Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1962, Blaðsíða 4

Æskan - 01.10.1962, Blaðsíða 4
ÆSKAN Dýravinu r. Safnar högg- ormum. Stcfán Blanchard heitir 16 ára drengur, sem býr í Peoria í Bandaríkjunum. Aðaiáhugamál hans er að safna höggormum. Stefán er mikiil dýravinur, enda er hann ákveðinn í að verða einhvern tíma forstöðu- maður fyrir dýragarði. Stefán segist hafa meiri áhuga á að safna höggormum en öðrum dýrum vegna þess, að þeir eru svo auðveldir í með- ferð. Bezt er að veiða þá a vor- in, og það var einmitt síðast- liðið vor, sem honum tókst að veiða fimm höggorma til við- bótar í safnið sitt, og eru þeir nú orðnir tólf talsins. Með rannsóknum sínum hef- ur Stefán komizt að ýmsu merkilegu í fari höggorma, sem ekki er á allra vitorði. Um þetta segir hann meðal annars: Höggormar eru mesta þarfa- l)ing fyrir bændur. Þeir veiða ósköpin öll af nagdýrum og öðrum sníkjudýrum á hverju sumri. Höggormar eru ekki slímugir viðkomu eins og margir álita. Skinn ])eirra er ])urrt og mjúkt eins og leður. Þeir eru venju- lega kaldir viðltomu, og er blóð- iiiti þeirra svipaður andrúms- loftinu. Þeir kunna iika bezt við sig i tempruðu loftslagi, og ])cgar hitinn er mestur á sumr- in, sofa þeir allan daginn, cn fara á kreik á nóttunni. Það er aBtaf nóg um högg- orma, þar sem þeir á annað borð lifa; jafnvel þar sem þétt- býlt er. Stundum er þá jafnvel að finna inni í borgunum. Stefán veiðir aldrei eitur- nöðrur í safn sitt, enda þekkir hann muninn á þeim og öðrum höggormum mæta vel. Eitur- nöðrur eru stórhættulegar, og svo er hægt að læra alveg eins mikið af hinum, sem meinlaus- ari eru, enda eru þær tegundir miklu fleiri. En það eru fleiri dýr í dýra- garði Stefáns en höggormar. Hann á fjórar sjóskjaldbökur, þrjú kamelljón og auk þess hamstur og kanínu. Öll dýrin eru út af fyrir sig í búrum og fá beztu aðhlynningu. Stefán hefur í mörg ár verið eini dýralæknirinn í nágrenn- inu. Börn iivaðanæva úr hverf- inu koma tii hans með særð dýr, sem þau biðja hann að lækna. Og þegar risahöggorm- urinn reif á sér skinnið, saum- aði liann sárið vandiega saman. Hann hjúkrar höggormum sín- um, ef þeir fá kvef eða aðra kvilla, og ef einhver þeirra deyr, rannsakar liann ítarlega dánarorsökina, til þess að fyrir- JiygSja að sagan endurtaki sig. Það er vandasamt verk að gefa Heilræði og sann- leikur. Það sem þér viljið að menn- irnir geri yður, það skuluð þéi' og þeim gera. Heiðra skaltu föður þinn og móður, svo að þér vegni vel og þú verður langlífur i landinu. Það sem maðurinn sáir, það mun hann og uppskera. Biblían. Þyrsta dúfan. Dúfa nokkur, sem var þjökuð af þorsta, sá merkispjald, sem á var málað gias fullt af vatni. Hún liélt, að svo væri í rmm og veru og flaug þangað svo hratt, að hún rak sig á og vængbrotnaði, datt til jarðar og var tekin af ])eiin, sem fram lijá gekk. Flas er ekki til fagnaðar. höggormum að éta. Þeir eru kjötætur og dálítið matvandii. eu ef hægt er að veiða mýs ofan í þá, er þeim borgið. að ráða til sín stúlku, sem vann þar. Sá yngsti átti að spyrja stúlkuna að því næsta dag við heyskapinn, því að hann þekkti hana bezt. En þeim yngsta hlýtur lengi að hafa litist vel á stúlkuna í leyni, því að þegar hann átti að spyrja hana, gerði hann það svo einkennilega, að stúlkan hélt, að hann væri að biðja sín og sagði já. Pilturinn varð óttasleginn, fór strax til bræðra sinna og sagði þeim hversu slysalega sér hefði tekizt. I>eir urðu allir fjórir alvarlegir og enginn þorði að segja fyrsta orðið. Sá næst- yngsti leit á þann yngsta og sá að honum þótti vænt um stúlkuna og þess vegna hafði hann orðið hrædd- ur. Um leið grunaði hann sitt eigið hlutskipti, að hann yrði að lifa ó- kvæntur, því að kvæntist sá yngsti, gat hann það ekki. Þetta var dálítið erfitt, því að honum leizt vel á vissa stúlku, en við því var ekkert að gera. Hann sagði fyrsta orðið, að þeir yrðu því aðeins öruggir, að stúlkan yrði húsmóðir á heimilinu. Hinir urðu strax ásáttir um þetta og bræðurnir fóru til að tala við móður sína. En þegar þeir komu heim var móðirin orðin alvarlega sjúk. Þeir urðu að bíða þar til hún yrði aftur heilbrigð. Henni batnaði ekki og þeir báru aft- ur saman ráð sín. í þetta skipti réði yngsti sonurinn því, að svo lengi sem móðir þeirra lægi, yrði engin breyting gerð á heim- ilinu, því að stúlkan átti ekki að ann- ast um fleiri en móðurina. Og þar við sat. í sextán ár lá móðirin. í sextán ár lijúkraði hin tilvonandi tengdadótt- ir henni þolinmóð og kyrrlát. í sex- tán ár komu synirnir á hverju kvöldi að rúmi móður sinnar, til sameigin- legrar bænastundar, og á sunnudög- um líka þeir tveir elztu. Hún bað þá oft á þessum hljóðu stundum, um að minnast hennar, sem hafði hjúkrað henni. Þeir skildu hvað hún átti við og lofuðu því. í sextán ár blessaði hún veikindi sín, því að þau höfðu kennt lienni að njóta móðurgleðinn- ar til hins síðasta. Elún þakkaði þeim í hvert skipti, þar til yfir lauk. Þegar hún var dáin mættu allir synirnir sex, til að bera hana sjálfir til graiarinnar. Hér var það siður, að konur fylgdu líka og í þetta skip£1 fylgdi öll sóknin, menn og konur, jafnvel börn. — Fyrst kom meðhjálp' arinn sem forsöngvari, svo hinir sex synir með kistuna og síðan öll sókn- in. Allir sungu, svo að það heyrðist fjórðung úr mílu. Þegar jarðarförinni var lokið og liinir sex bræður höfðu mokað mold- inni í gröfina fór líkfylgdin inn i kirkjuna aftur, því að um leið átti að fara fram hjónavígsla. Yngsti bróðir- inn átti að vígjast brúði sinni um leið. Þeir vildu hafa þetta svona brasð- urnir, þeim fannst þetta tvennt heyra saman. Hér talaði presturinn, sem var faðir minn sálugi um tryggð- Hann talaði þannig, að ég sem af til- viljun var viðstaddur fannst, þegar ég kom út aftur úr kirkjunm, ao ræðan, hrikaleg fjöllin og hafið rynnu saman í eitt. Guðfinna Guðbrandsdóttir þyddi- 196

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.