Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1962, Blaðsíða 9

Æskan - 01.10.1962, Blaðsíða 9
- ÆSKAN gefa þér, Davíð, en það hryggir mig reglulega mikið, að það skuli vera til svona illt í þér! .. . Láttu mig nú sjá, að þú bætir ráð þitt og verðir góður drengurl“ Þau höfðu þá komið henni til að trúa því, að ég væri slæmur drengur! Það særði mig djúpt að hugsa til þess. Ég reyndi að borða, en gat það ekki fyrir grátekka. Skömmu síðar heyrðum við, að vagninn var að koma, og ungfrú Murdstone skipaði að iáta bera koffortið mitt út. Ég svipaðist um eftir Peggotty, en það var ekki hún, sem kom með koffortið. Murdstone sást ekki heldur. „Vertu sæll, Davíð minn,“ sagði móðir mín og tók í höndina á mér. „Þú veizt, að þetta er þér fyrir beztu, væni minn!... Svo færðu að koma lieim í fríinu." ... „Klara!“ sagði ungfrú Murdstone og leit fast á móður mína. „Já, nú segi ég ekki meira, góða Jane!... Vertu sæll, elsku bezti drengurinn minn! . . . Guð blessi þig alltaf!“ Síðan teymdi ungfrú Murdstone mig út að vagninum, og um leið og liún kvaddi mig, sagði hún reiðilega, að hún vonaðist til, að ég bætti ráð rnitt, áður en það yrði um seinan. FIMMTI KAFLI. Eg er sendur að heiman. Þetta var vagnstjórinn, sem hafði ekið okkur Peg- gotty til Yarmouth, og klárinn hans var líka sá sami. Við ókum fjarska hægt eftir veginum heiman að frá mér. I fyrra skiptið, sem ég fór að heiman, hafði ég aftur og aftur snúið mér við til að kveðja móður mína, en í þetta sinn leit ég alls ekki um öxl. Ég sat með vasaklútinn fyrir andlitinu og grét beisklega. Þegar við höfðum ekið spottakorn, nam klárinn skyndi- lega staðar. Ég tók klútinn frá augunum og sá nú, hvar Peggotty kom út úr limgerði, sem var við vegarbrúnina. Hún klifraði upp í vagninn, tók mig í faðm sér og þrýsti mér að brjósti sér, svo að hnapparnir af treyjunni hrundu niður á pinklana og kassana, sem voru í vagninum. Hún mælti ekki orð frá vörurn, en fór með höndina niður í stóra vasann sinn, tók upp nokkra pappírspoka með kökum og brjóstsykri í og sömuleiðis peningabuddu. Öllu þessu tróð hún niður í vasa mína, og eftir að hún hafði faðmað mig einu sinni enn, klifraði hún niður úr vagninum og lrvarf inn í limgerðið. Ég hirti einn af treyjuhnöppunum hennar og geymdi hann til minning- ar um haná. Ökumaðurinn leit á mig eins og til að spyrja, hvort hún kæmi aftur. Ég hristi höfuðið, og síðan ókum við af stað. Ég hresstist svo mikið við, að Peggotty kvaddi mig, að ég steingleymdi að gráta. HVAO SEGJfl ÞEIR? Margrrét Jónsdóttir, rithöf- undur, skrifar: „Æskan er nú fjölbreyttasta, ' víðJesnasta og stærsta barna- og unglinga- blað landsins. Engin ellimörk sjást á lienni, og nafnið sitt fallega ber hún enn með sóma. Eg vona og óska, að hún eigi langa og bjarta framtíð fyrir böndum og haldi áfram að flytja gott og Jiollt lestrarefni við hæfi barna og unglinga og vari við hinu illa, vari við l)öl- valdinum mikla, áfenginu, og ofnautn þess, sem ])ví miður er enn sem fyrr einn versti óvin- ur mannkynsins." Lesendurnir skrifa. B. V. H., Reykjavík, skrifar: Kæra Æska ! Þakka J)ér fj'rir allar sögurnar og allt ])að sem l)ú hefur flutt. Það er svo margt að velja úr. En mér finnst getraunirnar ávallt skemmtilegastar. Þú ert alltaf veJkomin til mín. Ég byrjaði að kaupa þig þegar ég var tíu ára gamall, og ég mun kaup- þig svo lengi sem ég Jifi. Méi finnst þú lioma of sjaldan út. Þú ættir að lioma á þriggja vikna fresti, það finnst mér. Það myndi enginn sjá eftir þeim krónum, sem ])ættust við árgjaldið. S. R., Neskaupstað, skrifar: Kæra Æslia! Iig ])alilia þér kærlega fyrir allar skemmti- legu sögurnar, skrýtlurnar og gáturnar og sérstalilega fyrir þáttinn islenzk frímerki. Ég safna frímerkjum en er bara byrjandi. S. B., Akureyri, skrifar: Kæra Æska! Ég þalika þér íillt góða efnið, sem er i blað- inu, sérstaklega fyrir allar þinar góðu þrautir, sem ég uni mér oft við að ráða. Ég vil biðja þig að birta svolítið meira um íþróttir. S. E., Ólafsfirði, skrifar: Mér finnst Æskan bezta barnablaðið á íslandi. T Allar upp pantaðar. Einu sinni voru tveir bræð- ur, scm komu til frænku sinn- ar, sem var nýbúin að eignast litla stúlku. „Hvar fékkst ])ú svona litla, sæta telpu?“ spurðu þeir. „f apótekinu,“ svaraði frænk- an. Drengirnir fóru heim til mömmu sinnar og báðu hana •að kaupa litla systur handa þeim. „Ég má bara ekki vera að þvi núna,“ sagði móðir þeirra. Þá fóru þeir niður í apótek og spurðu hvort ckki fengist keypt lítil systir. „Þær eru því miður allar upp "?ntaðar,“ sagði afgreiðslu- ’:lkan. Sendandi: Anna M. Þ. Dísa og Kolli. Dísa segir mjá, mjá, má liún nú fá rjóma. Gott væri þó fyrst að fá fisk í magann tóma. Kolla líkar kjötið bezt, kettlingnum þeim svarta. Við bollu eina hefur hann sezt, i hana er að narta. G. B. 1% Sörli. A Sörla minum sit ég nú, svo er allt i lagi. Ennþá skeiða ætlar þú inn á næstu bæi. G. B. 201

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.