Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1960, Blaðsíða 7

Æskan - 01.05.1960, Blaðsíða 7
ÆSKAN Ayrton liætti sér þá niður á þilfarið, en þangað til hafði hann jafnan verið uppi í siglunni. Hann sá, að falf- byssurnar voru fjórar og af taii skipverja hafði liann ráðið, að þeir væru náiægt fimmtíu. Það var ekki álit- legt fyrir nýlendumennina sex í Lincolnsey að eiga að berjast við siíkan liðsmun. Ayrton vissi, að það var djörf hugmynd, sem nú vaknaði hjá honum. Hann tók hlaðna skammbyssu, sem hann fann á þilfarinu og stefndi til púðurklefans. Hann komst þangað alia ieið án þess að nokkur yrði hans var. En klefahurðin var sterk og varð því allmikill hávaði, er Ayrton reyndi að brjóta hana upp. Ég lagði lambið í kjöltu mína og strauk eins mjúkt unr kviðinn á því og mér var unnt. „Góði guð, láttu aumingja lambinu batna,“ bað ég. „Láttu það ekki finna svona mikið til.“ Lambið engdist og kveinkaði sér. Ég lagði það niður, hljóp inn til pabba og spurði, hvort ekkert væri hægt að gera fyrir lambið. „Nei, ég er hræddur um, að það sé að deyja,“ sagði hann. Enn hljóp ég út til lambsins og settist með það í kjöltu minni. Kvalirnar virtust alltaf aukast. „Elsku góði guð, ég skal alltai' reyna að vera góð stúlka,' ef þú vilt lofa aumingja litla lambinu að batna,“ bað ég af öllu hjarta, um leið og tárin runnu niður kinnar mínar. Snojrpan á lambinu var svo ísköld. Ég reyndi að verma hana. Ekkert dugði. Það kveinaði og skal af kvölum. „Ó, guð minn, hjálpaðu lambinu," bað ég og var nú farin að hágráta. Allt í einu teygði lambið frá sér fæturna, svo varð það máttlaust. Það var dáið. Lengi sat ég þarna í bláu vorhúminu og grét yfir litla lambinu, sem alltaf var veikt frá fæðingu, en þurfti samt að kveljast svona sárt áður en það dó. Svo þurrkaði ég af mér tárin, lagði lambið á poka og fór inn að hátta. Nýr dagur rann upp, ný lömb fæddust, sem þurfti að gæta og vernda fyrir hættunum. Vorið leið allt of íljótt. har kom, að allar ærnar voru bornar, snjóbrýrnar lrorfn- ar af lækjunum og gróðurinn orðinn svo mikill, að livorki þurfti að bæta kindum né lömbum fæðuna með síldar- bita eða mjólk úr pela. En á liverju vori vakna minn- mgarnar um sælasta vorið, sem ég lief lifað — vorið, þeg- ar ég gætti lambánna. Sigríður Thorlacius. Hurðin var í þann veginn að láta undan, þegar rnaður lagði höndina á öxl Ayrtons og mælti: „Hvað hefst þú að?“ Það var Bob Harvey sjálfur, er þar var kominn. Ayr- ton- sá, að nú voru góð ráð dýr. Gæti hann komið einu skoti í púðrið, var allt búið. Hann reif sig því af sjó- ræningjanum og reyncli að brjótast inn. En Bob komst á rnilli. Hann kallaði á menn sína til hjálpar, og brátt komn þrír eða fjórir sjómenn. Ayrton skaut tvo þeirra, en þá var hann lagður hnífi í öxlina. Hann átti þá ekki annars úrkosta en að ilýja undan. Fleiri sjóræningjar voru komnir að og vildu grípa hann. En hann sló þá nið- ur hvern á fætur öðrum, og komst útbyrðis án þess að nokkur fengi færi á honum. Hann synti af stað og kúlurn- ar komu niður allt í kringum hann. Hann náði þó til hólmans, þar sem Pencroff beið hans og héldu þeir því næst til lands. Sár það, er Ayrton hafði fengið, var lítið og bagaði hann því ekki. Ayrton sagði nú félögum sínum fréttirnar, og tóku þeir jafnskjótt að búa sig Undir bardagann. Allar líkur bentu til, að sjóræningjarnir myndu senda bát í land strax í dögun, og við það miðuðu þeir félagar, þegar þeir gerðu ráðstafanir sínar. Ayrton og Pencroff reru aftur út í hólmann og lögðust þar í leyni milli kletta. Spilett og Nab földu sig í kjarri skammt frá ósum Miskunnarár, en Smith og Herbert höfðust við innan um stórgrýti niðri •£♦ «*♦ •*« •*♦ •*• •*« »*« **♦ •*« **♦ •*« •*>♦ •*« *J« • J« *£« »^» ♦£♦ •*♦ •*♦ ♦£♦ ♦*« •*« ♦*♦ •*♦♦*•♦ ♦*• ♦*■♦ •*• ♦*♦ •*« ♦% •*• •*« **« »*« •*♦ ** < ♦** FELUMYND. Nú skulum við heimsækja stóran lióndabæ. Þar sjáum við bóndann sjálfan vera að gefa hestum að drekka, en hvar eru húsmóðirin, lambið og hundur heimilisins? — Ef þið gætið nú vel að, þá ættuð þið að finna þau. 95

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.