Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1960, Blaðsíða 10

Æskan - 01.05.1960, Blaðsíða 10
ÆSKAN HJALP I NAUÐUM Þær komu til okkar dag einn seint í apríl. Suðvéstan stormur bar úthafsbylgjur og þeytti sælöðri inn í iitiu víkina okkar á vesturströnd Skotlands, og ég hafði iarið upp á höfðann til að bera grjót og torf að leyni, sem ég hafði gert mér í klettagjótu andspænis hreiðri fálkans. Þarna uppi barst mér til eyrna garg í villigæsum. Ég leit undrandi í kring- um ínig, því að gæsirnar htifðu flogið norður fyrir sex vikum og áttu nú að vera farnar að byggja sér hreiður. Rétt sunnan við höft'íann kom ég auga á gráan gassa. Hann flaug iágt undan vindi, sneri síðan við og liækkaði flugið og renndi sér aftur niður að sjónum. i»að var skerandi ákall í gargi hans og ég beindi sjónauka mínum út á sjóinn. Brátt kom ég auga á grágæs á sundi. Ég vissi samstundis, að ég var hér vitni að harmsögu, sem oft gerist í dýraheimi: gæsin liafði særzt í vetrarheim- kynnum sínum og gat ekki flogið. Samt liafði hún svarað kalli norðursins þegar vor- aði, og þegar félagar hennar hófu sig til flugs, hafði hún lagt af stað gangandi og syndandi til Norður-Skotlands eða jafnvel til íslands, 1300 km í burtu. Hún hlaut að hafa verið l'imm eða sex vikur á leiðinni og maki liennar hafði ekki yfirgefið liana í erfiðleikum hennar. Og liér háði hún nú liina vonlausu baráttu sína við vind og sjó. Öðru hverju settist gassinn við lilið hennar og synti með henni, en hóf sig brátt til flugs og sendi að nýju hið skerandi ákall til maka síns að hefja sig til flugs. Við höfðann var straumröst og sjórinn mjög úfinn. Gæsin synti aftur út í röstina en hraktist til baka, unz máttur hennar var þrotinn og vindurinn bar hana fyrir oddann og upp að ströndinni. Hægt og hægt barst hún inn víkina, og þegar ég sá ihvert straumurinn mundi bera hana, hljóp ég niður af höfðanum og ofan í fjöru. Betty, konan mín, stóð á kletti og starði út á sjóinn gegnum sælöðrið, þegar ég kom niður. Hún hljóp á móti mér, benti á gargandi gassann og spurði kvíðafull: „Hvað er að?“ Þegar ég hafið sagt henni það, sagði hún vantrúuð: „Og hann hefur verið hjá henni allann tímann! Af hverju flaug hann ekki með hinum gæsunum?" Ég sagði henni, að gæsahjón byndust tryggðarbönduin ævilangt. „Alveg eins og við!“ sagði Betty og leit á mig. Þegar gæsin var komin inn í víkina, skammt undan landi, sá ég, að ekki var til FRAMHALD A NÆSTU SIÐU Stærsta blóma- sýning veraldar. Nú stcntíur yfir í Holla’ndi mikil túlípanahátíð. Tilefnið er 400 ára afinæli túlípanans i Hol- landi, sem nú er frægasta túh- panaland heims. Árið 1560 kom flæmskur mað- ur heim til Hollands. Hafði hann ]iá farið í sérlega sendi- ferð fyrir Ferdinand lteisara !• til Tyrkjasoldáns. Frá Tyrk- landi flutti liann með sér nokkra blómlauka, sem hann sa i vasa í Tyrklandi i margvísleg- um litum. Þar með liéldu túh- panarnir innreið sina í Holland- Síðan liafa Hollendingar vcr- ið ]>akklátir sendiboða keisar- ans fyrir að liafa fært ]>eim blómlaukana, sem ætið liafa vakið mikla ánægju vegna fcfi" urðar sinnar og litadýrðar. Blómlaukaræktin færir Hol- lendingum um 2 milljarða is" lenzkra króna á hverju ári 1 gjaldeyristekjur. Hápunktur hátíðahaldanna eI hin fjölskrúðugasta sýning, sem um getur í heiminum. Þar el til sýnis 3000 fermetra blóma- garður, sem nefndur er „Bibhu- garðurinn". Eru ]>ar sýnd öll ]>au blóm og jurtir, sem nefnd eru í Biblíunni. yí Köttur og mús. Nokkur böi-n, eins mörg °& vilja, standa úti við vegg1Iin allt í kring f herberginu. E>H barnið er á miðju gólfi; Þa® °r kallað köttur, en hin eru mýs11 ar.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.