Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1962, Blaðsíða 8

Æskan - 01.10.1962, Blaðsíða 8
um þetta núna, finnst mér, að þessir fimm dagar Irafi verið eins og heilt ár. Að kvöldi fimmta dagsins heyrði ég, að nafn mitt var nefnt fyrir utan dyrnar. Ég flýtti mér upp úr rúminu og æddi fram að dyrunum með útbreiddan faðminn. „Ert það þú, Peggotty?" Mér var ekki anzað, en aftur heyrði ég nafn mitt nefnt. Ég fálmaði eftir skráargatinu, þangað til ég fann það, síðan þrýsti ég vörunum að því og hvíslaði: „Ert það þú, elsku Peggotty mín?“ „Já, það er ég, elsku bezti Davíð minn, en hafðu nú hægt um þig eins og mús, því, annars heyrir kötturinn til okkar.“ „Hvernig líður henni mömmu? Er hún mjög reið við mig?“ „Nei, ekki mjög,“ anzaði Peggotty grátandi. „Hvað á að gera við mig, Peggotty?" „Skóli.. . rétt hjá London!“ „Hvenær, Peggotty?“ „Á morgun!" „Fæ ég ekki að sjá hana mömmu?“ „Jú, á morgun, áður en þú ferð.“ Og síðan fór Peggotty að hvísla ýmsu að mér gegnum skráargatið, og aldrei mun ég gleyma alúðinni og kær- leikanum, sem lýstu sér í sundurlausu setningunum, sem hún sagði. . „Davíð minn góður. Það er ekki af því, að mér þyki minna vænt um þig upp á síðkastið, . . . að ég hef ekki 200 ÆSKAN er stærsta og ódýrasta barnablaSið. Flytur fjölbreytt efni við liæfi barna og miglinga, svo sem skemmtilegar framhalds- sögur, smásögur, fræðandi greinar og margs konar bætti og þrjar myndasögur sem eru: Ævintýri Litla og Stóra, Kalli og Palli og Bjössi bolla. Síðasti árgangur var 244 síður og þar birtust yfir 500 myndir. Allir þeir, sem gerast nýir kaupendur að Æskunni, og borga yfirstandandi árgang, 55 krónur, fá í kaupbæti HAPPA- SEÐIL ÆSKUNNAR, en vinningar hans verða 12. — Þeir eru: 1. Flugferð á leiðum Flugfélags íslands liér innanlands. 2. Tíu af útgáfubókum Æskunnar, eftir eigin vali. 3. Innskotsborð. 4. Tiu af útgáfubókum Æskunnar, eftir eigin vali. 5. Pennasett, góð teg- und. 6. Ævintýrið um Albert Schweitzer. 7. Aflraunakerfi Atlas. 8. Eins árs áskrift að Æskunni. 9. Fimm af útgáfubókum Æskunn- ar, eftir eigin vali. 10. Ævintýrið uin Edison. 11. Fimm af útgáfu- bókum Æskunnar, eftir eigin vali. 12. Eins árs áskrift að Æskunni. Ekkert barnaheimili getur verið án ÆSKUNNAR Ég undirrit......... óska að gerast áskrifandi að Æskunni og sendi hér með áskriftargjaldið, kr. 55.00. Nafn: ............................................................ Heimili: ......................................................... Póststöð: ........................................................ verið eins vingjarnleg við þig, .. . en það er sjálfs þm vegna . .. og vegna hennar móður þinnat ! Heyrirðu, hvað ég er að segja, Davíð minn? Heyrirðu til mín?“ „Já, Peggotty,... já,“ kjökraði ég. „Elsku drengurinn minn, ... bezti drengurinn. ... Þu mátt ekki gleyma mér. Ég mun aldrei gleyma þér, og ég skal víst vera hjá henni móður þinni ... alltaf, .. • °S þú verður að skrifa mér, ... og ég ætla að skrifa þér. • ■ „Þakka þér íyrir, elsku Peggotty. ... Já, skrifaðu nu oft og segðu mér, hvernig henni mömmu líður og hon- um Ham, bróður þínum, og henni Millu litlu, . . t ölluffl saman!“ Peggotty lofaði því, og svo kysstum við bæði skráar- gatið með mikilli blíðu. Aumingja blessunin hún Peggotty! Að móður minni einni undanskilinni þótti mér ekki eins vænt um nokkra manneskju og hana. Morguninn eftir kom ungfrú Murdstone upp til min með eitthvað af fötum. Hún skipaði mér að fara í þaU og sagði, að ég ætti að fara í skóla, sem væri nálægt London. Þegar ég var klæddur, fór hún með mig niður í dag- stofuna, þar sem ég átti að fá morgunverð. Það var enginn maður í stofunni nema móðir mín, og undir eins og ég sá hana, hljóp ég til hennar, fleygði mer í fangið á henni og grátbændi hana um að fyrirgefa ffléi- „Æ, Davíð. Hvernig gaz.tu fengið af þér að vera svona vonur við mann, sem ég elska! . . . Ég er fús til að fyrir'

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.