Æskan - 01.01.1969, Síða 53
Arngr, Sigurðssonr
29. júlí 1968 kom Douglas
DC-6B flugvélin „Eiríkur rauði"
til Chile, en þangað höfðu Loft-
leiðir selt flugvélina. Mun þetta
vera lengsta flug íslenzkrar
áhafnar á ísleúzkri flugvél.
^ 25. ágúst s.l. voru liðin 20 ár
frá því er Loftleiðir hófu fyrsta
áætlunarflug sitt frá íslandi til
Bandarikjanna. Flugvélin, sem
Innlendur
notuð var til ferðarinnar, var
af Skymaster-gerð, TF-RVC,
Geysir. Flugstjóri var Alfreð
Eliasson, núverandi fram-
kvæmdastjóri Loftleiða.
Síðast i ágúst var hér stödd
flugvél á vegum bandaríska
flughersins og bandarísku jarð-
fræðistofnunarinnar við hita-
mælingar úr lofti. Var verkið
unnið i samráði við islenzka
vísindamenn og fór athugun
aðallega fram á jarðliitasvæð-
um landsins.
“t1 31. ágúst sögðu hlöð frá því,
að öryggisnefnd Félags is-
lenzkra atvinnuflugmanna hefði
sent Flugráði bréf, þar sem far-
ið væri fram á, að gerðar yrðu
ýmsar umbætur i öryggismál-
um Keflavíkurflugvallar.
w5| 3. september bilaði annar
lireyfill Friendship-flugvélar
Flugfélagsins, er liún var á leið
frá Egilsstöðum til Reykjavik-
ur með 30 farþega. Af öryggis-
ástæðum var flogið til Akur-
eyrar og ient þar. Þetta er i
fyrsta sinn sem mótor bilar i
Fokker hér á landi.
6. september ákvað Fær-
eyska iandsstjórnin, að Færey-
ingar skyldu sjálfir ’taka þátt í
% kostnaðarins á flugleiðinni
Færeyjar — Iíaupmannahöfn,
sem SAS—Flugfélag íslands
reka nú í sameiningu.
9. septembcr hófu islenzkar
flugvélar m. a. leit að eins-
hreyfils flugvél, sem var á leið
til íslands frá Grænlandi. Leit-
in bar ekki árangur.
í september fór Elíeser
Jónsson nokkur leiguflug í Pi-
per Apache flugvél Flugstöðvar-
innar frá Keflavík til Kulusuk
við Grænland.
/■t1 13. september fór Þórhallur
Karisson í flugvél frá Birni
Pálssyni í sjúkraflug til Græn-
lands. Lent var á eyrum við
Jettedal skammt frá Skoresbj'-
sundi.
Um miðjan september voru
i Reykjavik fulltrúar frá brezka
flugfélaginu BEA til viðræðna
við Flugfélag íslands um flug
hingað frá Bretlandseyjum.
Hyggst hið brczka félag hefja
flugferðirnar 1970 með þotum
af gerðunum BAC One-Eleven
og Trident.
^ 10. sept. var bjargað af
Grænlandsjökli flakinu af flug-
vél þeirra Hassels og Cramers,
en þeir ætluðu i ágúst og sept.
1928 að fljúga frá Rockford til
Stokkhólms með viðkomu á ís-
landi. Þeir félagar urðu að
nauðlenda nálægt Sykurtoppi á
Grænlandi.
BRÉFDÚFAN
K. G. T. skrifar m. a. svo:
„Ég lief mikinn áhuga á flugi
og flugvélum. Ég les alltaf flug-
þættina þína, en það er eitt orð,
sem ég ætla að biðja þig að
skýra. Það er orðið flugdrægi.“
Flugdrægi þýðir það hvað
flugvél getur flogið langt, án
þess að bæta við eldsneytisforða
sinn. Þetta var einu sinni kall-
að flugþol, en menn voru ekki
ánægðir með það og mynduðu
orðið flugdrægi. Þegar menn
geta hent einhverju langt, er
sagt, að þeir dragi langt. Lika
er sagt, að kraftmiklar fallbyss-
ur dragi langt, séu langdrægar.
Eðlilega hugsar þú þér sögnina
að draga i merkingunni að
draga eitthvað á eftir sér, en
hin merkingin, að ná eða kom-
ast, er til líka. Þess vegna varð
orðið flugdrægi til um þá mestu
vegalengd, sem flugvél kemst í
einum og sama áfanga.
K. G. T. (viljið þið gjöra svo
vel að skrifa fullt nafn) biður
líka um að birt verði mynd af
þyrlu Landhelgisgæzlunnar, og
verður það gert siðar.
FLUGVÉLAKENNSL
BEECH H18 Super 18
Áhöfn: 1.
Sætafjöldi: 5—9.
Hreyflar og orka: Tveir 450
lia. Pratt & Whitney, 9-strokka
loftkældir stjörnuhreyflar.
Vænghaf: 15,00 m.
Lengd: 10,70 m.
Hæð: 2,80 m.
Hámarksflugtaksþungi: 4400
kg.
Arðfarmur: 950 kg.
Farflughraði: 340 ltm/t.
LÖGBERG-
HEIMSKRINGLA
Málgagn Vestur-íslendinga, á erindi inn á hvert íslenzkt
heimili. Lögberg-Heimskringla kemur út einu sinni í
viku og kostar kr. 450,00 á ári. Skrifið greinilega nafn
og heimiiisfang á seðilinn hér að neðan og sendið til
afgreiðslunnar merkt: Lögberg-Heimskringla, Lauga-
vegi 31, Reykjavík.
Ég undirrit. óska hér með eftir að gerast fastur
áskrifandi að Lögberg-Heimskringlu, sem kemur út
vikulega í Winnipeg. Verð pr. árgang (innifalið burðar-
gjald) kr. 450,00.
NAFN ................................
HEIMILI .............................
PÓSTSTÖÐ ............................
Hver árgangur greiðist fyrirfram.
*
49