Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1969, Síða 25

Æskan - 01.03.1969, Síða 25
línginn var óhultur í nálægð hans, og ungar og apynjur flýðu hver sem betur gat. Jafnvel karlaparnir forðuðu sér frá óargadýrinu, og voru á svipstundu horfnir inn í laufþykkni frumskógarins. Þá var það, að Tarzan sá Kölu fóstru sína á hröðum flótta undan Tublat, og barst leikurinn að trénu, þar sem hann sat á grein. Tarzan sá Kölu taka örvæntingar- fullt stökk upp í grein. Mundi hún ná? Já, henni heppn- aðist stökkið, en allt í einu kvað við brestur, og greinin þverbrotnaði undan þunga apynjunnar. Svo nærri var Tublat kominn, að Kala datt á liann ofan, svo að bæði féllu um koll. Þau voru fljót að brölta á fætur, og þarna stóðu þau hálfbogin, hvort andspænis öðru, Tublat og Kala kona hans. Þau studdu handarbökunum á jörðina og urruðu illilega hvort að öðru, en Tarzan, sem sat á greininni fyrir ofan þau, réð það af reiðiöskrum karl- apans, að hann mundi í engu þyrma Kölu fóstru hans. Eins og hendi væri veifað stökk Tarzan niður á milli villidýranna tveggja og hafði hnífinn sinn góða í hægri hendi. Þetta þótti Tublat ágætt, nú skyldi hann sýna þessum hvíta apaketti í tvo heimana. En Tarzan var fljót- ari að hugsa, og áður en loðnar krumlur apans náðu að umlykja hann, hafði hann lagt hnífi sínum mörgum sinnum í brjóst þessa aparisa, sem nú féll stynjandi til jarðar og lá síðan grafkyrr. Þau Tarzan og Kala horfðust smástund í augu yfir dauðan apann og það mátti lesa stolt úr augum Kölu, þegar hinn ungi fóstursonur hennar sté fæti sínum á háls mannapans, horfði í tunglið og rak upp siguróp flokksins. Aparnir tíndust fljótlega niður i'ir trjánum og voru furðu lostnir yfir því, að Tublat, einn mesti bardaga- apinn, var nú dauður. «Ég, Tarzan, er mikill drápari. Þið skulið ekki ráðast Rudyard Kipling Kipling. Rudyard Kipling fæddist í borginni Bombay á Indlandi 30. des. 1865. Að endaðri skólagöngu i Englandi sneri hann aftur til Indlands, þá rúmlega tvítugur að aldri. Hann gerðist blaðamaður og ferðað- ist þá um mestan hluta Indiands. Á þessum árum er hann var blaðamaður skrifaði hann margar af sínum beztu sögum. En af öllu því, sem hann skrifaði, eru Frumskógabækurnar hans tvær mest þýddar og lesn- ar í heiminum. Þessar bækur urðu til á árunum 1894—96. Árið 1891 ferðaðist Kipling um Japan, Kina og Ameríku. Eftir þau ferðalög kom út fyrsta stóra skáidsagan hans. Nokkrar bækur Kiplings hafa verið þýddar á islenzku. Kipling fékk Nóbelsverð- launin árið 1907, og var hann fyrsti Englendingur, sem hlaut þann heiður, þá var hann búsettur í Eng- landi, en þar bjó hann til dauðadags 18. janúar 1936. Sjá grein á bls. 131 um teiknikvikmynd Disneys. á mig eða fóstru mína, Kölu. Sjáið, hvernig fór fyrir Tublat,“ þrumaði Tarzan. Næsti kafli: ÞRUMUVEÐRIÐ Jólagetraunir Verðlaunaþrautir þœr, sem ÆSKAN bauð lesendum sinum í síSasta jólablaði, b‘>fa orðið mjög vinsælar. Hvar aiga þeir heima? bessi nöfn komu upp: Inga Dóra Kon- ráðsdóttir, Haukagili, Vatnsdal, Austur- Húnavatnssýslu; Karl Geir Árnason, Heimalundi, Stöðvarfirði; og Björn Á. ' á'lsson, Smáragrund, Jökuldal, Norður- Múlasýslu. AIIs bárust 34G7 lausnir á þessari j»raut. Hve marga þekkir þú? Þessi nöfn komu upp: Þóra Melsted, Ásgarði 1, Reykjavík; Ingveldur Karls- dóttir, Gerðalióli, Álftanesi, Bessastaða- lireppi; Karen Rögnvaldsdóttir, Aðalstr. 1, Þingeyri; Snæbjörn Einarsson, Garði, Raufarhöfn; og Lilja Skarphéðinsdóttir, Ægisgötu 12, Akureyri. Alls bárust 1379 lausnir á þessari þraut. Verðlaunagetraun. Þessi nöfn komu upp: Ásgerður Pálma- dóttir, Bergsstöðum, Vatnsnesi, Vestur- Húnavatnss.; Kristján Einarsson, Vestur- götu 162, Akranesi; og Helga Jóhannes- dóttir, \tri-Tungu, Tjörnesi, Suður-Þing- eyjarsýslu. Alls bárust 2394 lausnir á þessari þraut. Myndin sýnir, hvar hlutirnir voru í verð- launaþraut ÆSKUNNAR. 141

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.