Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1960, Blaðsíða 3

Æskan - 01.05.1960, Blaðsíða 3
61. árgangur. ☆ Reykjavík, maí—júní 1960. ☆ 5.-6. tölublað. vera hlýr og léttur. Bezt er að klæðast ullarnærfötum, því að þau taka bezt við svita og eru líkamanum hollust. Utanyfirföt eiga helzt að vera vind- þétt, svo að ykkur næði ekki. Fóta- búnaður þarf að vera traustur, eink- um ef þið ætlið að ganga mikið. Mun- ið, að skóhælar eiga að vera lágir og breiðir. Stuttbuxur eru þægilegri í ferðalögum en síðbuxur, þó mega þær ekki vera of þröngar um hnén. Svefnpokinn er bezta tæki ferða- mannsins. I honum er hægt að sofa í tjöldum og útihúsum, og er hann því ómissandi í hvert ferðalag. Tjöld eiga að vera sem léttust, en AÐ FARA I ÚTILEGU ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ FYRSTA boðorð allra þeirra, sem hugsa sér að fara í útilegu, er, að hafa ekki meðferðis meiri far- angur en þeir nauðsynlega þurfa, og þarf hann jafnframt að vera eins léttur og fyrirferðarlítill og frek- ast er unnt. Allur klæðnaður þarf að en slétt. Óvanir reiðmenn verða jafn- an rasssárir, en slíkt batnar fyrr, ef reiðveri eru hörð. Ef reiðveri eru of breið, er hætt við afrifum innan á lærum, einkum kemur slíkt fyrir ef riðið er á gæruskinni, sem er heitt og breikkar sætið. Nauðsynlegt er að hafa þó þétt og hlý. í þeim þarf að vera sterkur, vatnsheldur botn, sem gjarn- an mætti vera tvöfaldur, svo að hægt sé að láta hey, mosa eða annað milli laga og auka þannig þægindi og hlýju í tjaldinu. Um tjalddyr þarf að búa vel, svo að ekki næði gegn um þær. Mikið er undir því komið að velja hentuga tjaldstaði. Þeir þurfa að vera nálægt vatni, á sléttri eða einkum bugðumyndaðri flöt og helzt í skjóli. Ef ferðazt er á hestum, verður að gæta þess vel, að reiðveri, klyfsöðlar, þverbakstöskur og beizli meiði ekki hestana. Sama máli gegnir um farang- ur, sem spenntur er fyrir aftan reið- veri. Ef menn ætla að ferðast stutt og eru óvanir, er betra að hafa mjúk reiðveri, en ætli menn sér í langferð, er fullt eins gott að þau séu hörð — L Svefnpokinn er bezta tæki feröamannsins. 91

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.