Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1960, Blaðsíða 12

Æskan - 01.05.1960, Blaðsíða 12
ÆSKAN „Þá er hún búin að niissa maka sinn,“ sagði ég og leit á Betty. Betty andvarp- aði og leit meðaumkunaraugum á meðvitundarlausa gæsina í kassanum. Undir kvöld- ið bærði gæsin á sér. Hún lyfti höfðinu og leit í kring um sig, í fyrstu rugluð, en síðan með skelfingu. Svo rak hún upp langdregið garg og lagði við hlustirnar á eftir. En ekkert svar kom. Þá skreið hún í ofboði upp úr kassanum og út um opn- ar dyrnar. En máttur hennar var ekki meiri en svo, að hún hneig niður rétt fyrir utan dyrnar. En liöfðinu hélt hún uppi og gargaði án afláts. Betty tók hana varlega upp. „Þú kemst ekkert núna, vesalingurinn," sagði hún. „Bíddu þangað til þú ert gróin sára þinna.“ En gæsin brauzt um og reyndi að losa sig, unz hana þvarr mátt að nýju, og Betty lagði hana aftur í kassann. Skál með höfrum og mjólk hafði verið sett fyrir hana, en hún fékkst ekki til að éta. Skömmu seinna fór ég í gönguför og þegar ég kom aftur tveim tímum síðar, tók Betty brosandi á móti mér með tóma skálina. „Sjáðu, hún er búin úr henni!“ sagði hún. Við litum á gæsina og eftir stundarþögn sagði Betty: „Andlit hennar minnir mig á stúlku, sem ég þekkti í skóla og kölluð var Jinty." Ég hló og sagði: „Við skulum þá kalla hana Jinty.“ Jinty át nokkrum sinnum um kvöldið og henni ■óx óðfluga Jiróttur. Morguninn eftir settum við hana út í sólina. Hún tók undir ■eins að haltra í norðurátt, eins og hún ætlaði að hefja ferð sína að nýju, en eymsl- in í fótunum stöðvuðu hana og hún lagðist niður í grasið og kúrði þar allan dag- inn. Oðru hverju rak hún þó upp skerandi garg og hlustaði eftir svari um leið og hún skimaði í allar áttir. Næsta dag hélt hún uppteknum hætti, þangað til við bárum hana inn um kvöldið. A þriðja degi varð æ lengra á milli kallanna, unz hún að lokum hætti alvcg að garga. Og þótt hún héldi áfram að skima um loftið, heyrðum við liana ekki garga upp frá því. Smám saman færðist sljóleiki og deyfð yfir hana og hún hætti aftur að éta. Að morgni fimmta dags var augljóst að Jinty var búin að missa alla lífslöngun og að hún mundi eiga skammt eftir ólifað. Sorgin grúfði yfir íbúðarvagninum okkar. Við sátum þögul við morgunverðarborðið og gæs- in lá hreyfingarlaus í kassanum, eins og hún hafði legið undanfarinn sólarhring. Allt í einu teygði hún upp höfuðið eins langt og hún gat og augun tindruðu af eftirvæntingu. Hún virtist hætta að anda og við skildum, að hún var að hlusta. Úti fyrir heyrðum við ekkert nema gargið í máfunum. En gæsin hélt áfram að hlusta og skyndilega rak hún upp hvellt garg, hljóp upp úr kassanum og út um hálfopnar dyrnar. Andartak stóð hún kyrr í grasinu, svo gargaði hún aftur og haltraði lengra burtu. Á sömu stundu heyrðum við fjarlægt gæsagarg. Við litum upp og langt í norðri greindum við depil, sem óðum stækkaði og færðist nær. Ég fann, að Betty kreisti handlegg minn og heyrði titrandi andardrátt hennar. Og svo hrópaði hún æst: „Það er gassinn! Gassinn hennar Jinty! Hann er kominn aftur!“ 5íðan leit liún á Jinty og sagði lágt og röddin skalf af tilfinningu: „Jinty — ó, Jintyl" Ég vissi líka, að þetta var gassinn, þótt ég gæti tæpast trúað því. — Enginn efi var á því, að hann hafði farið norður til varpstöðvanna, og samkvæmt þeim siðum, sem rikja í gæsaheimi, hefði hann átt að vera kyrr og ná sér í nýjan maka, eða vera einn, ef ekki var nein gæs á lausum kili. Eitthvað hafði gerzt hér, sem var mér hulið. Svo virtist, sem gassinn hefði snúið við aftur til að leita hennar, þegar hann fann hana ekki á varpstöðvunum. Það var meiri trúmennska en ég hafði áður kynnzt hjá fuglum. Hvar gassinn hafði verið, gat ég aðeins getið mér til, en hann hafði flogið í norðvestur þegar hann fór, beint í átt til íslands, og hann kom úr sömu átt. Hafi hann farið þangað, hefur hann flogið nærri 2600 km á þessum fáu dögum. Framhald. =T} l <~L{ráUt í ncsáta blaói Ritgerðasamkeppni Æskunn- ar og Félags Sameinuðu Þjóð- anna lault 1. júní s. 1. Unnið er nú að því að dæma ritgerð- irnar, og verða úrslit birt i næsta blaði. ☆ Lét ekki blekkjast. Norskur prófessor einn, sero hafði mjög gaman af því að ferðast fótgangandi úti uro sveitir á sumrin, kærði sig ltoll- óttan um það, þótt hann væri ekki alltaf sem bezt til fara. Einu sinni kom hann á sveita- bæ og bað um mat. Hann fékk ágætar veitingar, en þegar hann ætlaði að fara að borga, vildi liúsmóðirin eklti setja UPP nieira en eina krónu. •— Það er allt of lítið, sagði prófessorinn. — O-nei, við tökum aldrei meira af svona fólki, sagði hús- móðirin. — En ég er prófessor við há- skólann í Osló, sagði prófessor- inn. Húsmóðirin horfði á hann stundarkora og sagði svo með samúðarbrosj: — Jæja, karlinn! Fyrir nokkr- um dögum kom líka maður, sero sagðist vera Napoleon mikli og við trúðum honum ekki heldur. Margar góðar og skemmtileg- ar minningar á ég frá þvi að ég var á bakinu á Rauð og reið honum þangað, sem mig lang- •aði til að fara. Nú er Rauður fallinn og mun ég alltaf minnast hans með þakklæti fyrir samveruárin. En í staðinn fyrir hann er komin Bautz dráttarvél, sem var keypt mörgum sinnum dýrar* en Rauður, þessi tryggi og góði hestur. En alltaf finnst mér skemmtilegra að heyra hófadyn og linegg en vélarskelli, skrölt •g bávaða í dráttarvélinni. Með þessum fáu línum vil ég þakka góðum vini mínum fyrir langa og dyggilega þjónustu í mörg ár. En skilið ætti hann þó að fá veglegri eftirmæli. Guðríður, II ára, I’abbi tók líka þátt í leiknum. 100

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.