Æskan - 01.12.1941, Qupperneq 17
Jólablað Æskunnar 1911
liætta á að eg gleymdi því, sem mér datt fyrst í liug,
á meðan eg var að liugsa um eitthvað annað. Og
út af því fæddist að lokum vísa, ef vísu skyldi
kalla. En hún verður mér alla ævi í minni vegna
þess, livað eg var hæddur fyrir hana. Sjálfur var
eg óskaplega hróðugur, þegar eg liafði komið
lienni saman.
Vísan var svo:
Tóbaksjurtin mæla má,
mundin lekur varla,
höndin skekur, hristir þá,
hæða tekur alla.
Ekki var eg nú ánægður með efnið í henni, en
annað var meira um vert, að eg hafði nærri þvi
getað lialdið miðrími í henni. Og eg brann i skinn-
inu að lofa öðrum að heyra, að eg væri orðinn
skáld.
Þegar eg kom heim um kvöldið, hitti eg vinnu-
konuna fyrst.
—- Eg get gert vísu, sagði eg.
— Svo? sagði hún.
— Já, eg gerði vísu í dag og hún er svona.
Svo þuldi eg vísuna.
—• Þetta er líklega góð vísa, sagði vinnukonan
og helt leiðar sinnar.
Ekki fannst mér hún sýna mikinn áhuga fyrir
skáldskaparíþrótt minni, og sýna fremur litla
dómgreind.
Mamma var að koma úr sumarfjósinu frá því
að mjalta kýrnar.
Eg fór á móti henni og sagði að eg væri orðinn
skáld.
Hún setti niður mjólkurföturnar og sagði:
— Jæja! Lofaðu mér að heyra!
Eg þuldi vísuna með miklum áherzlum á mið-
ríminu. En nú brá svo undarlega við, að mamma
hneig niður á þúfu og veltist um sig í lilátri. Eg
hafði alls ekki ætlazt til þess að vísan væri hlægi-
leg, og þess vegna varð eg liálf hvumsa við.
— Lofaðu mér að lieyra hana aftur, sagði
mamma, og liún kom varla upp orði fyrir hlátri.
Eg gerði það, og fór hægt og stillt með vísuna
mína, sem mér þótti svo vænt um.
Mannna hló enn, en þegar hún sá, að mér sárn-
aði það, varð hún alvarleg.
— Þetta er einkennileg vísa, sagði hún. Um
livað er hún?
Það stóð ofurlítið í mér.
— Hún er um tóbaksjurtina, sagði eg svo.
— Ójá, og að tóbaksjurtin kunni að tala. Held-
urðu að það sé rétt?
—- Það er skáldaleyfi, sagði eg. Eg hafði ein-
hvern tíma heyrt talað um skáldaleyfi, í sambandi
við það að bregða út af hinu alvanalega.
— Við skulum þá segja að það sé skáldalevfi,
mælti mamma. En hvert er þá efnið í liinum
hluta visunnar, og hvaða samband er á milli þess
og tóbaksjurtarinnar?
Manima var svo glettnisleg á svipinn, að eg
kaus að þegja. Eg var lieldur ekki viss í því sjálf-
ur, hvert efni visunnar var.
— Þetta er eintóm vitleysa frá upphafi til enda,
sagði mamma. — Það er ekki vitglóra í vísunni
þinni. Hún er verri en vísurnar hans Æra Tohba
og Eríks Olsens. Blessaður láttu mig aldrei heyra
svona vitleysu aftur, og segðu engum lifandi
manni frá þessu.
Eg var ekki hetjulegur eftir þessa ádrepu. Og
eg var sár, því að mér fannst að mamma hefði
ekki þurft að taka þetta svona óstinnt upp, allra
sízt þar sem þetta var í fyrsta skipti, sem eg lof-
aði henni að heyra vísu eftir mig.
Hún sá, hvernig mér leið, og til þess að bæla úr
sagði bún:
— Annars ber þetta vott um, að þú hefir brag-
eyra, en það er líka allt og sumt. Og kannske þú
getir komið saman vísu, þegar þú ert orðinn
stór.
Eg vildi ekki liíða með það þangað til eg væri
orðinn stór, og í einhverri þrjózku sagði eg:
— Eg vil fara til Akureyrar í haust og læra hjá
Matthíasi að yrkja í vetur.
Eg vissi að Matthías var uppáhaldsskáld henn-
ar. En nú skellti hún upp úr aftur.
— Það, sem drengnum getur dottið í liug! Að
læra að yrkja! Hefir nokkur lieyrt annað eins!
Nei, drengur minn, það lærir enginn. Skáldskap-
argáfan er náðargáfa, sem ekki er léð nema ein-
staka manni. Hún er meðfædd, en verður ekki
keypt með lærdómi.
Svo greip hún mjólkurföturnar.
— Það er kominn tími til þess fyrir þig að
borða og liátta. Komdu heim með mér og hugs-
aðu ekki meira um þetta.
Eg lá lengi andvaka þessa nótt og mér leið ekki
vel. Vonir mínar um að verða skáld voru að engu
orðnar, og mér virtist framtiðin svört og ógnandi.
Það var lítið varið í það að lifa úr þvi að fegursli
draumurinn brást. Þunglyndur valcnaði eg um
morguninn, og þunglyndur lagði eg af stað með
ærnar, bókarlaus í þetta sinn. Og eg hafði aklrei
framar ljóðabók með mér í lijásetunni.
137