Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1962, Blaðsíða 20

Æskan - 01.10.1962, Blaðsíða 20
ÆSKAN an stein og velti honum út á götuna, og lagði hann ofan á böggulinn í laut- inni sem hannn hafði grafið. Að því búnu fór hann heim til sín aftur. Næsta morgun kom bóndi nokkur akandi á kerru eftir veginum. Þegar hann sá steininn tautaði hann skammir fyrir munni sér urn þá, sem farið höfðu eftir veginum á undan honum fyrir það að þeir skyldu ekki hafa velt steininum í burt. ,,Svona er fólkið latt og hugsunarlaust," sagði hann. „Það er óttalegt. Þarna er þessi stóri steinn í miðri götunni. Hann er víst búinn að vera þar nógu lengi til þess að einhver hefði átt að taka eftir honum og velta honurn burt. En það er svo sem ekki hætt við því! Þessi bannsetta leti í öllum! Og þó er þetta ekki nema augnabliks verk.“ Um leið og hann sagði þetta við sjálfan sig, vék hann hestinum út af veg- inum og ók í kring um steininn, en datt ekki í hug að hafa fyrir því að velta honum úr götunrii sjálfur. Hann ætlaðist til þess að einhver annar gerði það. Skömmu seinna kom hermaður eftir veginum; hann gekk hratt, horfði hátt og söng glaðlega. Þegar hann kom að steininum, horfði hann of hátt til þess að hann tæki eftir honum, og vissi ekki fyrr en hann féll um hann kylliflatur. Hann stóð upp; fjasaði heilmikið um letina í fólkinu, að það skyldi ekki hafa velt burt steininum, svo maður væri ekki að detta um hann. Honum fannst það bera vott um dæmalaust hirðuleysi. En svo hélt hann sjálfur áfram og lét steininn liggja kyrran. Skömmu síðar komu nokkrir kaupmenn eftir veginum. Þeir voru með lest af ösnum og hestum klyfjaða vörum: „Þetta er ljómandi fallegt land,“ sögðu þeir hver við annan: „En það er skrítið, að þessi steinn skuli vera þarna. Það væri gaman að vita, hversu lengi hann hefur verið látinn liggja í miðri götunni. Dæmalausir slóðar hljóta þeir að hafa verið, sem hér hafa ferðast um, að þeir skuli ekki hafa nennt að velta steininum í burt.“ En svo héldu þeir allir áfram og engum þeirra datt í hug að taka stein- inn. Þeim fannst það vera skylda einhvers annars. Svona gekk það dag eftir dag og viku eftir viku. Allir skömmuðu alla aðra fyrir það að velta ekki steininum úr götunni; en þeim kom ekki til hugar að gera það sjálfir. Þegar þrjár vikur voru liðnar, sendi konungurinn út boð til alls fólksins að koma saman og mæta þar sem steinninn var: „Vinir mínir og kæru þegnar!“ sagði hann, þegar fólkið var komið saman. „Það var ég, sem lét steininn þarna. í heilar þrjár vikur liefur hver einasti maður, sem farið hefur um veginn, ámælt öðrum fyrir að láta stein- inn liggja kyrran, en enginn hefur verið svo framtakssamur eða nógu vilj- ugur til að færa hann sjálfur.“ Svo laut konungurinn niður að steininum, lyfti honum og sýndi fólkinu lautina undir honum, þar sem hann hafði lagt böggUlinn: Það var dálítill leðurpoki. Spjald var fest við pokann og þessi orð rituð á það: „Handa þeim, sem lyftir steininum og kastar honum burt.“ Svo leysti konungurinn frá leðurpokanum og hellti úr honum stórri hrúgu af skærum gullpeningum. GÁTUR. Svör: 1. Hugurinn. CX/rÁD HEILABROT. Lausn: 12769-113 2. Gull. 3. Sinn líka. ðVUK: „g 96721-311. Sú saga er til, sem segir frá því, aíS eitt sinn hafi ein smá- ey nálægt Taliiti verið svo þéttsctin af köttum, að allm tilraunir til að nema þar land iiafi farið út um þúfur. Þegar skip nokkurt strandaði á blindskerjum nálægt eynni gerðu rottur innrás á eyna. Ar- ið 1862 voru settir þar i land 500 kettir. Þeim fjölgaði gífur' lega og urðu sífellt grimrnai'1 og grimmari, og árið 1881 gei'ðu nokkrir menn tilraun til a8 nema land þar en urðu að flyJa þaðan undan ofriki kattanna. SKRÝTLUR — Hvað það er mikil lieppnó að systkinin skuli bara vera þrjú. — Nú, livers vegna það? -— Vegna þess, að það stend- ur i námsbókinni minni, a fjórða hvert barn, sem f*ðis sé Kínverji. * — Hér eftir mun ég einungís horða grænmeti. — Er það samkvæmt læknis- ráði? — Ó nei, en bakarinn, f>s 1 salinn og kjötkaupmaðurinn eru allir liættir að lána mer. 212

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.