Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1941, Blaðsíða 17

Æskan - 01.06.1941, Blaðsíða 17
Heiðlóarkvæði. ÆSKAN zU-- Moderato. Kr. Kristjánsson. i j (5 -8 Snemm-a ló - an litl - a í loft - i blá - u dirr - in - di und - ir sól - u syng -Ð -8—í mm m '1 | |—-^r :=)==fs=qp drgfpfft** pp 11 T T tnr i t. S^ͧíÍÉIÉ^ÍÍ=^fÍ^ÍÍllÉÍf| rilardando Eg á bú í berjamó, börnin smá í kyrrð og ró heima’ í hreiðri biða; mata eg þau af móðurtryggð, maðldnn tini þrátt um bj'ggð eða llugu friða. Lóan heim úr lofti flaug, (ljómaði sól um himinbaug, blómi grær á grundu,) til að annast unga smá, alla étið liafði þá hrafn fyrir hálfri stundu. Jónas Hallgfi'tmsson. „Gleym mér ei.“ Eitt þeirra blóma, sem öllum þykja falleg, heitir „Gleym mér ei“. Það vex svo að segja í öll- um löndum, og er himinblátt að lit. Sums slaðar er það kallað ástahlóm eða kær- leikshlóm. Ein sagan um það er svona: Þegar lieimurinn var nýskapaður, var engill sendur frá liimnum með hoð til lieilags manns, sem álti heima i Persíu. Er engillinn sveif í gegnum loftið, sá liann fjarska fallega, persneska stúlku, sem sat hjá tærri uppsprettulind og var að flétta á sér hárið. Hún fléttaði inn í það til og frá blómið „gleym mér ei“. En þá hafði blómið ekkert nafn. Engillinn flaug til stúlkunnar og bað liana að vera unnustuna sína. Henni leizt vel á engilinn, og þau trúlofuðust. Svo voru þau lengi hvort lijá öðru og leið mjög vel. Allt í einu mundi engillinn, að liann liafði gleymt að skila hoðunum, sem liann var sendur með. Hann flaug því aftur upp til himins, til þess að biðja fyrirgefningar á þvi. Og liann sagði stúlkunni að híða á meðan, en um leið og liann flaug af stað, sagði hann við liana: „Gleym mér ei.“ Og stúlkan svaraði honum og sagði: „Gleyjn mér ei,“ og veifaði til lians stóru knippi af þessum liiminhláu blómum. Síðan hétu blómin: „Gleym jnér ei.“ Þegar engillinn kom til himins, gat liann ekki komizt inn. Hann stóð grátandi við hliðið. En loks kom Gabríel engill og sagði’. 77

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.