Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1958, Blaðsíða 12

Æskan - 01.07.1958, Blaðsíða 12
ÆSKAN Hafnarf) örður. Hinn 1. júní s.l. minntust íbúar Hafnarfjarðar hálfr- ar aldar afmælis kaupstaðarins með margvíslegum hátíðahöldum. Meðal annars með því, að vígt var hið nýja bókasafn bæjarins. Hafnarfjörður er fallegur bær og einkennilegur. Hraunið hafa Hafnfirðingar notað til þess að koma sér upp skemmtigarðinum Hellis- gerði, sem með réttu má kalla stolt bæjarins. EYJAN DULARFULLA. Framhald af síðu 93. fóta sig og eftir nokkra stund stóðu þeir efst á fjallstind- inum. Nú var orðið svo framorðið, að ómögulegt var að sjá langt frá sér, hvort sjór eða land var umhverfis. í vestri var dökkur skýjabakki og skyggni ekki gott. Er þeir höfðu dvalið þarna nokkra stund, fóru skýin að lýsast. Það var nýlýsi. Veik birta lýsti upp sjóinn og sjóndeildarhringinn í vestri. — Eyland, mælti verkfræðingurinn alvarlega. Þeir hurfu nú aftur til félaga sinna og sögðu þeim, hvers þeir hefðu orðið vísari. Daginn eftir gengu þeir allir á fjallstindinn. Þeir vildu 96 gjarnan horfa yfir fand það, sem átti um langan tíma að verða dvalarstaður þeirra, ef til vill meðan þeir lifðu. í þetta sinn kræktu þeir fyrir hraunið. Niðri í gígnum var niðamyrkur. Hvorki sáu þeir reyk né eld og ekkert hljóð heyrðu þeir þar niðri. Augljóst var, að þetta var útbrunn- inn eldgígur. Um áttaleytið um morguninn stóðu þeir á fjallstindin- um. Útsýnið var aðeins haf — ekkert annað en haf, ó- endanlegt, blýgrátt haf. Engin eyja, ekkert segl var að sjá- — Hvað skyldi þessi eyja vera stór? mælti Spilett. Cyrus Smith virti fyrir sér útsýnið og ströndina í þungum þönkum. — Ég held að ég taki ekki munninn of fullan, þó að ég segi að þessi eyja sé um tuttugu mílur í umrnál, mælti hann. — Það er ekki auðvelt að reikna flatarmál hennai' út, en ég ímynda mér, að hún sé af líkri stærð og eyjan Malta í Miðjarðarhafinu. Þar sem eyjan var mjóst, virtist hún ekki vera breið- ari en tvær mílur, en hún virtist að- minnsta kosti vera fjórar mílur á lengd. Til suðurs að sjá var hún skógi vaxin og skagaði þar fram langt og mjótt nes, ekki ólíkt hala á risastórum krókódíl. Til norðurs voru berir sand- ar. Fyrir austan sjálft eldfjallið sáu þeir vatn og var skóg- ur í kring. — Það hlýtur að vera gott vatn þarna, mælti Pencroff- — Já, þú getur verið viss um það, svaraði verkfræðing- urinn. Er þeir gættu betur að, þóttust þeir sjá læk milli trjánna. Auðvitað rann hann í vatnið. Eldfjallið var ekki á miðri eynni, heldur dálítið norð- ar. Það var eins og nokkurs konar girðing eða belti milli skógarins að sunnan og sandanna að norðan. En nú var spurningin: Bjó nokkurt fólk á eynni? Ekki urðu þeir varir neinna fótspora neins staðar — enginn kofi, enginn reykur, sem gæfi til kynna að manna væri þar að vænta. Enginn gat látið sér detta í hug, hvað leyndist í hinum stóra skógi á suðurhluta eyjarinnar. Og enda þótt þeir liittu enga, sem hefðu bólfestu hér, gat þá ekki vel átt sér stað, að íbúar frá öðrum eyjum kæmu öðru liverju hingað? Verkfræðingurinn var á þeirri skoðun, að nauðsynlegt væri að gefa fjalli, nesi og víkum einhver nöfn, svo að þeir gætu betur áttað sig á, hvar hver og einn væri stadd- ur, er þeir segðu frá ferðum sínum. Hinir féllust á þetta. Þeir völdu nöfn, sem minntu þá á ættland þeirra, Banda- ríkin. Stóru víkina á austanverðri eynni kölluðu þeir Sambandsflóann, og lengra til suðurs var Washington- flóinn. Fjallstindurinn, sem þeir voru staddir á, fékk nafnið Franklínsfjallið, og vatnið, sem þeir sáu glitta h var nefnt Grantsvatn. Tangann eða nesið, sem skagaði Framhalíl-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.