Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1941, Blaðsíða 15

Æskan - 01.06.1941, Blaðsíða 15
ÆSKAN Skyldurækni. Það var laugardagur sncmma sumars. Sólin var fyrir nokkru komin upp og varpaði gullnum blæ á fjöll og linjúka um leið og liún kepptist við að þurrka döggina af jörðinni. Það leit út fyrir gott veður. Bjössi í Tungu, ellefu ára snáði, rölti á eftir kúnum inn hjallann. Hann var í hálf slænni skapi, þrátt fyrir góða veðrið. Hestarnir hans pabba lians höfðu strokið burt um nóttina, og gátu verið komnir fram á Gilsbakkaeyrar (svo iict næsti Ijær við Tungu), eða hver veit hvert? Iiann álti ncfnilega að fá að hitta systur sína daginn eftir, sem var gift, og bjó nálægt kaupstaðnum, en þang- að var rösk íveggja tíma reið. En þetta var um miðjan sauðburð, og hann þurfti að ganga til ánna fyrripart dagsins, svo tók s}rstir hans við, sem var ári eldri, og liann liafði sjálfsagt nóg að snúast seinni partinn, og hjóst ekki við að hafa tíma til að sækja hestana. Nú var liann kominn alla leið með kýrnar, og sneri við og hljóp heim, borðaði morgunmatinn í flýti og fór svo að ganga lil ánna. Sums staðar þurfti hann að leita að lömb- um, sem höfðu orðið viðskila við mæður sínar, og og skeina þau, sem höfðu broddskitu o. s. frv. Svo eftir miðdag var hans tími úlrunninn og systir iians tók við, en þá var lionum ætlað að bera af öllu heimatúninu, og það var þó nokkuð stórt. Það fór eins og hann hafði búizt við, hann liafði aldrei tíma til að sækja hestana um kveldið, þvi að hvernig sem hann herti sig, þá treindust lirúg- urnar alveg fram á kvöld. Loks tók liann það ráð, að biðja Þuru gömlu að vekja sig um leið og hún færi á fætur, því að liún tók æífinlega upp eldinn Áður en Bjössi fór að hótta um kveldið, fór hann út og gáði til veðurs. Bara að liann gæti farið, og veðrið j7rði gott, og það leit út fyrir það. Um allan norðurhimininn breiddi sig Maríutása og spáði góðu. Rétt um sama bil og sólin fór að skína, kom • Bjössi fram á hlaðið mcð bcizli á handleggnum. Hann var að fara að sækja liestana og ætlaði nú aldeilis að vera fljótur. Bjössi liJjóp næstum alla leiðina og kom móður og másandi inn á Gils- bakkatúnið, liann ætlaði að koma ]>ar við og spyrja um hestana, en það var elcki farið að rjúka, svo að liann liclt áfram, enda sá hann einhver Góðir félagar. liross suður á melunum. Það voru reyndar hest- arnir hans jiabba hans, sem betur fór voru þeir ekki lengra burtu. Bjössi bjóst við að fá Leista í ferðalagið. Það var átta vetra liestur, rauður að lit, með hvítan liægri framfótinn, hann var vakur og þó nokkuð viljugur. Bjössi lagði við hann beizli og fór á bak, svo reið hann fyrir hrossin og rak þau heim á leið. Hann leit á úrið. — Hamingjan góða! Klukkan var farin að ganga níu, pabbi hans sagði i gær, að það þýddi ekkert fyrir liann að fara seinna en ellefu, og hann átti eftir að komast heim og húa sig. Hann herti á hestunum. Þeir fóru ó stökki. En þegar liann reið út með girðingunni, sem girti um engjarnar, þá sá hann á, sem hct Prýði. Hún var forustuær og uppáhald föður hans. Hún hafði borið kvöldinu áður, móhosóttri gimbur undur fallegri, en nú var lambið hvergi sjáanlegt, og ærin hljóp jarmandi upp og ofan með gömlum skurði, sem var fallinn saman víða, og ekkert vatn var í honum. Tvö öfl börðust i brjósti Bjössa, löngunin að lialda áfram og komast sem fyrst heim, og skyld- an að hjálpa ánni, því að hann vissi, hvað pabba lians mundi falla sárt, ef lambið týndist eða dræp- ist. Loks varð það seinna hlutskarpara, og Bjössi hentist af baki og fór að leita. Hann leitaði lengi, áður en honum hugkvæmdist að leita í skurðin- um, en hann var svo þröngur, að hann rélt komst með haldlegginn niður. Þegar hann var búinn að þreifa fyrir sér um stund, þá finnur hann, að lamb er í skurðinum. Hann fór nú að reyna að ná þvi upp úr, en skurðurinn var svo þröngur, að hann 75

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.