Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1962, Blaðsíða 11

Æskan - 01.10.1962, Blaðsíða 11
ÆSKAN iv«\uw\\mwwvuvwu\uuvw\\»uwv»wmvunw\vwuww Þessir óska eftir bréfavið- skiptum við pilta eða stúlk- ur á þeim aldri, sem tilfærð- ur er í svigum við nöfnin. STÚLKUR: Steinunn Guðriöur Helgadóttir (10—12), Hlégerði 12, Kópa- vogi; Maria Gunnarsdóttir (9—11), Hlégerði 10, lvópavogi; Ingibjörg Árný Einarsdóttir (14—16), Heliisgötu 28, Hafnar- l'irði; Þorbjörg Árnadóttir (8—9), Hólum, Hjaltadal, Skagafirði; Iíristin Gisladóttir (15;—16), Heiðarbraut 16, Akranesi; Jónina Valdimarsdóttir (15—16), Akurgerði, Akra- nesi; Gréta Ásgeirsdóttir (14—16), Grandavegi 21, Ytri-Njarðvik; Geirfriður Benedikts- dóttir (10—12), Vestri-Rein, Innri-Akraneshreppi, Borgarfjarðarsýslu; Elísabet Bene- diktsdóttir (12-13), Vestri-Reyn, Innri-Akraneshreppi, Borgarfjarðarsýslu; Þórlialla Snæ- þórsdóttir (15—16), Gilsárteigi, Eiðaþinghá; Guðriður Ólafsdóttir (12—13), Jörfa, Borgar- Christina Fonsdal (14 l'irði (eystra), Norður-Múlasýslu; -15), Fjörd Vestmanna, Guðrún Óladóttir (10-12) Spunafelli, Föroyar; Torhild Peter- Öræfum, Austur-Skaftafellssýslu. sen (13—14), Toftaböd Vestmanna, Föroyar; Sunneva Anthoniussen (13—14), Oyndar- fjorð Eysturoy, Föroyar; Jacobina Jaensen (13—14), Oyndarfjorð, Eysturoy, Föroyar; Jakup K. Mörköre (gat ekki um aldur), Varagöta 27, Torshavn, Föroyar; Elin Joensen (16—19), Tóftanes, Leirvik (Föroyar); Bina Olsen (14—15), Leirvik, Föroyar. Skotasögur. • „Það borgar sig að vera heiðarlegur," sagði Skoti einn við kunningja sinn. „Um daginn lokkaði ég til min kjölturakka og reyndi að selja liann fyrir citt sterlingspund, en enginn vildi kaupa hann. Svo lét ég eigandann fá liann aftur og hann lét mig hafa tvö sterl- ingspund i fundarlaun.“ • Skoti keypti flibba á upp- boði, sem var einu númeri of lítill. Hann fór strax að megra sig. • Skoti einn er að læra blindrastafrófið iil að geta lesið í myrkri. inn, og ég fór inn í húsagarðinn til að athuga, hvort póstvagninn væri þar. Barkis kom á eftir mér með koff- ortið mitt. Við komum strax auga á vagninn. Hann var spánýr og spegilíagur, en engir hestar voru spenntir fyrir hann. Þegar Barkis hafði látið koffortið hjá vagnstönginni, kvaddi hann mig, og ég varð einn eftir. Meðan ég stóð og svipaðist um í þessum ókunna húsa- garði, heyrði ég, að kallað var ofan úr glugga einum: „Heyrið þér þarna, litli maður,... eruð þér frá Blun- derstone?" Ég leit upp. Það var kona, sem ávarpaði mig. „Já, ég er þaðan, frú,“ anzaði ég. „Hvað heitið þér?“ „Copperfield." „Nei, það er ekki rétt! Það hefur ekki verið borgaður miðdegisverður fyrir neinn með því nafni.“ „En fyrir Murdstone?" spurði ég. „Það er annað mál. En af hverju nefnið þér þá liitt nafnið?" Ég varð nú að skýra konunni frá, hvernig í öllu lá. Þegar hún hafði heyrt það, hringdi hún á þjón og skip- aði honum að fylgja mér upp í borðstofuna. Ég var dauðfeiminn, þegar ég var settur við dúkað borð og þjónninn fór að lyfta lokunum af íötunum. Ég átti reglulega örðugt með að borða rifjasteik og grænmeti með svona mikilli viðhöfn. „Hér er öl handa yður... Viljið þér iá það strax?" spurði þjónninn. „Já, þakk fyrir ... Það er ágætt.“ Hann hellti í glasið og hélt því svo upp í birtuna. „Þetta er drjúgur sopi,... ha?“ Ég brosti, því að það gladdi mig mjög, að hann skyldi vera svona hæverskur við mig. „Já, þetta er drjúgur sopi? ... Hér var maður í gær. Hann tæmdi svona stórt glas, og fimm mínútum seinna hné hann niður og dó samstundis!" Ég varð dauðskelkaður, er ég heyrði þetta, og bað um glas af vatni. Þjónninn kom með það, en þegar hann sá, að ölið var þarna enn, sagði hann: „Veitingakonan er nú þannig gerð, að hún vill ekki, að gestirnir leifi neinu, svo það er bezt ég drekki þetta fyrir yður.“ Að svo mæltu tæmdi liann glasið í einum teyg. Ég starði hálfsmeykur á hann og bjóst þá og þegar við því, að liann hnigi niður. „Þetta er ekki tekið út með sældinni,“ sagði liann, „en rifjasteik er eitt af því, sem bezt dregur úr skaðsemi öls- ins ... Má ég fá einn bita?“ Ég kinkaði kolli til samþykkis, og í sama vetfangi greip hann með annarri hendi bita af rifjasteikinni og kart- öflu með hinni og fór að háma þetta í sig. Og þegar hann var búinn með það, tók hann hvern bitann af öðr- um, þangað til hann var búinn af fatinu. Að þessu loknu kom hann með búðinginn. Og meðan hann var að skammta mér af honum, stóð liann og starði á mig. 203

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.