Æskan - 01.05.1960, Blaðsíða 6
ÆSKAN
„Veitu nú ekki alltaf með lömbin x íanginu," sagði
mamma, þegar ég fór út. Ég hét öliu fögru.
Nú var sólskin og blíða.
Suður á fjárhúshólnum hoppuðu lömbin í smáhópum.
Litlu hrútarnir þóttust vera að stangast og vissu ekki,
hvernig þeir áttu að láta fyrir kæti.
Hvíta pelagimbrin kom skoppandi á móti mér. Ég sett-
ist hjá henni og strauk henni um mjúka kjammana. Hún
ætlaði að stíga upp í kjöltu mína, en það gat ég ekki
leyft henni, af því ég var í nýjum kjól. „Vertu góð og
farðu til mömmu þinnar. Henni leiðist kennske, að þú
eltir mig,“ sagði ég við hana og lagði hana undir vanga
minn.
Hvíta, hrokkna lambsskinnið var heitt af sól. Ilmur-
inn af því er sá bezti, sem ég hef nokkru sinni fundið.
Ég man alltaf eftir honum á hverju vori.
Sum lömbin voru orðin svo stór, að búið var að sleppa
þeim og mæðrunum upp f fjall.
Jón fór þó með síld og rúgdeig í fötu upp fyrir girð-
inguna á hverjum degi. Þá komu kindurnar til hans úr
öllum áttum til að fá bita.
Hann var einmitt að koma úr slíkri ferð þennan
morgun.
Skelfing var hann einkennilega klæddurl Rétt eins og
hann væri í pilsi.
„Hvað er að sjá þig,“ sagði ég, þegar hann nálgaðist.
Önnur buxnaskálmin hans var sundurflett frá vasa og
niður úr.
„Já, hún Kola smeygði fætinum í vasa minn og reif
■svo niðurúr," sagði Jón, en við gátum ekki annað en
hlegið að því, hvernig hann leit út.
Seinna um daginn kom ég labbandi ofan úr engi. Allt
hafði leikið í lyndi þennan dag. Kindurnar verið sér-
lega þægar, enda búið að sleppa þeim óþægustu.
Hvað var nú þarna?
Jarmandi kind, rétt við lækinn. Þá varð að taka til
fótanna.
Lítill, gulur hrútur hafði álpazt niður í lækinn, þar
sem hann var þrengstur. Aumingja hrússi var allur a
kafi, nema rétt blá hausinn og svo var þiöngt um hann,
að hann gat sig ekki hreyft. Ég fékk ákafan hjartslátt.
Var hann drukknaðui?
Skjálfandi kraup ég niður og stakk handleggjunum a
kaf í lækinn, undir lambið. Þannig gat ég lyft Jrví upp-
Hrússa var svo kalt, að hann gat ekki staðið.
Þá gleymdi ég alveg nýja kjólnum.
Ég hypjaði upp pilsið og vafði því utan um lambið,
sem ég þrýsti upp að mér.
„Þú verður að lofa mér að komast áfram, skepnan þín,“
sagði ég við kindina, sem þvældist jarmandi fyrir mér.
„Skilurðu ekki, elsku kindin, að ég er að reyna að bjarga
lambinu þínu?“
Svo tók ég til fótanna, eins hratt og ég gat og kindin
á eftir mér.
„Mamma, mamma,“ kallaði ég inn í eldhús. „Hérna
er lamb, sem er að deyja úr kulda. Það var í læknum.“
„Hvað er að heyra,“ sagði mamma. „Við skulum reyna
að ylja vesalingnum. Svona, þurrkaðu því fyrst með þess-
ari tusku, meðan ég sæki ullarflóka."
„Elsku hrússi minn“, tautaði ég og nuddaði lambið í
ákafa. Brátt kom mamrna með stóran ullarflóka, vafði
honum utan um lambið, opnaði bökunarofninn á stóru
kolaeldavélinni og lagði það þar inn.
„Sæktu hjartastyrkjandi dropa inn til hans pabba þíns,“
sagði hún.
Það var fljótgert. Pabbi kom líka til að sjá hvað á gengi
og hjálpaði mömmu að koma fáeinum dropurn upp í
lambið. Svo lagði mamma það aftur inn í ofninn.
Ég kraup á gólfinu og horfði á lambið. Skjálftakippif
fóru um það. Það lyfti liausnum svolítið, en skalf svo,
að hann hneig útaf aftur. Smátt og smátt minnkaði
skjálftinn og eftir góða stund jarmaði hrússi litli og
reyndi að brölta á fætur. Þá var honum borgið og liann
var látinn inn í hús til mömmu sinnar.
Sólin var sezt. Yfir dalnum lá fyrsta hula vorrökkursins.
Allt í einu datt mér í hug að vitja um litla lambið
hennar Krögu, litla lambið, sem alltaf liafði verið las-
burða frá fæðingu.
Kraga stóð við kassann sinn og át, þegar ég kom inn
í geymsluhúsið. Fyrst sá ég hvergi lambið.
Allt í einu heyrði ég lágt kvein. Lambið lá úti í horni
á krónni og teygði frá sér lappirnar. Ég lyfti því upp °S
settist á kassa með það í kjöltu minni.
„Elsku lambið. Áttu svona bágt?“ sagði ég og strauk
því um hausinn.
Það fékk kvalaköst og ýmist hnipraði sig saman eða
sparkaði fótunum. Ég hélt, að hugsanlegt væri, að því
skánaði, ef strokið væri um magann á því. Það gafst mór
svo vel, þegar mér var illt.
94