Æskan - 01.07.1958, Blaðsíða 4
ÆSKAN
Úr leikritinu Bjartur í Djúpadal.
unum hafa embættismennirnir þessa bók. Hverjum fundi
er skipt í þrjá aðalkafla: 1. Fundarsetning, 2. Dagskrá, 3.
Fundarslit. 1. og 3. kaflinn eru stuttir og fast mótaðir.
2. kaflinn er alltaf viðamestur. Undir hann heyra t. d.
fræðslu- og skemmtiatriði. Enginn fundur er svo hald-
inn, að ekki sé þar eitthvað rætt um bindindismál,
umgengnisvenjur, mannúðarmál o. s. frv., yfirleitt eitt
slíkt mál á fundi. — Skemmtiatriði eru venjulega mörg
á hverjum fundi. Til þess að annast þau, er kosin
skemmtinefnd fyrir 1—2 fundi. Hún kemur svo með
smá-leikrit, söng, upplestur, keppnir, töfrabrögð o. s.
frv. Yfirleitt annast skemmtinefndirnar sjálfar skemmti-
atriðin, en þó kemur fyrir, að þær útvega skemmtikrafta
utan stúkunnar. Svo kemur það fyrir, að stúkan fær
heimsókn einhvers áhugamanns um bindindismál. T. d.
má geta þess, að Guðmundur G. Hagalín rithöfundur
hefur verið á fundi hjá Vorboða, svo að einn sé nefnd-
ur þeirra ágætismanna, sem hafa heimsótt hana. — Já,
svo má ég ekki gleyma að segja þér frá því, að á vetrum
eru nú haldin „systrakvöld" og „bræðrakvöld". Um
systrakvöldið sjá stúlkurnar, en piltarnir um bræðra-
kvöldið. Þessi „kvöld" eru með svipuðu sniði. Þar eru
bornar fram veitingar og mörg skemmtiatriði flutt. Það
er alltaf talsvert kapp milli stúlknanna og piltanna um
það að hafa sitt „kvöld" sem bezt.
En er starf Vorboða aðeins fundastarf?
Nei, það er sannarlega margt fleira. Vorboði hefur
starfandi innan sinna vébanda skíðadeild. Hún á að sjá
um skíðaskála, sem stúkan á og annast skíðaferðir. Svo
á stúkan bókasafn, sem hún ætlar nú að reyna að efla-
Svo má líka ekki gleyma því, að stúkan heldur opinber-
ar samkomur. Árlega sér hún um jólatrésskemmtun fyf'
ir almenning. Sú skemmtun er fjölmennasta skemmtun
ársins og ákaflega vinsæl. — Svo er a. m. k. haldin eia
opinber skemmtun á ári, sem höfð er til fjáröflunar. Þar
fara fram margskonar skemmtiatriði, svo sem söngur,
upplestur, hljóðfæraleikur og leikrit. — Ég hef hérna
tvær myndir frá starfsemi stúkunnar. Fyrri myndin er
af hinu svokallaða „Stúku-tríói". Það var stofnað fvrir
rúmu ári. Talið frá vinstri: Haukur Isfeld, Valgerður
Kristinsdóttir og Jón Ástvaldur Jónsson. Myndina tók
Hannes Pálsson ljósmyndari, meðan „stúku-tríóið" spil'
ar skemmtilegt lag eftir Jón Ástvald á útisamkomu 17-
júní í fyrra.
En af hverju er þessi leiksviðsmynd?
Hún er úr einu leikriti, sem stúkan hefur sýnt. Það
leikrit heitir Bjartur í Djúpadal, eftir Hannes J. Magnús-
son. Myndina tók Valdimar B. Ottósson á Bíldudal. (Á
myndinni eru, talið frá vinstri: Svala Sigurjónsdóttir,
Jóna Magnúsdóttir, Marí Bjarnadótir, Valgerður Krist-
insdóttir, Ólafía Magnúsdóttir, Elín Einarsdóttir og
Ríkarður Kristjánsson).
En segðu mér nú að lokum: Hvernig halda félagarnir
heit sín?
Yfirleitt vel. Á veturna kemur það varla fyrir að
nokkur félagi rjúfi heit sín. En á sumrin, meðan stúkan
heldur ekki fundi, vill það koma fyrir, að einstaka félagi
neyti tóbaks, en mjög sjaldan neytir nokkur þeirra áfeng-
is. Önnur heit sín halda þeir yfirleitt. Þess má geta, að
komi það fyrir, að félagi rjúfi heit, játar hann brot sitt
annaðhvort fyrir æðsta templar eða gæzlumanni, þegar
fundir eiga að fara að hefjast að haustinu. Biður þá'
félaginn afsökunar og lofar bót og betrun. Og það loforð
er yfirleitt haldið vel yfir veturinn. — Það kemur varla
fyrir, að stúlkurnar rjúfi heitin. Og örfáir piltar tælast til
Jiess að rjúfa Jjau. Þegar unga fólkið, einkum vegna ald-
urstakmarks, yfirgefur stúkuna, eru það oftast piltar, sena
falla fyrir tóbaki og áfengi, stúlkur mjög sjaldan. En
meðal piltanna eru auðvitað glæsilegar undantekningar,
sem standa stöðugir gegn hverskyns óreglu. — En það
má telja öruggt, að starfsemi stúkunnar hefur haft mikil
áhrif. — Ósk mín, von og bæn er sú, að starfsemi stúkn-
anna á íslandi megi blómgast á komandi árum.
Jón Kr. ísfeld.
Ákaflega reiður.
Forstjórinn: „Hcfur nokkur
spurt eftir mér meðan ég var
f jarverandi?“
Sendisveinninn: „Já, hér
kom maður áðan og var ákaf-
lega reiður. Hann sagðist’ þurfa
að skamma yður ærlega og
lemja yður í þokkabót."
Forstjórinn: „Jæja, hvað
sagðir þú?“
Sendisveinninn: „Eg sagði,
að mér þætti mjög leitt, að þér
væruð ekki við.“
Aðgöngumiðar.
Það er ekki alltaf, sem að-
göngumiðar að leikhúsum liala
verið gerðir úr pappír eða
pappa. í Róm var það siður til
forna, að leikhúsgestir fengu
staf sem aðgöngumerki og skil-
uðu honum um leið og þeir
fóru inn i leikhúsið. Að betri
sætum fékk fólk alltaf staf úr
fílabeini, en að almennum sæt-
um staf úr bronsi. Hafa marg-
ir slíkir stafir fundizt við upp-
gröft i rústum nú á síðari áruin-
88