Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1962, Blaðsíða 16

Æskan - 01.10.1962, Blaðsíða 16
ÆSKAN Itörfin fyrir stofnun eins og Sameinuðu þjóðirnar meiri, en ekki minni. Sameinuðu þjóðirnar veita stjórnarerindrekum tækifæri til órofins sambands árið um kring og til opinberra um- ræðna um öll vandamál; þær skapa ómetanlegar aðstæður fyrir smáríki og blutlaus ríki til að hafa jákvæð ábrif á um- ræður og ályktanir; þær eru sameiginlegur fulltrúi allra þjóða heims: af öllu þessu leiðir að þær eru tilvalin brú milli andstæðra valdablakka og hagsmunahópa. Á sama tima halda Samein- uðu þjóðirnar og sérstofnanir þeirra áfram að færa út kvíar efnahagslegrar og félagslegrar þróunar, og stuðla þannig jafnt og þétt að því að draga úr ójafnrétti og bæta iífskjör manna víða um heim. Með þessu móti ryðja þær úr vegi einni meginorsökinni fyrir al- þjóðlegri misklíð. Dagur Sameinuðu þjóðanna er i senn tákn og livatning. Hann táknar félagsskap þjóða sem vinna að sameiginlegri vel- ferð sinni. Hann er hvatning um að gera þennan félagsskap svo máttugan, að friður og vel- megun megi iúkja. þessum greinum sé einna mikilvægast, svo að unglingar megi teljast fullgildir meðlimir í nútíma þjóðfélagi. Sá, sem sýnir fullkomna getu í tveimur greinum fær bronsmerki, í þrem greinum silfurmerki, og sá unglingur, sem sýnir fullkomna hæfni í öllum fimrn greinum hlýtur gullmerki að launum. Námskeiðin í akstri hafa hlotið mestar vinsældir meðal ungmennanna, því að því loknu hlýtur nemandinn ökuleyfi fyrir bíl eða mótorhjóli. Þegar unglingarnir Ijúka skólagöngu sinni er réttur þeirra til þess að taka þátt í starfsemi Æskulýðsheimilisins í raun og veru á enda. En þar eð fjöldi unglinga yfirgefur heimilið með trega, hefur það verið tekið til bragðs að gefa þeim tækifæri til að halda tengslum sínum við hana með því að þeir bjóði sig fram sem aðstoðarmenn. Þessir sjálfboðaliðar aðstoða kennarana eða verða jafn- vel kennarar sjálfir, þegar fram líða stundir. Á því svæði, sem Æskulýðsheimilið stendur, stóðu áður lágkúruleg leigubýli með litlum húsagörðum, og hefði engan getað dreymt um að í þeirra stað risi þetta veglega heimili, sem hefur gagntekið hugi pilta og stúlkna, sem fyrrum léku sér í skuggalegum strætunum. Enn sjást nokkrar leifar þessara gömlu húsa, en nýbyggingar eru óðum að ryðja þeim úr vegi. Nú hafa börnin fengið tækifæri til þess að ráðstafa tíma sínum á heilbrigðan og skemmtilegan hátt, og þá fyrst verður stofnun Æskulýðsheimilisins fyllilega metin, þegar unga fólkið, sem þar hefur átt athvarf, lítur um öxl og rifjar upp liðnar ánægjustundir, sem það hef- ur átt í heimilinu. Nasreddit1. Gestrisnin í Konía. Nasreddin var mjög sólgrnn i lielva, en það er réttur, seni Tyrkjum þykir liið mesta sæl- gæti. Einu sinni var hann á fcrð í Konia, gekk fram bjá lielva- búð, og sá, að enginn var þar inni, en á borðinu stóð opið fat með sælgætinu. Hann geltk þa inn og tók til snæðings. Rétt a eftir kom eigandinn og sá, hvar Nasreddin stóð étandi, þreif prik og tók að lemja á gestin- um. En Nasreddin skeytti þvi cngu, herti sig að éta og mselti- „Þess þarf ekki, vinur minn • Þess þarf ekki! Ég skal éta án þess þú berjir mig til þess !“ Húsráðanda þótti þetta ein- kennilegur gestur, hélt að hann gæti naumast verið með öllum mjalla, hætti að berja liann og lofaði honum að éta i næ'ði Þegar Nasreddin var fullsaddur, bað liann uin vatn að drekka, kvaddi liúsráðanda með hinm mestu hæversku og gekk út. Þegar liann kom heim sagði ferðasögu sína, hrósaði hann bænum Konía sérstaldega. Það er ágætis bær, mælti hann, merkilegur hær! Þar ci gestrisnin svo mikil, að menn eru harðir til að eta lielva. Nasreddin finnur forngripi. Einu sinni langaði Nasreddin til að eignast jarðhús handa asna sínum og byrjaði sjálfnr að grafa. En þá iiitti hann fyr' ir neðanjarðarfjós nábúa síns fullt af kúm. Hann kallaði l>a upp til konu sinnar: — Komdu liingað, kona, flýttu þér! Ég hef fundið gamalt fjós, sem grafizt he ur í jörð fyrir mörg hundruð ái um og er fullt af kúm. 208

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.