Æskan - 01.07.1958, Blaðsíða 17
Jón Sigurðsson.
Veiztu það?
Hvaða ár hófst landnám
Islands?
Hvaða ár fæddist Egill
Skallagrímsson?
• Hvað er langt frá íslandi
H1 Grænlands?
^ hvaða frásögn hefst
Gamla-testamentið ?
' Hver fann upp prentlist-
ina?
Hvaða ár fæddist Jón Sig-
urðsson forseti?
7' Hvað hefur eldfjallið Katla
gosið oft?
Hvers vegna eru klærnar á
kettinum alltaf beittar?
Svör er að finna á bls. 103.
Lítil breidd.
. Þrengsta
gata í heimi er tal-
!'' Vera í bænum Yarmouth i
j ^Elandi. Hún er ekki fullur
inetri á breidd, þar sem
,Un er breiðust, en opið á
lennj er aðeins % metri, svo
‘l har geta tveir menn aðeins
sraokrað sér hvor fram lijá
°orum.
Litraður fugl.
”Hauðafuglinn“ á Nýju Guin-
n er eini eitraði fuglinn, sem
enn vita um í veröldinni.
.ailn er á stærð við dúfu og
mstaklega meinleysislegur, en
v erfitt *neð að fljúga og þess
eEna er fremur auðvelt að ná
er'i"1111 ^n I)egar að honum
(j-,10111'®’ bítur hann frá sér og
, 1 er að minsta kosti eins
aðvænt og bit eiturslöngu. Ef
eja nr særist undan bitinu og
*1 kemst í blóðið, veldur það
iklum ltvölum og fólk missir
n>na og deyr oft mjög fljótt.
Getraunir.
1. Nefndu þrjár tölur, sem
gefa sömu útkomu, hvort sem
þær eru lagðar saman eða
margfaldaðar saman. Þú liefur
fimm sekúndur til þess.
2. Maður nokkur ekur til
vinnu sinnar með járnbraut,
sem liggur í hring. Skrifstof in
er á stað andspænis heimili
hans. Ef farið er i aðra áttina,
tekur ferðin hann 80 mínútur,
en hina klukkutíma og tuttugu
mínútur. Hvernig stendur á
þessu?
3. Það eru fimm epli í körfu,
og í herberginu eru fimm
manneskjur. Hvernig er hægt
að gefa hverri eitt epli, en
skilja samt eitt eftir í körf-
unni?
Svör er að finna á bls. 103.
M
Dýragarðar.
Stærstu dýragarðarnir i
lieiminum eru í New York,
London, Berlín og Paris. Dýra-
garðurinn í New York er 120
hektarar að flatarmáli og
livergi er aðbúð dýranna talin
jafn góð og þar. í dýragarðin-
um í London eru 3000 tegund-
ir dýra, i Berlín um 1600 og um
1000 í París. Stærsti dýragarð-
ur á Norðurlöndum er í Kaup-
mannahöfn.
Felumyx&dL.
Hérna er mynd af aldin-
garðinum Eden og þið sjáið
mörg dýr í kringum skilnings-
tréð góðs og ills. En nú er það
ykkar að finna Adam og Evu,
sem þarna er að finna á mynd-
inni.
Prentlistin.
Kinverjar höfðu á 9. öld
fundið upp að prenta á þann
hátt, að þeir skáru alla blað-
síðuna í tré. Ekki mun sú kunn-
átta hafa borizt frá þeim til
Evrópu, en á seinni hluta mið-
alda tóku menn þar upp svip-
aða aðferð, en þangað til höfðu
menn orðið að skrifa allt les-
mál með hendinni. Þá lærðu
menn einnig af Aröbum að búa
til pappír úr léreftstuskum, en
Arabar liöfðu lært það af
Kínverjum. Pappírinn var bæði
ódýrari og handhægari en bók-
fellið hafði verið. En ekki
urðu bækur almennar og ódýr-
ar fyrr en mönnum lærðist að
prenta með lausum stöfum,
sem liægt var að raða saman i
orð og nota aftur og aftur.
Það var um árið 1440. Sú upp-
finning er eignuð þýzkum
manni, sem Jóhann Gutenberg
liét. Fyrsti prentgripurinn, sem
kom frá prentverki Gutenbergs,
mun hafa komið þaðan árið
1447. Árið 1460 hreiddist prent-
verkið til flestra borga Þýzka-
lands, þaðan til Ítalíu árið
1465, Frakklands 1470, Spánar
1474, Hollands og Englands
1476, Danmerkur 1482, Sviþjóð-
ar 1483, íslands 1531, Finnlands
1642 og til Noregs 1643.
Eftir hálftíma.
Drengur nokkur liafði fengið
vel útilátinn skammt af kökum
og sælgæti lijá frænku sinni.
Þegar hann var að fara, spyr
frænkan, hvort hann sé ekki
ánægður með það, sem hann
hafi fengið. Drengurinn sagðist
ekki geta svarað þvi strax.
„Hvenær getur þú þá sagt um
það?“ spurði frænkan.
„Eftir svona hálftíma; ef ég
verð ekki orðinn veikur þá,
þykir mér leitt að liafa ekki
borðað meira, en ef ég verð þá
orðinn veikur, verð ég leiður
yfir þvi, að liafa borðað svona
mikið,“ var svar drengsins.
ÆSKAN
Svífur í loftinu.
Stöltkmúsin á heima í Afríku
og Asíu. Hún getur tekið tutt-
ugu lengdir sínar i einu stökki
og stokkið allt að sjö metra upp
í loftið. í stökkinu kemur hin
langa rófa liennar að miklu
gagni, því að hún stýrir sér
með henni, meðan hún svífur i
loftinu.
Bænin mín.
Góði Guð! Ég bið þig um
að varðveita mig og alla á
hcimilinu minu. •—■ Hjálpaðu
öllum, sem eiga bágt og gráta
svo oft. Láttu mig alltaf muna
að vera gott barn. Forðaðu
mér frá slysum. Fyrirgefðu
mér, þegar ég geri eitthvað á
móti þínum vilja. Ég bið þig
í nafni Jesú. — Amen.
101