Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1969, Qupperneq 41

Æskan - 01.01.1969, Qupperneq 41
Hvað viltu verða? í síðasta þætti vorum við að tala um þann mikla vanda, sem hverjum unglingi er lagður á herðar, þegar að því kemur, að hann þarf að iaka ákvörðun um íram- tíð sína og lífsstarf. — í þessu sambandi mundi hverjum þeim, sem stendur í spor- um veljanþans, hollt að hafa i huga eftir- farandi fjögur atriði: 1. Þekktu sjálfan þig og meðfædda hæfi- leika þína. 2. Þekktu þá möguleika, sem opnar iðn- greinar veita. 3. Leitaðu ráða og upplýsinga hjá þeim, sem vel þekkja til. 4. Gerðu framtíðaráætlun. Eins og við gátum um í síðasta þætti viil Æskan gjarnan, að svo miklu leyti sem hægt er,> verða þeim að liði, sem óska eftir upplýsingum um iðngreinar og störf. Verið ekkert feimin við að senda bréf og látið fylgja greinilega utanáskrift ykkar, en dulnefni má nota, ef þið viljið að bréfið sé birt. — Nokkur bréf hafa þegar þorizt og verða þau tekin eftir þeirri röð, sem þau koma. Fyrsta bréfið er frá stúlku í sveit. Hún er 14 ára og segir I bréfinu, að hún hafi mikinn áhuga á hljóðfæraleik og söngnámi. Hér í Reykjavík er skóli, sem Tónlistar- skóli heitir. Nemendur, sem æskja þar inn- töku þurfa að hafa ofurlitla nasasjón af Nemendur í söngkennaradeildinni fáókeyp- is nám, það er að segja greiða ekki skóla- gjöld. Nám þeirra tekur þrjá vetur og íer sumt af því fram í kennaraskólanum. Eru það námsgreinar eins og sálfræði, heilsu- fræði o. fl. Að námi loknu fá þessir nem- Tónlistarskóli. hljóðfæraleik, vera kannski búnir að stunda píanónám nokkra mánuði og þekkja dálítið nótnalestur. Skólinn byrjar hvert haust 1. október og endar síðasta maí, er 8 mánaða skóli. — Skólagjald í hinni almennu byrj- endadeild skólans er kr. 6 000.00 — sex þúsund kr., en kr. 7 000.00 í framhalds- deild. Tími sá, sem nemendur þurfa til þess að Ijúka prófi frá skólanum er mismunandi langur og fer hann eftir því, hve vel nem- anda sækist námið. Skólinn sjálfur segir til um það, hvenær nemendum henti að þreyta prófin. — Venjulega tekur nám í 'leik á blásturshljóðfæri styttri tíma en t. d. nám á píanó. I söngkennaradeild skólans þurfa vænt- anlegir nemendur að þreyta inntökupróf og ekki eru teknir yngri nemendur en 18 ára. endur rétt til að kenna söng í barna- og unglingaskólum og taka þá laun samkvæmt 16.—17. launaflokki. Eitthvað mun kennslu- 'skylda þeirra vera styttri, en venjulegra kennara, þ. e. a. s. færri kennslustundir á viku. Geta má þess að Tónlistarskólinn er tii húsa í Skipholti 33 Reykjavík og síminn þar er 30625. Svo eru vitanlega til fleiri tónlistarskólar, t. d. mun einn vera á Akureyri og einn er til í Kópavogi, starf- andi í Félagsheimilinu þar og sjálfsagt eru þeir fleiri til á iandi hér. Það er reynslan í tónlistarnámi, að all- flestir, sem stunda það af alúð, komast nokkuð til þroska á þessu sviði. En til þess að verða góður hljóðfæraleikari eða söngv- ari þurfa helzt góðir meðfæddir hæfileikar að koma til. OMMU hljómsveitin. Það er ekki vitað hver átti hugmyndina eða hvernig það byrjaði, en að veruleika varð það, hve vitlaust sem flestum fannst það í byrjun. 40 japanskar konur stofnuðu hljómsveit, þar sem þær yngstu voru 64 ára, og sú elzta 86 ára. Sem sagt meðalaldur kvennanna var 76 ár og engin þeirra hafði áður spilað á hljóðfæri eða þekkt nótur! Þetta tók nú allt sinn tíma, en það segir sig sjálft, að gömlu konurnar hafa verið töluvert músíkalskar! Nú hefur hljómsveitin ferðast um Japan og haldið hljómleika, og alls staðar gert mikla lukku. Þangað til núna hefur einkennisbúningur þeirra verið hvítir sokkar, en nú er farið að safnast í sjóð hjá þeim þvl hljómleikarnir hafa verið vel.sóttir og nú vilja gömlu konurnar endilega fá sér einkennisbúninga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.