Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1969, Blaðsíða 25

Æskan - 01.03.1969, Blaðsíða 25
línginn var óhultur í nálægð hans, og ungar og apynjur flýðu hver sem betur gat. Jafnvel karlaparnir forðuðu sér frá óargadýrinu, og voru á svipstundu horfnir inn í laufþykkni frumskógarins. Þá var það, að Tarzan sá Kölu fóstru sína á hröðum flótta undan Tublat, og barst leikurinn að trénu, þar sem hann sat á grein. Tarzan sá Kölu taka örvæntingar- fullt stökk upp í grein. Mundi hún ná? Já, henni heppn- aðist stökkið, en allt í einu kvað við brestur, og greinin þverbrotnaði undan þunga apynjunnar. Svo nærri var Tublat kominn, að Kala datt á liann ofan, svo að bæði féllu um koll. Þau voru fljót að brölta á fætur, og þarna stóðu þau hálfbogin, hvort andspænis öðru, Tublat og Kala kona hans. Þau studdu handarbökunum á jörðina og urruðu illilega hvort að öðru, en Tarzan, sem sat á greininni fyrir ofan þau, réð það af reiðiöskrum karl- apans, að hann mundi í engu þyrma Kölu fóstru hans. Eins og hendi væri veifað stökk Tarzan niður á milli villidýranna tveggja og hafði hnífinn sinn góða í hægri hendi. Þetta þótti Tublat ágætt, nú skyldi hann sýna þessum hvíta apaketti í tvo heimana. En Tarzan var fljót- ari að hugsa, og áður en loðnar krumlur apans náðu að umlykja hann, hafði hann lagt hnífi sínum mörgum sinnum í brjóst þessa aparisa, sem nú féll stynjandi til jarðar og lá síðan grafkyrr. Þau Tarzan og Kala horfðust smástund í augu yfir dauðan apann og það mátti lesa stolt úr augum Kölu, þegar hinn ungi fóstursonur hennar sté fæti sínum á háls mannapans, horfði í tunglið og rak upp siguróp flokksins. Aparnir tíndust fljótlega niður i'ir trjánum og voru furðu lostnir yfir því, að Tublat, einn mesti bardaga- apinn, var nú dauður. «Ég, Tarzan, er mikill drápari. Þið skulið ekki ráðast Rudyard Kipling Kipling. Rudyard Kipling fæddist í borginni Bombay á Indlandi 30. des. 1865. Að endaðri skólagöngu i Englandi sneri hann aftur til Indlands, þá rúmlega tvítugur að aldri. Hann gerðist blaðamaður og ferðað- ist þá um mestan hluta Indiands. Á þessum árum er hann var blaðamaður skrifaði hann margar af sínum beztu sögum. En af öllu því, sem hann skrifaði, eru Frumskógabækurnar hans tvær mest þýddar og lesn- ar í heiminum. Þessar bækur urðu til á árunum 1894—96. Árið 1891 ferðaðist Kipling um Japan, Kina og Ameríku. Eftir þau ferðalög kom út fyrsta stóra skáidsagan hans. Nokkrar bækur Kiplings hafa verið þýddar á islenzku. Kipling fékk Nóbelsverð- launin árið 1907, og var hann fyrsti Englendingur, sem hlaut þann heiður, þá var hann búsettur í Eng- landi, en þar bjó hann til dauðadags 18. janúar 1936. Sjá grein á bls. 131 um teiknikvikmynd Disneys. á mig eða fóstru mína, Kölu. Sjáið, hvernig fór fyrir Tublat,“ þrumaði Tarzan. Næsti kafli: ÞRUMUVEÐRIÐ Jólagetraunir Verðlaunaþrautir þœr, sem ÆSKAN bauð lesendum sinum í síSasta jólablaði, b‘>fa orðið mjög vinsælar. Hvar aiga þeir heima? bessi nöfn komu upp: Inga Dóra Kon- ráðsdóttir, Haukagili, Vatnsdal, Austur- Húnavatnssýslu; Karl Geir Árnason, Heimalundi, Stöðvarfirði; og Björn Á. ' á'lsson, Smáragrund, Jökuldal, Norður- Múlasýslu. AIIs bárust 34G7 lausnir á þessari j»raut. Hve marga þekkir þú? Þessi nöfn komu upp: Þóra Melsted, Ásgarði 1, Reykjavík; Ingveldur Karls- dóttir, Gerðalióli, Álftanesi, Bessastaða- lireppi; Karen Rögnvaldsdóttir, Aðalstr. 1, Þingeyri; Snæbjörn Einarsson, Garði, Raufarhöfn; og Lilja Skarphéðinsdóttir, Ægisgötu 12, Akureyri. Alls bárust 1379 lausnir á þessari þraut. Verðlaunagetraun. Þessi nöfn komu upp: Ásgerður Pálma- dóttir, Bergsstöðum, Vatnsnesi, Vestur- Húnavatnss.; Kristján Einarsson, Vestur- götu 162, Akranesi; og Helga Jóhannes- dóttir, \tri-Tungu, Tjörnesi, Suður-Þing- eyjarsýslu. Alls bárust 2394 lausnir á þessari þraut. Myndin sýnir, hvar hlutirnir voru í verð- launaþraut ÆSKUNNAR. 141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.