Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1941, Blaðsíða 18

Æskan - 01.06.1941, Blaðsíða 18
ÆSKAN „Þú liefir orðið hrotlegur, því að þú skilaðir ekki þvi, sem þú lofaðir, og það liefir verið ákveðið, að þú verðir að dreifa börnum loftsins um alla jörðina, áður en þú fáir að koma með dótlur jarðarinnaf inn í himininn.“ Engillinn skildi þetta ekki. Hann flaug aftur til jarðarinjiar, fanri stúlkuna og sagði henni, hvað Gabríel hefði sagt, og spurði, livort hún skildi það. Hún svaraði og sagði: „Já, þessi yndislegu hlóm, sem endurspegla hinn óviðjafnanlega lit himinsins, eru börn lofts- ins, en eg er dóttir jarðarinnar.“ Svo fóru þau yfir öll lönd, engillinn og unn- ustan hans og gróðursettu hlómið „gleym mér ei“, livar sem þau fóru. Þegar því var lokið, tók engillinn stúlkuna í fang sér og flaug með liana upp til liimins. (Þýtt.) Putti. Hann Putti var stór og fallegur liundur, sem pahhi átti einu sinni. Mamma hefir sagt mér nokkrar sögur af honum. Einu sinni var mamma að gefa á beitarhúsin og var Putti þá með henni eins og liann var vanur. Allt í einu heyrir mamma, að Putti er farinn að gelta í ákafa. Fer liún þá út að gá að, af liverju hann er að gelta. Sér lnin þá, að hann er kominn með mórauða kind út fyrir hliðið á girðingunni, sem er í kring- um túnið. Var liún frá næsta bæ, og var auðsjáan- legt, að hann vildi ekki liafa hana í heimaánum. Kallaði mamma þá til lians og segir honum að láta hana vera. Gerir liann það og ldeypur upp á vegginn. Nú lýkur mamma við að gefa. Að því húnu fer hún út og lætur inn ærnar. Þegar dálitið af kindunum er komið inn og komið er að mó- rauðu kindinni, rennir Putti sér ofan af veggnum og bítur í fæturna á lienni. Finnst ykkur ekki skrítið, að hann skvldi þekkja ókunnugu kindina frá heimakindunum? Unnur Hjartardóttir (11 ára). Hæna fóstrar kettlinga. Á bæ einum í Svíþjóð var hæna, sem bar sig mjög aumlega, þegar ieggin voru tekin frá henni, og hún fékk ekki að liggja á þeim og unga þeim út. Skammt frá herini lá kisa á kettlingum sínurn. Einu sinni þegar kisa lirá sér út, fór liænan í bælið liennar, lagðist niður og breiddi vængina vand- lega yfir kettlingana. Þegar kisa kom áftur, leit ófriðlega úl, því að hún vildi komast i bælið sitt. Hænan vildi ekki vikja og hjó í kisu með nefinu, en kisa mjálmaði og þótti hænan gera sig nokkuð heimakomna. Lolcs komust þó sættir á með þeim á þann veg, að kisa fékk að láta kettlingana sjúga sig, en hæinan lá á þeim þess á milli. Kisa lá við lilið hennar og sýndi henni alúð sína með því að sleikja á henni nefið. (Baldursbrá.) Skrítlur. Kennarinn spyr: „Jæja, börn. Hva'ð fáum við svo úr dýraríkinu?“ Og börnin þylja í ákafa: „Úr kúnni fáum við mjólk. Ivindin gefur okkur ull og kjöt,“ o. s. frv. Anna litla liefir setið með upprétta hönd og beðið þess að fá tækifæri til þess að segja eitthvað, og nú segir hún með skjálfandi röddu: „Og úr svaninum fáum við smjör- líki.“ Hún gat ekki með nokkru móti slcilið, hvers vegna allir fóru að skelli- hlægja. Hún var þó atltaf tvisvar í viku send í búðina, til þess að kaupa svanasmjörlíki. Gréta litla situr og teiknar með penna og bleki mynd af hundi, en róf- una vantar. 78 „Hvar er rófan?“ segir pabbi henn- ar brosandi. Eitt augnablik verður Gréta ráða- laus og lítur i kringum sig. En svo nær hún sér brált og svarar: „Hún er niðri í blekbyttunni.“ Frúin (við manninn sinn, sem ætl- ar að fara að jarðarför): „Stattu nú ekki með bert höfuð á rakri jörðinni, góði minn, svo að þú verðir kvefaður.“ Ferðamaður kom einhverju sinni í mjög lítið gistiliús í smábæ einum, og áður en liann fór að hátta, bað liann þjóninn að vekja sig snemma morgun- inn eftir. Þjónninn svaraði: „Þér þekkið ef til vill ekki nýjustu uppfinningarnar. Ef þér óskið eftir að eg veki yður snemma í fyrramálið, þurfið þér ekki annað en þrýsta á þenna rafmagnslinapp við höfðalagið á rúminu yðar, þá kem eg strax og velc yður.“ Hans klaufi átti heima i dálitlum bæ. Fólk hló að honum og þótti gam- an að stöðva hann á götunni og láta hann velja á milli krónupenings og tuttugu- og fimmeyrings. Iílaufi kaus ávallt tutlugu-og-fimmeyringinn. Einu sinni stöðvaði ókunnur mað- ur Klaufa, og sagði við hann: „Þekk- irðu alls ekki gildi peninganna, fyrst þú tekur ávallt minni peninginn?" Klaufi deplaði augunum: „Auðvit- að veit eg það, en eg skal segja þér, að ef eg aðeins í eitt einasta skipti veldi krónuna, þá mundi enginn skemmta sér við að reyna þetta oftar.“

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.