Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1969, Side 27

Æskan - 01.01.1969, Side 27
Verður ísbirninum alveg útrýmt? Þetta er spurning, sem margir náttúruvisinda- menn spyrja, af ótta við ofveiði dýranna í seinni tíð, og jafnframt viðurkenna þeir, að þeir viti næsta lítið um hið merkilega líf ísbjarnarins í norðurheimskautslöndum. ísbjörninn lifir, sem kunnugt er, við strendur landa og eyja á norðurheimskauts- svæðinu. Flest munu dýrin vera við Grænland og Svalbarða (Spitsbergen). Stærstu dýrin eru á flakki um hafið á stór- um ísbreiðum, og það kemur fyrir, að ís- birni rekur á einstökum jökum frá Græn- landi og Svalbarða allt til stranda íslands. Á síðastliðnum vetri sást til ísbjarnar á jaka við Austurland og jafnvel var þá álitið, að ísbjörn muni hafa gengið á land á Norðurlandi, þótt ekki sæist tii þess dýrs annað en för eftir það í snjónum skammt frá ströndinni. ísbjörninn er duglegur að synda. Af skipum hafa menn séð bjarndýr á sundi allt að 5 sjómilum frá landi, og talið er, að dýrið geti synt allt að 500 kilómetra í einu. ísbirnir lifa mikið á fiski og selum, og á flakki þeirra um ísinn fylgja þeir oft í kjöl- far setanna, sérstaklega um fengitímann, og veiða þá ungana, sem eru ósjálfbjarga á ísnum. Hann getur synt 500 kílómetra í einu. Aðal veiðiaðferð ísbjarnarins er sú, að hann leggst nálægt öndunarvökum sel- anna, en selurinn býr sér til vakir í ísinn til öndunnar, og er hann kemur upp, slær ísbjörninn hann rothögg með sínum stóra hrammi. Um miðjan vetur ieggur kvendýrið, birn- an, af stað til lands. Hún grefur sér got- holu í einhvern stóran snjóskafl. Hol- an er það stór, að þar gætu að minnsta kosti 3 menn komizt fyrir. Göngin inn í holuna grefur birnan þannig, að þeim hallar niður á við svo hitinn helzt betur í sjálfri holunni. Birnan fæðir sjaldnast fleiri en ivo unga í einu, sem hún annast um í næstu tvo mánuði í holunni. Á þessum tíma tekur birnan enga fæðu til sín, er sem sagt mat- arlaus. Eftir að birnan og ungarnir yfirgefa holuna eru ungarnir með henni um eins árs bil og fara með henni í vetrarhíðið næstu árin. Það skeður oft, að birnan verður að verja ungana fyrir hungruðum dýrum. Það koma nefnilega oft tfmabil, þar sem is- birnir reika um hafísinn, án þess að finna æti, og þá verða þeir grimmir af hungri, og þá verður birnan oft að berjast upp á líf og dauða til þess að ungarnir verði ekki gömlum hungruðum dýrum að bráð. 23

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.