Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1969, Page 44

Æskan - 01.01.1969, Page 44
 S O R T ABCDEFOH H V I D í síðasta þætti vorum við að ræða um gang kóngs og drottn- ingar. —1 Sitt til hvorrar hliðar þeim hjónum standa tveir menn sem kallast biskupar. Annar þeirra, sá sem stendur við liægri hlið kóngsins, er á hvít- um reit og má hann aldrei allt sitt lif vikja af þeim lit, þ. e. a. s. hann verður alltaf að ganga eftir hvitu skálínunum og eins er það með hinn, sem er við vinstri lilið hvitu drottningar- innar, hann ferðast aðeins eftir svörtu skálínunum (sjá mynd). Nú eru báðir þessir biskupar livítir að lit, enda i liði hvíta kóngsins, en i máli skákmanna er þó sá biskupinn, sem gengur eftir svörtu skálinunum, kallað- ur „svarti biskupinn,“ en hinn „hvíti biskupinn,“ enda þótt, eins og áður er sagt, báðir séu hvítir að lit. — Hið sama er auðvitað að segja um hiná tvo biskupa í svarta liðinu. Sá þeirra, sem gengur eftir hvítu skálínunum og er staðsettur i uppliafsstöðu við vinstri hlið A B C D E F G H svörtu drottningarinnar, erkall- aður „hvítí biskupinn," þótt liann sé biksvartur að ]it. Þá sliulum við athuga gang hrókanna. Við sjáum á mynd- inni, að lirókur er staðsettur á reitnum e 5. Þaðan getur hann svo gengið eftir reitaröðunum, sem merktar eru með X, þ. e. a. s. lárétt og lóðrétt. Hrókarn- ir eru i upphafi skákar sinn á hvorum hornreit og venjulega er það svo, að þeir kom lítt við sögu fyrr en nokkuð er liðið á skákina, enda eru þeir stirðir og seinfærir meðan margt manna lifir á horðinu. Þeir eru þó taldir all-sterkir menn, eru tveir hrókar taldir jafnokar einnar drottningar. Nú höfum við séð Jivernig kóngui', drottning, biskup og hrókur ganga. Oft er það þó svo, að ýmsar hindranir Verða á vegi þeirra á hinum hálu brautum skákborðsins. Verði t. d. maður úr þeirra eigin liði fyrir þeim, verða þeirað stanza. Ekki má drepa sína eigin mcnn. — Sé það hins vegar maður andstæðingsins, sem á veginum er, má drepa hann og taka út af borðinu. Það fer þó ætíð eft- ir mati þess, er teflir, hvort það borgar sig að drepa mann úr hinu liðinu, þótt þess sé kostur. Skal sá maður, sem drepur ann- an, settur á þann reit, sem hinn drepni stóð áður. Það eru kölluð mannakaup ef t. d. bisk- up úr hvita liðinu drepur bisk- up eða riddai'a úr liði svörtu mannanna, en fellur sjálfur í næsta leik. — Það eru aðeins peðin, sem ekki drepa eftir sínum venjulega gangi, en um þau ræðum við siðar. Þá er komið að ridduruJium. Þeir eru venjulega með hests- haus, enda liafa þeir svo léttan gang, að þeir geta hoppað yfir aðra menn á borðinu og skipt- ir þá ekki máli hvort um raðir hvítra eða svartra er að ræða. Þcir ganga ætíð tvö skref fram og eitt til hliðar og ætíð af livítum reit á svartan, eða öfugl (sjá mynd). — Riddarinn er lúmskur taflmaður, sem vegið getur í ýmsar áttir út frá sér. Þó er hann talinn einn „létt- asti“ taflmaðurinn af fullorðnu mönnunum og er talinn jafn- gilda þremur peðum eða þar um bil. (frh.) ÍHKHKHKHKHKHKBKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKBKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHJ 1-2-3... Einhvers staðar sá ég í blaði, að það væri heillaráð að skrifa hjá sér það, sem mönnum veitt- ist erfitt, og tölusetja það eftir þvi, hve erfitt það er. Þetta er ekki svo vitlaust, og einu sinni, Jiegar ég var að biða eftir strák- unum, reyndi ég þetta og skrif- aði upp það, sem mér datt fyrst i hug. Það var víst helzt það, sem mamma er alltaf að suða um: — bursta tennurnar — hjálpa til heima — lesa undir skólann! — spara aura — fara í kirkju ... A ég að segja þér nokkuð? Ég er að hugsa um að fara i kirkju. Þú hlærð nú líklega að þvi og spyrð, hvað ég ætli að gera þangað. En getur maður hlegið að guðrækni fólks og kirkjugöngum? Strákar á okkar aldri lilæja nú að svo mörgu. En það, sem þú og fleiri strákar gera gys að, cr auðvitað einhver gálausleg guðshugmynd út i loftið. Við getum ekki hlegið að guði, sem okkur hefur verið kennt að trúa á og bera lotningu fyrir. Þú segir kannski, að trú og kirkju- göngur séu ekki fyrir kjark- mikla stráka, sem eiga fram- tiðina fyrir sér og vilja fást við ævintýraleg verkefni til að reyna kraftana. Já, ég hef oft hugsað uin þetta með kjarkinn og ævin- týrin. Manstu ekki, livað kenn- arinn sagði okkur um fyrstu tíma kristninnai', •— að kristin- dómurinn liefði aldrei komizt á í nokkru landi, ef hann hefði eklci eignazt unga menn, sem voru logandi af áliuga og svo kjarkmiklir, að þeir létu aldrei undan siga, hvorki fyrri háði og spotti né hótunum og illri meðferð. Ég lief oft fundið, að foreldr- ar minir vilja ekki missa af þvi að fara i kirkju. Og þegar ég fór þangað með pabba og mömmu, fann ég þar eitthvað, sem er hvergi annars staðar. Ég ætla ekki að skammast min fyrir að fara i kirltju. En hvað scgir þú? Kannski þú Vilj- ir koma með mér á sunnudag- inn? BKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKBKHKHKHKBKHKBKHKHKrtKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKBKHKHKHKHKHKHJ 40

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.