Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1960, Blaðsíða 25

Æskan - 01.05.1960, Blaðsíða 25
ÆSKAN Hcr sjáið ]>ið litla fjármanninn, sem er aðeins 10 mánaða gam- a!l, en kindin er veturgömul. Myndina sendi Kristinn Krist- jánsson, Dölum. Jónas Hallgrímsson. Hann fæddist að Hrauni í Oxnadal 1R. nóvember árið 1807. Jónas var settur til mennta og lauk prófi úr Bessastaðaskóla 1829 og sigldi til Danmerkur þremur árum síðar. Við liáskól- »nn lagði hann einkum stund á fláttúruvisindi, og á árunum í kringum 1840 ferðaðist hann Um fsland, rannsakaði náttúru bess og safnaði drögum til lýs- ingar landsins. Jónas var einn °f stofnendum tímaritsins Pjölnis, er hóf göngu sina árið 1835. Ljóðmæli lians voru fyrst gofin út af bókmenntafélaginu 1847. Hafa ljóð Jónasar orðið islenzku þjóðinni mjög hjart- iolgin og fjöldi þeirra verið á l'vers manns vörum. Hann and- aðist í Kaupmannahöfn 1845 og Var jarðsettur þar, en jarðuesk- °r leifar hans voru fluttar í l>jóðargrafreit íslendinga á Þingvöllum einni öld síðar. LEIKIR. Skósmiður. Eins mörg börn og vilja *etj- ast á gólfið i hring með dálitlu úiillibili. Eitt barnið situr ekki, heldur kemur með skó og fær emhverju barnanna hann, seg- þurfa að láta gera við hann °S fer svo út. öll börnin eru skósniiðir. Eftir augnablik kem- ur það barnið, sem út fór, aftur og spyr hvort búið sé að gera við skóinn: „Nei!“ segja börn- in öll í einu. „Eg verð að fá skóinn minn undir eins 1“ kallar eigandi skósins. „Finndu hann þá 1“ kalla öll börnin. Eigandi skósins leitar að honum, en börnin færa hann alltaf til þess næsta og það gengur svo klóklega, að eigandi getur ekki séð, liver hefur skó- inn. Ef liann einhvern tíma finnur ]>að út, hver er með skó- inn og kallar upp nafn hans, þá liefur hann unnið, og sá, sem skórinn fannst hjá, verður að leita næst. Þessi leilcur getur verið skemmtilegur, því að skórinn má aldrei vera kyrr hjá neinum sérstökum, heldur verður hann alltaf að fara frá einum til ann- ars öðru hvoru megin. 11111II11111kII1111111111 1111111111111111II1111111111111 Veiztu það? 1. Hvernig byggir lirafninn hreiður sitt? 2. Hvaða aldur manna er tal- inn jafngilda 20 ára aldri hesta ? 3. Hvenær var fyrsta Heklu- gosið, sem sögur fara af? 4. Hvaða dag vikunnar er borðað mest af fiski i heim- inum? 5. Til hvers eru allir þessir skurðir i Hollandi? 6. Hvort minnkar eða stækkar ljósopið í augum okkar, þegar við komum inn i dimmt lierbergi. 7. Á hverju sést aldur síldar- innar? 8. Hvað heitir liöfuðborg Rú- meníu? 9. í hvaða tilefni var þjóðhá- tiðin á Þingvöllum árið 1930? 10. Hvaða dagur er þjóðhátíð- ardagur Frakklands? Svör á blaðsíðu 92. Sendi skó með sím- anum. Einu sinni var franskur lier- maður i Afriku. Hann skrifaði föður sinum i Frakklandi og bað hann að senda sér nýja skó. Gamli maðurinn fór til skó- smiðsins og keypti sterka, nýja skó af lionum. Svo spurði hann mann, sem hann mætti, hvernig hann ætti að scnda skóna. „Það er hægt,“ svaraði mað- urinn: „Þér er langbezt að senda ]>á með símanum.“ „En það hlýtur að kosta hcil- mikið,“ sagði gamli maðurinn. „Nei, nei,“ svaraði hinn. „Þú þarft ekkert annað en fara ineð skóna út á land, ]>ar sem ekk- crt hindrar vírinn og liengja ]>á á hann.“ Ganili maðurinn gerði eins og lionum var ráðlagt. Flaltkari nokkur, sem var á ferðinni, sá þetta. I>egar gamli maðurinn var farinn, fór hann þangað sem nýju skórnir voru, tók þá og hengdi skóræflana sina þar í staðinn. Næsta dag fór gamli maður- inn til þess að vitja um skóna; hann var forvitinn að sjá, livort þeir hefðu farið. „Þetta er ]>ó merkilegt,“ sagði hann. „Nýju skórnir hafa farið með simanum og sonur minn liefur sent aftur gömlu skóna sina til þess að láta gera við þá!“ ☆ Sigga litla kom þjótandi inn til mömmu sinnar. „Hann Nonni braut höfuðið af brúðunni minni.“ „Nonni er ljótur strákur að gera það,“ sagði mamma henn- ar, „hvernig fór liann að því?“ „Ég barði henni í höfuðið á honum og þá brotnaði hún,“ sagði Sigga. immiiiiimiimiiiiHiiimmiiiiiiimiimiiiimmHiiiiiiiiiimiimiiiin Litlu þvottakonurnar. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiii 113

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.