Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1960, Blaðsíða 24

Æskan - 01.05.1960, Blaðsíða 24
ÆSKAN í dýra^arðinttin. I'egar við mamma vorum úti í Kaup- mannaliöfn, fórum við i Dýragarðinn. I>ar var nú margt skrýtið að sjá. Við sáum birai, ljón, tígrisdýr og apa. Mér þótti mjög gaman að horfa á apana. Ég vildi hc-lzt ekki fara þaðan. Þeir voru svo lið- ugir, að þeir fóru hara kollhnís í loftinu, og svo liöfðu þeir líka rólur til að leika sér í. Ég sá líka fjöldann allan af fuglategund- um. Páfagaukarnir voru ákaflega fallegir, enda voru margir menn að mynda og teikna þá. Eiturslöngurnar voru aftur á móti ekki eins fallegar, og ég var bara hálf hrædd við, að þær kæmu út úr búrunum. Og svo leðurhlökurnar, sem héngu á fótunum og steinsváfu. Við sáum lika margar fisktegundir, gull- fiska og marga fleiri, sem við þekktum ekki. Það voru líka kindur þarna. Þær eru allt öðruvísi en olikar kindur. Þær eru með svo löng horn og eins og þau séu snúin. Þarna voru liirtir, sem voru svo fal- Icgir. Svo var þarna skjaldbaka, sem var eins og steinn. Hún var þá húin að draga hausinn og fæturna inn í skelina. Og enn- fremur sá ég asna, giraffa, krókódíla, fila og margt fleira. Bergljót Rafnsdóttir. VERÐLAUNAÞRAUT ÆSKUNNAR Hver þekkír borgímar? Fyrstu verðlaun: Flugfar til Kaup- mannahafnar fram og aftur með Viscount-skrúfuþotu Flugfélags ís- land. • Ónnur og þriðju verðlaun: Flugferð- ir til Akureyrar og Vestmannaeyja. SJÖUNDI ÁFANGI. Nú heimsækja Helga og Jón nnnað stærsta land Evrópu að flatarmáli og liið finunta í röðhini að ihúatölu. Stærð þess er 550.000 ferkílómetrar að flatar- máli, og íbúar um 40 milljónir. Landið liggur hér um bil að liálfu leyti að sjó og að hálfu leyti að öðrum löndum. Að landslagi til skiptist landið i tvo nokk- urn veginn jafnstóra hluta, norður- og vesturlilutinn er láglendur, suður- og austurhlutinn hálendur. Iðnaður er mik- ill og mestu járnnámur Evrópu eru i landinu. Við heimsækjum höfuðborgina. íbúatalan er um 4 milljónir. Borgin cr miðstöð vísinda og lista, og þar er einn frægasti og elzti háskóli í hcimi. Ferða- nvannastraumur er meiri til borgariun- Mynd 10. - Hvað heitir þessi höfuðborg? ar en til nokkurrar annarrar liöfuðborg- ar, enda er þar margt að sjá. Um þessi glæsilegu verðlaunaboð geta allir lesendur ÆSKUNNAR undir 15 ára aldri keppt. Ekki verður tekið á móti neinum ráðningum fyrr en að loknu ferðalaginu. — Þjónn! Er þetta kálfasteik eða svína- steik, scm þér hafið gefið mér? — Finnið þér það ekki á bragðinu? — Nei! — Þá má yður standa á sama hvort er. ★ — Hvar er diskurinn þinn, Nonni? — Ég er að orna honurn, pabbi. 112

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.