Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1958, Blaðsíða 10

Æskan - 01.07.1958, Blaðsíða 10
ÆSKAN vík. Þessir vellir voru geysidýrir, en íslendingar hafa gert góða flugvelli hjá Akureyri, Sauðárkróki, Egilsstöð- um og víðar. Auk þess geta flugmenn víða notað harða velli og sanda. Nú getur maður á Akureyri farið eftir hádegi til Reykjavíkur, lokið erindum um miðjan dag- inn og komið aftur heim um kvöldið með flugvél. Tekur það svipaðan tíma fyrir mann í úthverfi Kaupmannahafn- ar að fara með sporvagni inn í bæinn og heim aftur að kvöldi. Ég þekki mann, sem fékk hálfsmánaðar sumarleyfi. Hann langaði til að fara kynnisför til Danmerkur. Þá var um að velja að fara með skipi eða flugvél. Með Vis- count-flugvél tekur ferðin 4i/2 klst. milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar, með viðkomu í Glasgow. Á skipi tek- ur sama ferð fjóra daga hvora leið. Ferðalagið með skipi mundi þá hafa tekið meira en helminginn af sumarleyf- inu og dvölin erlendis orðið stutt og minna hægt að sjá. Með flugsamgöngum hefur allur póst- og vöruflutn- ingur orðið betri og auðveldari. Kemur þetta sér vel, því að áður höfðu flutningar tafizt, einkum að vetrarlagi, vegna hríða og snjóa. Mikla þýðingu hefur sjúkraflugið. Oft kemur fyrir, að menn veikjast út um land og upp í sveitum. Það eina, sem getur bjargað lífi þeirra, er að komast sem fyrst á sjúkrahús í Reykjavík. Mér verður hugsað til lítils, veiks drengs, sem fór til Danmerkur fyrir skömmu. Fór hann með hinni nyju Viscount-flugvél. Var hann veikur fyrir hjartanu. Sakaði hann ekki, þótt hæðin væri mikil, og var það að þakka hinum góða og fullkomna útbúnaði flugvélarinnar. Væri flugvélin ekki svona fullkomin, héfði drengurinn þurft á súrefnistækjum að halda og liðið mjög illa. Nú er farið að nota flugvélar til að leita kinda og hesta á haustin um óbyggðirnar. Sjá flugmennirnir hvar Viscount-flugvél félagsins kemur inn yfir llanmörku. Úrslít í tm Fyrstu verðlaun Gerður Steinþórsdóttir. Rög11' Úrslit i ritgerðasamkeppni þeirrij sem Æskan og ^ félag íslands h.f. efndu til i síðasta Jólablaði ÆskU’1' urðu þessi: Fyrstu verðlaun hlaut Gerður Steinpórsdóttir, 13, ára, Ljósvallagötu 8, Reykjavík. Fyrstu verðlaun eru flugferð fram og aftur frá Ref vík til Kaupmannahafnar með liinum glœsilegu Visc°l> flugvélum félagsins, og priggja daga dvöl i KaupmÚ' liöfn. Verðlaunaliafi parf að fara pessa för fyrir 1. scjú ber nœstkomandi. Önnur verðlaun hlaut Rögnvaldur Hannesson, 14 ára, Höfn, Hornafirði. Þriðju verðlaun hlaut Ragnheiður Krislín Karlsdóttir, 13 ára, Leifsgötu 5, Reykjavík. 94

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.