Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1960, Blaðsíða 8

Æskan - 01.05.1960, Blaðsíða 8
ÆSKAN ________________________________________________________________________________ ^•^♦^♦^*^*^*^*^*^*^*^*W**^*$**$**$**$**2**$**$**^*M**$**>*$**$**$**Í*«$**$**£*«$*«J**^««$"S«*J* Ý Á myndinni sjást börn flóttamanna í Túnis, en $ ? þar eru nú saman komnir um 200 þúsund flótta- -:• ;* menn, er njóta hjálpar frá Sameinuðu þjóðunum. % X ♦£« **+ ♦*♦ •£♦ ♦*♦ ♦£♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦■*•• ♦*♦ *%**{* ♦*■*♦*■♦ »V* «J* *** *♦* *t* *♦* *J* *♦* *v* *J* *4* *%* *4* *** *♦* **■* *♦* *í* *V* á sjávarströndinni. Allir voru vel vopnum búnir og biðu nú rólegir þess, er að höndum bæri. Það fór eins og þeir höfðu búizt við. Um dagmálabilið settu ræningjarnir út bát og sjö menn stigu niður í hann. Þeir héldu með mestu gætni áleiðis til lands og skimuðu til beggja handa. En þeir urðu einskis varir. Þegar minnst varði skutu þeir Ayrton og Pencroff, og tveir bátsmenn féllu dauðir niður. Hinir hertu á róðrinum, en þegar inn undir landið kom, fengu þeir aðra kveðju frá þeim Smith og Herbert. Aftur féllu tveir menn, en hinir flýðu undan og komust til skips. Fyrsta tilraunin hafði misheppnazt hjá komumönnum. En brátt sáust merki þess, að það átti ekki að láta þar við sitja. Tveir bátar voru settir út og 12 menn stigu niður í hvorn bát. Annar þeirra hélt því næst beina leið til hólmans, en hinn áleiðis til lands. Þeir Pencroff og Ayrton biðu rólegir, þangað til báturinn var kominn svo nærri, að þeir gátu skotið á bátsverja. Að því búnu 96 hlupu þeir yfir hólmann, tóku bát sinn og náðu heilu og höldnu til þeirra Smiths og Herberts, en ræningjarnir stigu á land í hólmanum og leituðu vandlega um hann allan, en vitanlega árangurslaust. Meðan þetta gerðist, var hinn báturinn kominn upp undir ósa Miskunnarár. En Jrað var aðfall og straumur nokkuð þungiu-, og barst báturinn með lionum, án þess að bátsmenn gætu aðgert. Spilett og Nab notuðu tækifærið og skutu, og á næsta augnabliki skall báturinn upp að klettunum og hvolfdi. Sex menn komust á land og flýðu undan upp í skóginn. Þegar félagar þeirra á hin- um bátnum sáu þetta, sneru þeir við og héldu aftur til skipsins. Spilett og Nab fóru þá einnig af sínum stöðvum og héldu til félaga sinna. En nú kom að því, er Cyrus Smith hafði óttazt mest af öllu: Skipið létti akkerum og hélt inn í flóann. Áður en langt leið kom fallbyssuskot, sem molaði stórgrýtið í kringum þá. „Til hellisins!“ hrópaði Smith og allir héldu tafarlaust af stað. Hellirinn sjálfur var óvinnandi, en það var hægt að svelta þá þar inni og auk þess var eyjan ofurseld ræn- ingjunum. Skipið hafði hagstæðan byr og nálgaðist óðum. Alltaf drundu fallbyssuskotin frá því annað kastið. En þeir fé- lagar gerðu sér von um að greinamar, sem þeir höfðu breitt fyrir hellismunnann, myndu forða því, að fylgsni þeirra yrði uppvíst. En ekki varð þeim að Jreirri von. Kúla kom og sópaði burtu greinunum og skall á veggn- um hinum megin. Þeim var þá ekki annar kostur en að flýja inn í innstu göng hellisins. En áður en þeir fengju tíma til að komast þangað, heyrðu þeir voðalegt brak. Allir þustu út að opinu og komu nógu snemma til að sjá ræningjaskipið lyftast upp, velta á hliðina og kastast aftur niður brotið. Þegar þeir höfðu gengið úr skugga um að þetta væri engin missýning, gengu þeir allir niður á ströndina. Af skipinu sást ekkert, ekki einu sinni siglutrén. En það var um það bil háflæði og efalaust myndi fjara út að skipinu, og gætu þeir þá gengið úr skugga um hvað skeð hefði. Púðursprenging gat það ekki hafa verið, þv^ að þá hefði skipið hlotið að springa í loft upp. Talsvert af braki flaut á sjónum, þar sem skipið hafði áður verið, þar á meðal rár og siglutré, en siglurnar virt- ust báðar hafa brotnað af og flutu upp með mörgum seglum. Einnig flaut þarna mikið af tunnum og kössum, sem verið höfðu á þilfari, þar á meðal rimlakassar með lifandi alifuglum. En úr skipsskrokknum sjálfum sást ekki nokkur spýta. Af því að bersýnilegt var, að hér var um margt að ræða, sem gat orðið þeim eyjarskeggjum að miklu gagnú þá fóru þeir Pencroff og Ayrton út í bátinn og ætluðu

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.