Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1969, Blaðsíða 25

Æskan - 01.01.1969, Blaðsíða 25
semtlum: Hún bað hann um að lofa sér að skoða grein í blaðinu og spurði hann hvað klukkan væri, þó h\rn væri sjálf með úr. Fór svo að lokum, að karlinn struns- aði öskureiður niður á neðri hæð sporvagnsins í þeirri von að finna eitthvert sæti, þar sem einhver stelpukjáni væri ekki. Um leið og hann var farinn, fóru stúlkurnar að skellihlæja. María reyndi þó að vera alvarleg og ávíta systur sína fyrir tiltækið. „Úff, hvernig þorirðu þessu?“ sagði Stína. „Þetta er ekkert í samanburði við alla lirekkina, sem hún hefur áður gert,“ sagði María. „Mér er þetta meðfætt," sagði Lísa með uppgerðar- dapurleika. Á leiðinni heim sagði Lísa allt í einu: „Heyrðu Stína, mér dettur dálítið í hug.“ „Það er ekki svo nýtt,“ sagði Stína hlæjandi. „Það er svo gott veður í dag, eigum við ekki að nota tækifærið og fara til baðstrandarinnar, sem er hérna nokkuð utan við borgina?" „Jú, þetta var góð hugmynd," sagði Stína, „en hvernig komumst við þangað?“ „Það fara stórir bílar þar á milli, þegar gott er veður. Og þeir fara í dag, ég heyrði það auglýst í útvarpinu í morgun. Það verður farið eftir hádegið með fólkið og svo koma þeir aftur um fimmleytið að sækja það. Það er um að gera að nota tímann vel, áður en við förum í skól- ann.“ Og þar með var það ákveðið áð fara til baðstrandar- innar og vera þar allan daginn. 6. KAFLI. Eftir að hafa fengið leyfi hjá Ámundu sóttu stúlkurnar sundboli og handklæði og gengu í góða veðrinu niður að bifreiðastöðinni. Þaðan fóru stórir bílar til baðstrandar- innar. Nú stóðu þeir þarnar nýfægðir og gljáandi og biðu eftir farþeguml Nokkuð voru þær Stína og Lísa snemma á ferðinni, svo þær keyptu sér miða og settust á bekk fyrir utan húsið. Eftir stutta stund fóru farþegarnir að tínast upp í vagn- ana og þá fóru stúlkurnar upp í annan vagninn og settust. Loks voru báðir vagnarnir fullir og þá var haldið af stað. Það tók nokkurn tíma að komast út úr borginni og Stína gat ekki hætt að horfa út um gluggann á hina ið- andi kös, sem streymdi áfram, og þær skemmtu sér við að veifa til fólksins, sem stundum tók gamni þeirra og veifaði á móti. En þegar komið var út úr borginni tók annað landslag við. Græn tún þutu framhjá og einstaka bóndabýli sást Hér var hægt að njóta sólarinnar. bregða fyrir. Heyannir voru byrjaðar og kvenfólkið rak- aði dreifarnar, þegar vinnumennirnir voru búnir að taka saman heyið með stórum vélum. Þetta var allt svo líkt og á íslandi, að Stínu fannst hún vera komin heim. Fólkið leit við, þegar bílarnir brunuðu framhjá. Kannski hefur það öfundað ferðafólkið, sem var á leið til baðstrandar- innar og mátti eyða deginum, eins og það vildi. En kýrnar tóku ekkert tillit til bílanna og bauluðu bara leti- lega. Einu sinni óku bílarnir framhjá kastala, sem stóð uppi á liæð einni. Hann var kominn að hruni, en samt var hann tignarlegur og Stínu fannst hann eins og gam- all og gróinn konungur. Þegar komið var til strandarinnar var stanzað hjá skál- anum. Skammt frá honum voru baðklefar og fóru þær Lísa og Stína inn í einn þeirra og klæddu sig í sundbolina. Stína lagðist niður í brennheitan skeljasandinn. Hún naut sólarinnar í ríkum mæli. Lísa settist við hliðina á henni og fór að bera á sig sólarolíu. „Segðu mér annars, Lísa, hvað ert þú eiginlega að læra í skólanum?“ spurði Stína og reis upp við dogg. „Aðallega frönsku, ég fer til Frakklands næsta sumar til frekara náms,“ sagði Lísa og rétti Stínu olíuna. „Ég hugsa, að ég fari í Menntaskólann heima á íslandi, en það er ekki alveg ákveðið," sagði Stína. „Þú skalt gera það,“ sagði Lísa fullorðinslega. „Ég er viss um, að það er gaman að vera í menntaskóla.“ Stúlkurnar höfðust ekki lengi við í sandinum. Innan skamms voru þær farnar að busla og leika sér í sjónum. Lísa hitti þarna einhverjar vinstúlkur sínar, sem hún kynnti fyrir Stínu. Þær lilupu sig sveittar, er þær fóru í boltaleik og á eftir fengu þær sér hressingu í skálanum. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.