana Steinu, ■—■ alla, alla æfi skyldi hún reyna að bæita fyrir þetta. II. Meðan þetta gerðist i baðstofunni talaði Jakob- ina við gestinn frannni í bænum. Svo bauð liún bonum inn í búr, sagði lionum að tylla sér þarna á búrkistuna, gaf lionum skyr í skál og hélt yfir bonum fyrirlestur. — Já, piltur minn, sagði bún, — eg ætla að biðja þig að bera kveðju lil foreldra þinna og segja þeim, að eg eigi ekkert orð til í eigu minni, scm lýsi því, livernig unga fólkið núna er orðið; — og eg er alveg standandi bissa á þvi, að nokkur skuli halda að ókristnaður telpukrakki bafi Ieyfi til að ráða sig i vist. Og eg ætla bara að segja þér það, að þessi tökubörn, sem hreppsljórarnir eru að troða inn á mann, eru ekki alltaf til glcði fyrir húsbænd- urna. Við ætluðum að ala önn fyrir henni Lukku tetrinu, þangað til bún væri orðin ögn sjálfbjarga, en bún á nú eftir að læra svolítið fleira en kverið, áður en eg sleppi henni út í veröldina. Mér er engin launung á því, að eg á eftir að láta Jiana læra bæði Bjarnabænir og það helzta úr Hall- grímskveri, auk þess ýmsar þjóðlegar þulur, svo sem Grýlukvæði, og það fallegasta úr Snót, eins og ísland farsælda frón og Oft er hermanns örðug ganga. Og eg tel mig ekki slcila benni sómasam- lega út í lífið fyrr en Jnin er aulc þess búin að læra að prjóna solcka á fælurna á sér, verpa skó dálítið mannslega og búa til slcyr. Það, sem mér hefir orðið gagnlegt i lífinu, veit eg, að henni getur orðið til blessunar. Og eg mun seint gleyma því, sem Ólafur lirepp- stjóri sagði við mig: — Eg treysti þér, Jakobina, til þess að sleppa ekld bendinni af telpunni fyrr en liún er komin lil manns, sagði liann. — Þú veizt, livað oldíar íslenzku þjóð lientar bezt, henni lient- ar ekkert hoiip og hí, ónei. — En Jjúktu nú úr skálinni, tetrið, og legðu svo af slað fyrir myrkrið, svo að þú lendir eklíi í neinni villu á lieiðarskömminni. Jakobína stundi öðru hvoru, og snerist fram og aflur í búrinu, jneðan liún liélt þessa löngu ræðu, en gesturinn sat með skálina í Jiöndunum og borð- aði dræmt. Öðru liverju reyndi liann að skjóta orði inn í, en þegar liann fann, að það var ógerlegt, lauk liann þegjandi úr skálinni, stóð svo liressilega upp og sagði: — Þakka þér fyrir góðgerðirnar. En mér er þó sjálfsagt leyfilegt að tala við ungu stúlkuna? — Ilún er nógu tryppaleg, þó að þú farir ekki 68 að trylla liana, maður minn, sagði Jakobína þungt og ákveðið. — Þú verður að skilja það. — Nei, svona liluti skil eg ekki, sagði pilturinn og |hugðist nú gera álilaup á þessa viggirtu borg. — Eg skil ekki í því, að stúllcan sé elcki frjáls að tala við livern senr er. — O, þetíta er ekki nein stúlka, svaraði Jakob- ína, — þetta er bara ósjálfbjarga barn, bana nú. — Eg get ekki farið án þess að tala við hana, fyrst eg er sendur eftir henni, þú verður að skilja það. Er bún í tugtbúsi hjá ykkur eða livað? — Ja, eg ælla nú elcki að eyða orðum við þig, maður minn, þú fæirð ekki snefil af telpunni, en ef þú ætlar að brigzla oklcur um, að hér sé tugt- bús eða þaðan af verra, þá læt eg liann Júlíus koma. —■ Mig varðar ekkerl um neinn Júlíus, sagði pilt- urinn og livessti röddina. — En mig varðar um Júlíus, sagði Jakobína og rödd bennar litraði, — liann er búsbóndi á þessu heimili, liann befir gert það fyrir breppstjórann okkar að liafa tökubörn bérna á heimilinu. Hann finnur, livaða ábyrgð hvílir á bonum, — og hypj- aðu þig nú burtu og láttu bann ekki sjá þig. -—• En skilaðu beilsun til liennar móður þinnar, — þó að eg þekki liana ekki vitundar ögn, og segðu að eg hafi búizt við öðru af benni en þessum ósköpum. — Jájá, svona, — það þýðir ekkert að æitla sér að snúa mér, eg lcalla á liann Júlíus, ef þú ferð ekki að sýna á þér fararsnið, piltur minn. Pilturinn ætlaði bvað ef tir annað að taka til máls, en Jakobína bandaði frá sér með hendinni, sussaði og talaði á víxl, svo að liann sá sér þann kost vænstan að bverfa til dyra. Hér varð engu um þokað. En þegar bann var kominn út á blaðið, hreytti liann úr sér hátt: — Eg æfla að láta það berast, bvað húsmóðirin á Strönd gaf mér með skyrinu. Eg skal beimsækja yklcur betur öðru sinni. Svo stökk hann á bak reiðskjólanum og þaut úr hlaði. En inni i baðstofu voru bljóðnæm eyru, sem lieyrðu hófadyninn, þegar pilturinn þeysti af stað. Þar var Lukka, eins og vængstýfður fugl. Hún bafði beðið ósigur í þella sinn; stórar borgir böfðu brunið til grunna fyrir augum liennar, — livenær skyldi benni auðnast að leggja grunninn að nýjum borgum?

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.