Æskan - 01.01.1969, Side 43
am&bú&ir.
J litlun^ bæ í Wales á Englandi eru
barnabúðir, sem 35 ára gamall
enskur ljósmyndasmiður, Chris Davis,
hefur stofnað fyrir börn af mismun-
andi litarhætti, og hann hefur gert
þetta að sínu lífsstarfi. Áhugi hans
á þessu starfi vaknaði við það, að ár-
ið 1949 var hann fenginn til að
stjórna barnabúðum fyrir Sameinuðu
þjóðirnar, 40 börnum frá mörgum
löndum af mismunandi kynþáttum
og trú var safnað saman í þessurn
búðum. Hugmyndin með þessu var að
komast að niðurstöðu um, hvort kyn-
þáttafordómar væru meðfæddir eða
afleiðing af uppeldi barnanna.
Chris Davis segir: ,,Það kom fljótt
í Ijós, að börnunum var ekki með-
fædd nein andúð á börnum, sem
voru af öðrum litarhætti eða kyn-
þætti. Börnin urðu mjög fljótt vinir,
þau léku sér og unnu saman án þess
að hugsa hið minnsta um það, hvort
þau voru livít, gul eða svört.“
Búðirnar urðu þessu málefni stór-
sigur, og það var ákveðið að sams
konar sumarbúðir skyldu starfræktar
livert sumar í Wales. Chris Davis var
búðastjóri til ársins 1955, en þá var
þeim því miður lokað vegna ljár-
skorts.
Þá ákvað Davis að opna sínar eigin
Málaratíminn er mjög vinsæll.
búðir. Hann segir: „Þetta sex ára starf
meðal barnanna hal'ði kennt mér
margt, og mér fannst þetta starf yrði
að halda áfram, þó að í minni mæli
væri, því ég gat því miður ekki haft
eins mörg börn og ég vildi, því ég
kosta þetta sjálfur að öllu leyti.“
Máltíð í barnabúðunum.
Chris Davis er þekktur barnaljós-
myndari og hefur ferðazt um heim-
inn og tekið myndir al börnum og á
nú eitthvert stærsta barnamyndasafn,
sem til er, eða um 15.000 myndir.
Chris Davis og nokkur börn hans.
Þannig helur hann komizt í sam-
band við börnin, sem hann býður til
sín til dvalar í búðunum, og með
myndatökunum aflar liann sér fjár
til að starfrækja búðirnar.
Chris Davis starfar vissan hluta
ársins á hinu stóra lúxusfarþegaskipi
„Kungsholm", og fleiri skipum, og
Allir eru beztu vinir, og þannig á það að
vera, hvort sem þau eru hvít, gul eð'a svört.
hefur góðar tekjur af því að mynda
farþega skipanna. En aðaláhugamál
hans eru börnin og ljósmyndun
þeirra. Þegar þetta er skrifað, er
Chris Davis að leita að útgefanda bók-
ar, sem hann ætlar að gera með mynd-
um af börnum allra kynþátta, sent á
að heita „Börn heimsins". Því nal'ni
kallar hann sýningu, sem hann held-
ur alltaf í skipunum, þegar hann
starfar þar, og vonandi tekst honum
að gefa út bók sína og afla þess fjár-
magns, sem hann þarf til að halda
þessari góðu og mannbætandi starf-
semi sinni áfram. L. M.
I>að er góð leikstofa í búðunum.
39