Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1958, Blaðsíða 18

Æskan - 01.07.1958, Blaðsíða 18
ÆSKAN Texti: Vitta Astrup. — Teikningar: B. Pramvig. Magnús vaknaði við það, að halinn á Leó kitlaði hann i annað augað. Hann hristi höfuðið og vaknaði þá fyrst almennilega. Svo stóð hann á fætur. — Hann var dálitið stirður í fótunum eftir þetta langa sund, svo að hann reyndi að taka nokkrar leikfimis- æfingar. En hann gafst fljótt upp á því og kallaði á Leó. — Það fyrsta, sem Leó sá, var sjórinn. Og hann var ennþá svo syfjaður, að liann stökk upp á bakið á Magnúsi. Hann hélt, að þeir væru enn á sundi. Magnús hló. Leó og Magnús fylgdust að eftir ströndinni. Skammt frá var skógur og einnig há fjöll. Leó langaði mikið til þess að sjá, livað væri hinum megin við fjöllin. — Hann vildi fá Magnús með, en Magnús vildi helzt halda sig nærri vatni. Þá ákváðu þeir að fara í könnunarleiðangur hvor i sinu lagi. Leó veifaði til Magnúsar — og svo hljóp hann hratt af stað til fjallanna. Hann naut þess að hlaupa aftur á milli runna og trjáa. Og honum miðaði vel upp fjallið. „Ó — hvað er þetta?“ Leó hafði ekki verið nógu gætinn. Hann hafði stigið illa á oddhvassan stein og skorið sig á hægra aftur- fæti. Það blæddi. — Leó sleikti blóðið af og smám saman hætti að blæða. En hann gat alls ekki stigið í fótinn. Það var svo sárt. Hvað var nú til ráða? — Hann reyndi að haltra á þrem fótura, en varð að gefast upp við það. Það var ómögulegt að haltra upp fjallshlíð. Hann neyddist til að vera kyrr. ÆSKAN Kemur út einu sinni í mánuði, og auk þess fá skuldlausir kaupendur litprentað jólablað. — Árgangurinn kr. 35.00. ^i^^mmmm^^mmmmmmt Gjalddagi er 1. apríl. Afgreiðsla: Kirkjutorgi 4. Simi 14235. Utanáskrift: Æskan, pósthólf 14. — Ritstjóri: Grímur Engilberts, simi 12042, pósthólf 601. Afgreiðslumaður: Jóhann Ögm. Oddsson, sími 13339. — Útgefandi: Stórstúka íslands. — Prentsmiðjan Oddi h.f. Frænka: „Viltu ekki borða eina köku í viðbót, Axel litli?“ Axel: „Nei, þakka þér fyrir, frænka.“ Frænka: „Þjáist þú af lystarleysi, Axel minn?“ Axel: „Nei, ekki af lystarleysi, heldur af kurteisi". 102

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.