Æskan - 01.12.1941, Page 9
Jólablað Æskunnar 1941
á hann. Hann þráði sveitina, og kassinn minnti
hann á hana.-------
Þegar leið á útmánuði, kom dálítiS leiSinlegt
fyrir. FaSir hans missti atvinnuna. Fyrstu vikurn-
ar fór hann út á hverjum degi, til þess aS rejma að
fá vinnu á nýjum stað, en það har engan árangur.
Þá fékk móðir lians vinnu við þvotta og hreingern-
ingar lijá öðrum. Hún lcom lieim seint á kvöldin,
dauðþreytt og slitin með rauðar og bólgnar liend-
ur. Það var heldur ekki eins skemmtilegt, þegar
faðir lians átti að vera heima. Hann fór svo oft
burt og skildi drenginn einan eftir, og þegar hann
kom aftur, var alltaf vond lykt af honum. Svo
fleygði hann sér upp í rúm og fór að hrjóta. Svo
tók hann oft eitthvað með sér, einhvern smáhlut
og kom ekki með hann aftur. Og þegar mamma
kom heim, þá saknaði hún lilutarins og fór þá
undir eins að gráta. Eitt kveldið nam hún staðar
í dyrunum, tók hendinni um lijartað og lirópaði:
„Gullúrið þitt, Marteinn litli!“
Drengurinn leit við. Gullúrið var horfið af sín-
um stað, það var engum blöðum um það að fletta.
Það var eitthvað svo autt og snautt á veggnum,
þar sem það liafði hangið.
Það kvöld grét mamma lians með þungum
ekka, svo ,að liann heyrði til liennar, þar sem
hann lá í sínu bóli. Pabbi lians var ekki kominn
heim.
Nokkrum dögum seinna var úrið komið aftur á
sinn stað, og það ljómaði af því eins og sól. Á
hverju kvöldi staðnæmdist mamma hans i dyrun-
um og gætti að úrinu. Það gekk vel í lieila vilcu.
En svo livarf úrið að nýju. Það kvöld grét
mamma ekki á sama liátt og áður. En hún stundi
svo óskaplega sárt.
Einu sinni fór Marteinn aleinn niður alla stiga.
Pahbi hans var sofandi, og það var vond lykt bæði
í eldhúsinu og svefnherberginu. Engin börn voru
í garðinum, svo að Marteinn fékk að vera þar útaf
fyrir sig. Hann settist á tröppurnar og fór að hugsa
um blessaða sveitina sína. Hvernig skyldi nú
ömmu líða? Skyldi liún hafa allar sömu kýrnar í
fjósinu? Og livernig skyldi nýja fólkið í Grenililíð
líta út?
Marteinn litli lirökk við. Það hreyfði sig eitt-
hvað þarna hjá sorptunnunni. Hvað gat það verið?
Dálítið, frammjótt roltutrýni kom í ljós. Mar-
teinn þorði varla að draga andann. Roltan horfði
á liann um stund skærum, forvitnislegum augum.
Síðan fór hún að naga brauðskorpu, sem lá rétt
hjá tunnunni. Það var merkilegt, að rotta skyldi
geta verið svona falleg. Þvi hefði hann aldrei trú-
að! Og svo var hún vist dauðhrædd, auminginn,
engu síður en hann sjálfur! Aumingja rottugreyið!
Nú kom einliver inn í garðinn. Rottan hvarf.
Marteinn litli tók skjóta ákvörðun. Hann hljóp
upp alla stigana og sótti nokkra brauðmola upp
í eldhús. Svo fór hann niður aflur, settist á tröpp-
una og beið rólegur. Eftir langa stund kom rottan
aftur, það bar ekki á öðru. Marteinn litli fleygði
brauðmolum til liennar. Rottan liugsaði sig um
nokkra stund. Svo trítlaði hún af stað og náði í
molana og át þá. Marteinn horfði með ákefð á
rotluna. Iiann fleygði hverjum bitanum eftir ann-
an, og loks hafði hún fengið allt saman. Marteinn
litli skemmti sér vel. Nú kornu einhverjir krakkar
inn í garðinn og rottan faldi sig bak við tunnuna,
og Marteinn lilli fór upp til föður síns, sem lá og
svaf úr sér ölvímuna.
Þetta sama endurtók sig dag eftir dag. Marteinn
lilli lilakkaði til þess á liverjum morgni, að fá að
sjá rotluna sína aftur. Hún var nú orðin svo tamin,
að hún át brauðmola úr lófa drengsins.
En svo einn dag fann Marteinn félaga sinn dauð-
an með sundurkramið höfuð, fyrir framan sorp-
tunnuna. Þá þoldi Marteinn ekki mátið. Hann fór
að hágráta. Hann hljóp upp stigann og mætti föð-
ur sínum í eldhúsdyrunum. Hann var að fara út,
en nú tók liann drenginn í fang sér.
„Hvað gengur ú? Hvað er að þér, drengur
minn ?“
„Ó, rottan mín! Aumingja rottan mín!“ kvein-
aði Marteinn litli og grét, svo að liann gat varla
stamað fram orðunum.
Faðirinn settist á stól með drenginn. Hann botn-
aði ekkert í, hvað þetta var, sem barnið var að
tala um. Drengurinn faldi andlit sitt upp við
brjóst lians og kvartaði og barmaði sér. Faðirinn
129