Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1969, Síða 24

Æskan - 01.01.1969, Síða 24
Steinunn Karlsdóttir: I<Stín& \&r til ^unciúnci. 5. KAFLI. Eftir morgunverð fór Stína upp í herbergið sitt. Hún ætlaði að ganga frá farangri sínum og koma ýmsu smádóti fyrir, því að hún var reglusöm stúlka. Hún tók upp nokkrar myndir sem hún hengdi á veggina, nokkrar stytt- ur af dýrum og börnum fóru á kommóðuna og blómavasa setti hún á borðið. Herbergið varð strax vistlegra. Síðan tók hún til við farangurinn og eftir stutta stund var allt komið snyrtilega niður í kommóðu. Þegar verkinu var lokið andvarpaði hún feginsamlega og tók til við að skrifa mömmu sinni bréf. Þegar því var lokið smeygði hún sér í götuskó og jakka, og barði að dyrum hjá Lísu. Kom inn, var kallað. Lísa var eitthvað að sýsla frammi á baðher- bergi og Stína settist og litaðist um. Herbergið var ekki ósvipað hennar, fyrir glugganum voru snjóhvít glugga- tjöld sett í fallegar fellingar með ljósbláum borðum. Lítið snyrtiborð var þakið snyrtiáhöldum og í einu horninu var innbyggður skápur og legubekkur og beint á móti honum voru dyrnar inn í baðherbergið. Lísa kom út að vörmu spori og var þá nýþvegin og greidd. Þær mættu Maríu í Tveggja hæða vagnar eru algcng sjón í Lundúnum. stiganum. María kvaddi móður sína og sagði: „Þú þarft ekki að búast við mér í kvöldmat. Forstjórinn hringdi og sagði mér, að ég þyrfti að vinna lengur en vant er. Það eru nokkrar skýrslur sem Jtarf að yfirfara og þú veizt að það tekur alltaf svo langan tíma auk margs annars sem þarf að gera.“ „Á ég þá ekki að útbúa eitthvað í nesti handa þér ef forstjórinn er svo náðugur að leyfa þér að borða?" spurði Ámunda. „Þú værir góð ef þú vildir gera það, ég verð alltaf svo ægilega svöng þegar ég skrifa svona mikið, svo eru líka margar af stúlkunum með nesti,“ sagði María. „Æskan metur matinn mikils," sagði mamma hennar og hristi höf- uðið. Hún brá sér fram í eldhús og kom að vörmu spori með dálítinn böggul sem María stakk niður í tösku sína. „Kemurðu þá ekki heim í allan dag?“ spurði Stína forviða. „Nei, því miður,“ sagði Maria, „venjulega vinn ég aðeins til kvöldmatar, en stundum er eftirvinna og þá vinn ég yfirleitt til hálf-tíu og fridaga hef ég sunnudaga, laugar- daga og miðvikudaga." „Hún er í svo miklu eftirlæti hjá forstjóranum, að hún fær þrjá frídaga, en hinar stelpurnar fá aðeins tvo,“ skrapp út úr Lísu. „Hvaða vitleysa er í þér,“ sagði María og roðnaði, „ég bað um þrjá frídaga og ég fékk þá hvernig sem á því stendur." Veðrið hafði alveg tekið stakkaskiptum síðan í gær. Sól- in skein í heiði og fuglarnir sungu af kæti í görðunum beggja megin götunnar. Hvarvetna mátti sjá aldrað fólk rabba saman yfir kaffibolla í fallegu görðunum sínum og njóta blíðu náttúrunnar. Stúlkurnar hefðu gjarnan viljað ganga þótt langt væri, en María þurfti að flýta sér og þess vegna tóku þær strætisvagninn, sem átti leið um City. Margir sporvagnar í Lundúnum eru tvíhæða og þessi var ekkert frábrugðinn þeim. Stúlkurnar settust á efri hæðina til mikillar ánægju fyrir Stínu, því að þetta var nýjung fyrir hana. Það eru ekki nema tvö sæti í hverri röð í venjulegum sporvagni og þess vegna varð Lísa að sitja hjá gömlum karlfauski, sem sat fyrir aftan þær Maríu og Stínu. Hár dynkur heyrðist, þegar Lísa lilammaði sér niður í sætið og karlinn leit upp úr blaðinu, sem hann var að lesa og andvarpaði. Aldrei gátu þessir unglingar lært að fara hljóðlega. Lísa gretti sig framan í þær Stínu og Maríu. „Svona lætur hún alltaf, þegar hana langar til að gera einhver hrekkjabrögð," hvíslaði María að Stínu. „Ég er viss um, að nú gerir hún eitthvað af sér.“ Og það reynd- ist orð að sönnu. Ekki var Lísa fyrr setzt, en hún fór að ergja karlinn með alls konar spurningum og athuga- 20

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.