Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1955, Qupperneq 9

Æskan - 01.01.1955, Qupperneq 9
ÆSKAN Réttaferð. Sögukafli. Vala glaövaknar í einni svipan og sezt upp i rúminu. Það er óvenjulegur ilniur í baðstofunni, eins og á liátiðisdegi. Það er líka í raun og veru hátíð, hátíð, sem gengur næst jólunum, hefur hús- móðirin sagt henni. Það er réttadagurinn. Vala drífur sig á fætur, án allra áminninga, og hleypur hvern snúning, sem hún er send. Fólkið er i ljómandi góðu skapi og keppist við niorgunverkin, til þess að geta komizt sem fyrst af stað í réttirnar. Geiri fer á undan með karlmönnunum. Þeir Þurfa að vera viðbúnir að taka á móti fénu, þegar gangnamennirnir koma með það i réttirnar. -— Þú mátt fara i sparikjólinn þinn, Vala, segir húsmóðirin, og sjálf er hún komin í peysuföt, með hvítt slifsi og hláröndótta svuntu. Vinnukonurnar eru líka komnar í sparifötin. Það ælla allir i réttirnar, nema Þóra gamla, sem aldrei fer á fætur, og Jón gamli verður heima hjá henni, af því að húsmóðirin vill ekki skilja liana eftir eina. — Það er aldeilis óþarfi, að nokkur sé heima safni Nilssons á veglegri stað i skólanum en áður ~~ það hefði í raun og veru unnið til þess. Þegar gestirnir voru í'arnir, sátu þeir Berg og skólameistari góða stund og hollalögðu um, hvernig fénu skyldi varið. Yextirnir nægðu fyrir margvís- leguni verðlaunum og námsstyrkjum, fvrir hókum °g kennslutækjum, og til þess að létta undir unglingum frá Suðurtúnum, sem stunduðu háskóla- nám. Og svo var sjálfsagt að verða við óskum forsetans. Montalvó gamli átti það líka slcilið. »Ja, sú hundaheppni, að Gold skyldi ekki ná í gimsteinana,“ sagði skólameistari. „Smith hefur líklega þótt súrt í hroti, að veiðin geklc honum úr greipum.“ ^Það er áreiðanlegt,“ sagði Berg. „Hann verður að sætta sig við að stunda heiðarleg viðskipti um stundarsakir. — En nú dettur mér nokkuð í hug. £g ætla að senda honum símskeyti.“ Hann hugsaði sig um drykldanga stund og skrif- aðisvo: »Keppninni lokið. Gold greip i tómt. Daginn eftir kom svarið: „Allt í lagi. BIess!“ Endir. mín vegna, segir Þóra gamla. Ég er örugg í hendi guðs. — O, seisei, jájá. Hver efast um það? segir Jón gamli. Hann situr á rúminu sínu og er að gera við reipi. Það er húið að leggja á hestana, og nú er ekki annað eftir en koma sér af stað. — Ilún Þóra gamla ætlar að lána þér söðulinn sinn, segir liúsmóðirin. Heldurðu að það þurfi að hinda þig á hann gamla Brún, þó að við förum svolítið greitt? — Nei, það þarf ekkert að binda mig, segir Vala. — Þú verður þá að halda þér vel i sveifina. Hann er dálítið hastur, klárgreyið, segir hús- móðirin. Vala veit, að gamli Brúnn er voðalega hastur, og liann er líka haltur i þokkabót. En liún vill samt ekki láta binda sig. Það væri óþolandi að láta Geira sjá, að hún þyrði ekki að riða óbundin. Húsmóðirin ríður rennivökrum gæðingi, og hinir liestarnir eru líka góðir, svo að Vala dregst fljótlega aftur úr. — Reyndu að liotta á hestinn, stelpa, kallar hús- móðirin. Ég hef ekki gaman af neinni kerlingar- reið. Hún biður eftir Völu og slær snögglega í Brún, svo að hann þýtur upp úr götunni, og Vala hendist af baki. — Ekki spyr ég nú að. Gaztu ekki reynt að hanga á klárnum, segir húsmóðirin, en hún fer samt af haki til þess að gæta að, hvort Vala hafi meitt sig. Hinar stúlkurnar fara líka af baki, og þær hópast utan um Völu og þreifa hana og þukla alla liátt og lágt. En hún er alveg ómeidd, bara dálítið ringluð eftir byltuna. — Það er sjálfsagt vissara að tylla þér við sveif- ina, segir húsmóðirin. — Nei, nei, eklci að binda mig. Nú skal ég halda mér miklu fastar, segir Vala. — Þú verður þá að efna það, segir húsmóðirin, því að ekki langar mig til að þú farir að háls- brjóta þig, svona rétt undir það siðasta. Það er líklega öruggast, að ég teymi undir þér, og það verður svo að vera, hvort sem Völu lílcar hetur eða verr, og nú gengur allt slysalaust. Vala heldur sér dauðahaldi og lafir á klárnum, það sem eftir er leiðarinnar, þó að liún hossist jafnt og þétt upp og niður og sé öll orðin lurkum lamin. ■— Lofaðu mér nú að lialda i tauminn, segir hún, þegar sést hilla undir réttirnar. — Gættu þá vel að þér, segir húsmóðirin og hægir ferðina. 7

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.