Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1958, Blaðsíða 2

Æskan - 01.07.1958, Blaðsíða 2
ÆSKAN Á fáum stöðum landsins eru jafn rikar andstæður milli auðna og gróðurs scm á Þórsmörk. Þar falla táettir skriðjöklar á jafnsléttu, þar teygja sig hrikaleg, brotin f jöll, hvöss og tindótt, liátt til himins, þar belja villt og foráttumikil jökulvötn vítt yfir stórgrýtta sanda og á bak við þessa auðn og eyðileggingu rísa brcið, há og glitrandi jökulhvel. En mitt i þessum heimi auðnar og isa er einn hinn fegursti og unaðslegasti gróðuróasi, sem til er á öllu íslandi. Þar blasa við augum blómabreið- ur, sem teygja sig i grasi þöktum fjalla- hlíðum upp undir fjallsbrúnir. Þar eru geirar, hvilftir og kvosir vaxnar stórgerð- ari og fegurri skógargróðri en viðast hvnr annars staðar á landinu. Þannig er Þórs- mörk, einn dásamlegasti og litauðugasli öræfablettur, sem gefur að lita á öllu ís- landi. Hann sefur ágætlega. Pétur hitti gamlan vin sinn, sem lianil iiafði ekki séð í mörg ár og spurði liann mcðal annars að þvi, hvernig honum gengi að sofa. „Sæmilega,“ svaraði hinn. „Ég sef ágæt- iega á nóttunni og mér gengur einnig vel að sofa fyrri hluta dagsins, en seinni hluta dagsins ligg ég bara og bylti mér, en get ómögulega sofnað. Hann boraði göt á gólfið. Verkamaður nokkur kom eitt sinn til nágranna síns og fékk lánaðan hjá honum stóran bor, cn þar sem hann skilaði hon- um ekki aftur, fór eigandinn að lokum til þess að sækja hann. Þegar hann spurði manninn, til hvers liann hefði notað bor- inn, þá fylgdi hann honum inn i húsið og sýndi honum nokkur göt, sem liöfðu verið boruð á gólfið hingað og þangað. Til út- skýringar sagði svo verkamaðurinn: „Þak- ið hjá okkur lekur býsna mikið og konan min og ég nennum ekki að vera sifellt að þurrka vatnið upp af gólfinu, — þess vegna datt mér i hug að bora þessi göt til þess að vatnið geti runnið burt í gegnum þau. 1 26 löndom. Nýlega liefur gæzlumaður liástúkunnar, frú W. Blomkwist-Lub, skólastjóri í Amst- crdam, skýrt frá því, að IOGT hafi barna- stúkur í 26 löndum í fjórum hcimsálfum. Nú eru 105.000 börn i barnastúkum alls, en þau voru 96.000 árið 1955. Fjölmennastar eru barnastúkurnar i Svíþjóð, en þar eru 49.000 börn í barna- stúkunum. Næstur er Noregur mcð 24.000, England með 10.000 og ísland með 6.500- Það munu vera um 20.000 börn á barna- stúkualdri á íslandi og er því þriðjungur íslenzkra barna í barnastúkum. í Tyrk- landi eru 5000 börn í barnastúkum, en færri í öðrum löndum. Jafnframt þessu skýrir gæzlumaður hástúkunnar frá því að reynsla sín sé sú, að starfsömustu félagarnir i Góðtemplara- reglunni hafi byrjað í barnastúkunum. E. S. T Konan: „Hvers vegna grætur liann litli bróðir þinn, drengur minn?“ Drengurinn: „Það veit ég ekkert uin- Hann getur ekki talað.“ Nú er sól og sumar. 86

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.