Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1962, Blaðsíða 7

Æskan - 01.10.1962, Blaðsíða 7
ÆSKAN í bænarrómi. „Ég hef keppzt við að Iæra lexíurnar mínar, en ég get ekki munað þær, þegar þér og ungfrú Murd- stone eruð viðstödd!" „Nú, svo það geturðu ekki, Davíð. Við skulum nú sjá, hvort þú getur það ekki.“ Hann hélt höfðinu á mér eins og það væri í skrúf- stykki, en ég bylti mér við, svo að hann varð að bíða andartak. Ég bað liann aftur að berja mig ekki, en hann vildi ekki hlusta á mig og reiddi nú spanskreyrinn af öllu afli. í því að liöggið dundi á mér, náði ég með tönnunum í þá hönd hans, sem hann hélt mér með, og af sársauka og örvinglun beit ég hann. Mér rennur enn kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar ég hugsa til þess. En nú flengdi hann mig eins og hann ætlaði að ganga af mér dauðum. Ég æpti og hljóðaði og streittist á móti af öllum mætti, en allt kom fyrir ekki. Hann hélt áfram að strýkja mig, og loks íleygði hann mér á gólfið, gekk út úr herberginu og læsti dyrunum á eftir sér. Stundarkorn lá ég á gólfinu og bylti mér gagntekinn heift, en loks færðist yfir mig ró, og ég lá grafkyrr og lilustaði eftir, hvort nokkur væri við dyrnar. En allt var kyrrt og hljótt — svo liljótt, að ég hefði aldrei trúað því, að þvílík þögn gæti ríkt á nokkru heimili. Ég stóð upp og leit í spegilinn. Ég var rauður og þrútinn í framan, og ég var nærri þvi hræddur við sjálf- an mig. Undir eins og ég hreyfði mig, fann ég til mikils sársauka í öllum kroppnum og mig logverkjaði í höfuðið. En allt þetta var þó hreinasti hégómi hjá því hræðilega samvizkubiti, sem ég fann til út af því, að ég hafði bitið Murdstone í höndina. Mér fannst ég vera mesti glæpamaður veraldarinnar. Þegar farið var að skyggja, opnuðust dyrnar á lierberg- inu mínu, og ungfrú Murdstone kom inn með brauð, kjöt og mjólk. Hún mælti ekki orð frá vörurn, en leit á mig hvössu og hörkulegu . augnaráði, fór að því búnu út og læsti dyrunum á eftir sér. Eftir að dimmt var orðið, sat ég lengi og beið þess, að einhver annar kæmi til mín. En enginn kom. Ég var þarna einn og yfirgefinn. Hvað skyldu þau annars ætla að gera af mér? Skyldu þau ætla að láta mig í fangelsi? Ef til vill hafði ég drýgt svo mikinn glæp, að þau gátu látið hengja mig? Loksins varð ég þó þreyttur og úrvinda af að hugsa um þetta, og þar sem ekki leit út fyrir, að fleiri ætluðu að líta inn til mín, háttaði ég og lagðist út af. Ég man vel, að ég var glaður og kátur, þegar ég vakn- aði morguninn eftir, en sú gleði stóð ekki lengi. Undir eins og ég minntist atburðanna frá deginum áður, varð ég dapur og raunamæddur. Ungfrú Murdstone færði mér mat eins og kvöldið áður, og þegar hún hafði látið hann Á leið til ömmu. Helena hefur svo oft hjólað til ömmu, að hún veit vel, hvaða leið hún á að fara. En liugsaðu þér, að þú stæðir nú í hennar sporum. Hvaða leið myndir þú þá velja? Leiðimar eru ekki færri en sex, en aðeins ein þeirra liggur til húss ömmu. Getið þið fundið hana? af sér á borðið, sagði hún, að ég mætti vel fara niður í garðinn og vera þar hálftíma, en ekki lengur. Að svo mæltu fór hún og skildi dyrnar eítir opnar. Ég borðaði nú og fór síðan niður til þess að anda að mér hreinu lofti. Það var enginn maður hvorki í stiganum né í garðinum. Það var eins og engin lifandi vera væri í hús- inu nema við ungfrú Murdstone. En um kvöldið komst ég að raun um, að hitt fólkið var einnig heima. Fangavörður minn fór nefnilega með mig niður í dagstofuna, svo að ég gæti verið við kvöld- bænina. Ég varð að standa frammi við dyr, meðan hitt fólkið sat, og enginn leit við mér né yrti á mig einu orði. Ég sá, að móðir mín var fjarska föl, og að herra Murd- stone var með stórt hvítt traf um vinstri höndina. Þegar bæninni var lokið, fór ungfrú Murdstone með mig upp í herbergið mitt, og nú kom hin langa og öm- urlega nótt. í fimm sólarhringa var ég lokaður inni og allan þann tíma leið mér dæmalaust illa. Þegar ég hugsa 199

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.