Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1941, Blaðsíða 7

Æskan - 01.06.1941, Blaðsíða 7
ÆSKAN UNDIR BLÁUM SEGLUM j Saga eftir Gunnar M. Magnúss. - (Framhald.) — Ójá, við liöfum nú lijarla eins og annað fólk, liróið milt, eða í það minnsta hefir hún Jakob- ína lijarta, sagði húsbóndinn og þreifaði upp í skegg sitt, eins og til þess að vita, livort nokkuð matarkyns væri þar eftir máltíðina. En skeggið var lireint og að meslu þurrt. Svo ýtti hann telp- unni inn eftir haðstofugólfinu og sagði við Jakob- ínu: — Þú getur gefið manngreyinu skyrslettu, og sagt honum, livernig komið er. Það er ekki lians sök, þessi misgáningur. En nú var telpunni nóg boðið. IJún reif sig af Júlla og kallaði upp hálfgrátandi: -—- Þið haldið, að maður sé alltaf aumingi, — þið haldið, að þið eigið mann, — en þið eigið ekki bein í mér, ekki nögl, ekki minnsta hár. Jakobina slaldraði við á slánni. -— Já, því segi ieg það, Júlíus, — og eg segi það við ykkur öll, sem hér eruð á bænum, sagði hún, — að mér finnst það orðinn ábyrgðarhluti að draga það lengur, að fá prestinn til að laga orðalagið lijá telpukrakkanum. —- .Tá, það er satt, góða mín, sagði Júlli andagt- ugur, — en farðu nú, hlessunin, að gefa mannin- um slcyrið, svo að hann getið farið aftur af stað. Eg sendi liann Drésa til prestsins í dag, til þess að biðja hann að setja telpunni eitthvað fyrir í guðs- orðinu. — I guðsorðinu, segir Lukka með fyrirlitningu og stekkur út að glugganum. — Hver ætli læri noklcuð í guðsorði hjá ykkur. Hún er í skapi til þess að segja stóryrði, en allt í einu finnur hún vanmátt sinn, og blóðið rennur með hraða fram í kinnar liennar. IJún finnur, að liún hefir drýgt mikla yfirsjón, en ekki gagnvart Júlla og Jakohínu, eklci gagnvart neinum á Strönd. En hún hefir drýgt yfirsjón gagnvart einu stúlk- unni, sem hún liefir eignazt fyrir vinkonu á æf- inni. Hún liefir hlekkt Steinu á Litla-Felli, sem lilakkar til að fara suður í Kvennaskólann, og bíð- ur ef tir henni opnum örmum, —- liún liefir kannske eyðilagt framtið Steinu; — aldrei má það koma fyrir; — en hér stendur fólk, sem lieldur henni í fangelsi, — hvers vegna má hún ekki vinna í vet- ur á Lilla-Felli og verða hamingjusöm, í staðinn fyrir að vinna hér á Strönd og rífast við vargaleg- ar vinnukonur? Svo segir hún heitum rómi og biðjandi: — Júlli, — þú mátt ekki lála mig svílcja það, sem eg er búin að lofa. Lofaðu mér að fara, það skal verða þér fyrir g'óðu. En Júlli hristi skeggið og sagði: — Eg veit, að þú ert ekki slæm, hróið mitt, en þú ert svo mikill óviti ennþá, því er nú ver. — Þú mátt ekki láta mig svílcja loforð mitt, sagði telpan, — það er lieilagt. En um leið og telpan sagði þelta, þoldi hún ekki að tala meira í svipinn; — hún sneri sér frá Júlla og liorfði út í gluggann. En hvarmar liennar litr- uðu, og gegn um tárin, sem brutust fram, sá hún glitrandi ljóshauga i fegurstu litum. — Já, svo er það, sagði Júlíus. — Það ler líka lieilagt loforðið, sem eg gaf, þegar eg tók þig og lofaði að annast þig, þangað til þú værir orðin fullveðja manneskja fyrir augliti skaparans. Það var líka heilagt loforð, liróið mitt. Nú liafði eitthvað hrostið í telpunni. Hún slóð grafkyrr og starði gegn um rúðurnar. Það var nýfallinn snjór á fjöllunum hinum megin fjarðarins. Veturinn var að síga yfir byggð- ina, livítur og kaldur og langur. Enginn mannlegur máttur gat stöðvað hann. Þessi hugsun grípur telp- una svo sterkum tökum, að hún finnur sig van- máttuga til andstöðu, — og þó fer liún að hugsa um, hvað tæki við, ef hún stykki nú á bak hest- inum frá Litla-Felli og þeysti burtu; — hún skynj- ar hvernig fara mundi, og fyrir hugskotsaugum hennar birtist eltingarleikur, þar sem Júlli og Jak- obína væru í fararbroddi á eftir henni, þar næst lireppstjórar og prestar, síðan Drési og vinnukon- urnar. Hún man hvernig það var, þegar Jón Guggu- son sfrauk, — liann strauk tvisvar, í fyrra skiptið var hann handtekinn. Og hvað gat liún á móti öll- um, sem skipuðu henni að vera í þessari sveit. Hún stóð þar, angurvæl1. Aldrei gæti liún látið unga fólkið frá Litla-Felli sjá sig framar á æfinni, — en livert tækifæri slcyldi hún nota til þess að bæta fyrir þetta, — það var 67

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.