Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1962, Blaðsíða 17

Æskan - 01.10.1962, Blaðsíða 17
Ár í heimavistarskóla. ★ Páll og Nancy hafa fund- ið lítinn, veikan dreng. Læknirinn er kominn að vitja hans. Skarlatssótt! Páll og Nancy horfðu skelkuð livort á annað. Þau vissu, hve smitandi hún var og þau höfðu bæði lyft og hjálpað veika drengn- um, þegar þau gáfu honum að drekka. „Hvað er að tarnal" sagði Brown læknir, er hann sá krakkana og bar kennsl á þau. „Eruð þið hérna? Þá get ég sagt ykkur strax, að Eiríki er batnað, og hann getur gengið næst- um því eins vel og þið. Hann fær að fara heim á morgun.“ Eiríki batnað! Börnin litu hvort á annað. Þetta var einmitt ein af ósk- unum, sem þau höfðu borið fram við Óskasteininn. „Jæja, ætli það sé ekki bezt að rannsaka Jim,“ hélt læknirinn áfram og beygði sig yfir hann. „Þetta virð- ist vera skarlatssótt, en það gæti líka verið eitthvað annað. Ég vona, að þið hafið ekki smitazt, en þið megið ekki vera í skólanum fyrst um sinn, þá smitið þið bara öll hin.“ í SÓTTKVÍ. Páll og Nancy störðu klumsa hvort á annað. Hvað var þetta, máttu þau ekki fara heim í skólann? Brown læknir bað þau nú bíða, meðan hann athugaði Jim litla nán- ar, og börnin gengu út fyrir og spjöll- uðu saman. Eftir um Jiað bil hálftíma kom konan út til þeirra. Hún var glaðleg á svip og sagði, að læknirinn áliti Jim ekki mjög veikan. Hann hefði lyf með sér og hún ætlaði sjálf að hjúkra honum, því að þau bjuggu svo afsíðis, að engin hætta var á, að aðrir gætu smitazt. „En hvernig stóð á því, að júð komuð liingað?“ spurði hún síðan, og þá sögðu Jiau henni frá Chow og Óskasteininum. „Lítill hundur?" sagði hún og leit á þau með athygli. „Það skyldi þó ekki vera sá, sem ég sá hjá tataran- um á leið minni til læknisins?“ Hún lýsti nú hundinum nánar og Nancy hrópaði: „Ég er viss um, að það er Chow. Hvað eigum við nú að gera?“ „Við segjum Brown lækni þetta,“ sagði Páll og það gerðu þau. —----------------------- ÆSKAN Hann tók börnin með sér í bíln- um sínum, þegar hann fór, og á leið- inni stönzuðu Jjau við lögreglustöð- ina og sögðu frá því, sem þau liöfðu heyrt um litla hundinn. Síðan óku þau heim í Veðraskjól. Þar var því svo hagað, að þau f'engu sitt herbergið hvort, einangruð frá öllum hinurn. Þar áttu þau að sofa og borða, án þess að komast í snert- ingu við hina nemendurna, þar til læknirinn hafði komizt að raun um, hvort þau höfðu smitazt eða ekki. Til allrar hamingju máttu þau tala við félaga sína, ef þau aðeins gættu Jjess að koma ekki nærri þeim, og næsta morgun sagði Tommi Jjeim frá Jjví, að Chow væri fundinn. „Lögreglan fann hann hjá þessum andstyggilega tatara, Malengró heitir hann víst, og nú er hann kominn aft- 209

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.