Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1958, Blaðsíða 14

Æskan - 01.07.1958, Blaðsíða 14
ÆSKAN Um daginn heimsóttum við höfnina. Ég spurði stýrimann, sem ég sá, hvaða vörur væru í skipinu, og hann sagði mér líka, til hvaða landa og hafna vörurnar áttu að fara.“ Þegar þau komu heim, sýndi Gösta þeim stafrófskver litla bróður síns. Hann sagði þeim, að börnin væru í skóla frá fimmtán mínútur fyrir 8 til hálf ellefu. Svo fara þau heim og borða og eru svo líka í skólanum eftir hádegið. Þau hafa tveggja mánaða sumarfrí og eins mánaðar frí um jól- in. Gösta hafði tvisvar farið með skól- anum í skíðaferð til Jamtalands. Hér kemur uppskrift á sænskum klöttum, sem börnin fóru heim með sér. ^0o q <^=2 HVEITI RJÓMI £EGG oo ð 1 dl 2 2 desilítrar mjólk 2 teskeið salt { MATSKEIÐ BRÆTT SMJÖR KLATTAR: Blanda skal saman eggjunum, rjóm- anum og mjólkinni og hræra það út eins og jafning í hveitið. Síðan er saltið sett saman við. Að lokum er látið kælt, brætt smjör saman við. RfMERKI Fyrsta skrefið til frí- merkjasöfnunar er sjálfsagt oftast það, a<5 halda til haga fri- merkjum, sem berast á bréfum til hins verð- andi safnara og kunn- ingja hans; því næst er athugað, hvort ein- hverjir vildarmenn, sem mikið fá af bréf- um, lielzt frá sem flestum löndum, vilja ekki halda saman merkjunum og láta þau af hendi fyrir lítið, eða ekki neitt. Næsta skrefið er að kaupa frímerki. Þá fer að þyngjast undir fótinn hér í fámenninu, en í flestum öðrum menningarlöndum er um margt að velja, án þess að til mikilla út- gjaida þurfi að koma. Gatan hefur þar fieiri keppinauta en hér um liuga æskunn- ar. Frímerkjagjafir draga skammt til þess að koma upp frímerkjasafni, ef eitthvað á að vera. Merkin eru af ódýrasta tagi, að- eins fáar tegundir, og það gengur seint með söfnunina. Eigi hins vegar hugur að fylgja máli, er aðcins um tvær leiðir að velja: Að skipta eða kaupa. Handhægast og einfaldast er að kaupa merkin, þar sem því verður við komið, og má þá ýmist kaupa frímerki á hréfum, eftir þyngd (t. d. 100 gr., 1 kg.), kaupa böggla (pakka), með 100—1000 eða fleiri merkjum, aðeins eitt af hevrju tagi. Eru öll merkin í högglin- um ýmist frá einu landi eða frá afmörk- uðum flokki landa (t. d. Norðurlöndum), frá heilli heimsálfu, eða öllum lieiminum. Eoks má kaupa einstakar útgáfur eða ein- stök merki, sem vantar i safnið. Ódýrast er að kaupa frímerki eftir þyngd, en þá er eftir fyrirhöfnin (og ánægjan) að leysa ]>au af bréfi. Tegundirnar verða fáar og mörg merki af hverri tegund. Vanalega fara 3000—4000 merki í kílógrammið 16 hréfi). Það verður að lagast eftir því, liverju safnað er, hvers konar bögglar eru keyptir. Böggull með merkjum frá einu landi verður hlutfallslega dýrari eftir þvi sem fleiri merki eru i honum. Til dæmis kosta 75 íslenzk merlci eigi aðeins þrisvar sinnum meira en 25 merki, lieldur að minnsta kosti fimm sinnum meira, og 200 norsk merki kosta um 25 sinnum meira en 50 norsk merki. Þetta stafar af þvi, að hægt er að láta eintóm ódýr merki í litlu bögglana, en eftir því sem merkjunum i bögglinum fjölgar, verður að seilast til dýrari og dýrari tcgunda til þess að fylla ywwwwvwwwwwwwwwwvwwwi Deigið á að standa í tvo tíma áður en það er bakað. Það er bakað alveg eins og venjulegar pönnukökur. ★★★★★★★★ Hvernig á að afla frímerkja. ★★★★★★★★: töluna. Gagnslítið er að kaupa minnstu bögglana, því merkin í þeim eru oft og einatt merki úr útgáfum, sem verður nð kaupa af heilar siður, til þess að fá það, sem vantar. Situr maður þá eftir með tví- tök, sem erfitt getur orðið að losna við. Gæta verður þess, að merki, sem fá þanu heiður að komast í safnið, séu heil. hrein og gallalaus. Þau mega hvergi vera .,þynnt“, enga tönn vanta, myndin verður að vcra hrein og skýr og í miðju merkinu. Sé merkið ónotað, verður limið að vera ó- skert, sé það notað, má stimpillinn ckki vera sóðalegur, en þó skýr og sem greini- iegastur. Framhald. NÝ FRÍMERKI. Hinn 8. júli s.l. voru gefin út tvö uý íslenzk frímerki með þessum verðgildum: 1 króna með mynd af eyrarrós. Upplag: 1.250.000. — 2,50 krónur með mynd af fjólu. Upplag 750.000. Hjá tannlæltnimun. Einu sinni, þegar ég var að bursta i mér tennurnar, sá ég að það var komin hola i eina þeirra. Ég fór' strax til mömmu og sýndi henni hana. „Þú verður að fara undir eins og láta gera við tönnina,“ sagði liún. En til tannlæknis vildi ég ekki fara, livað sem það kostaði. Þetta gleymdist, en holan í tönninni stækkaði og stækkaði með hverj- um deginum sem leið, en ég veitti því enga eftirtekt. Kvöld eitt kom frændi minn í lieimsókn og gaf mér fullan poka af karamcllum. Þær voru svo góðar, að ég lauk við þær allar áður en ég fór að sofa. En um nótt- ina vaknaði ég með þá alverstu tannpínu, sem ég hef nokkurn tima fengið. Ég gat ekkert sofið um nóttina og daginn eftir varð ég að fara til tannlæknisins. Þegar ég kom inn á biðstofuna, hætti tannpínan allt í einu og ég hugsaði með mér, að það væri óþarfi að láta gera við tönn, sem ég fyndi ekkert til i. Ég var i þann veginn að snúa við, þegar tannlæknirinn kom og sagði að ég væri næst. Ég þorði eklci annað en fara inn með honum, en ekki var gott að láta gera við tönnina. En ég ætla að fara strax til tannlæknisins, þegar ég sé að önnur tönn er a'ð byrja að skemmast, þvi að læknirinn sagði að þá fyndi ég miklu minna til og slyppi alveg við tannpínu. Margrét Sigtryggsdóttir, 10 ára. 98

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.