Æskan - 01.02.1972, Blaðsíða 9
Þar, sem umferSarljós eru, verSur þú
aS biSa eftir grænu Ijósi. ÞaS er brot
á umferSarlögunum og getur kostaS
þig líf eSa limi aS fara yfir götu á móti
rauSu Ijósi.
OFURLÍTIL REIKNINGSÞRAUT
Jónsi var beztur af öllum bekknum
i reikningi, en þarna fékk hann samt
dæmi, sem stóð í honum. Kennarinn
hafði skrifað tölurnar frá 1 til 9 á töfl-
una og spurt Jónsa, hvort hann gæti
sett reikningsmerki (plús, minus eða
önnur merki) inn á milli talnanna, svo
að útkoman yrði 100! Það eru fleiri en
ein ráðning á þessari þraut, en það er
um að gera að finna þá, sem þarfnast
fæstra merkjanna. Maður má nota
tveggja eða þriggja stafa tölu ef vill,
en ekki breyta röðinni á tölunum. —
Getið þið hjálpað Jónsa?
001. =
68+Z9-^9t'-^e3l. :J3 BtZ)Ajs ns ug 00t
= (6X8) +Z+9+S+V+B+3+I. :|ssecj
ja juugnejcj e umsnei e)se>|æ)jæN
ROTTAN SEM VILDI VERA
ÖÐRUVÍSI EN AÐRAR
inu sinni var rotta, sem hafði eins og allar aðrar rottur langt og
mjótt skott. Hún var hrædd um, að enginn mundi veita henni
eftirtekt af því að hún var nákvæmlega eins og allar aðrar rottur.
Einn góðan veðurdag ákvað hún þess vegna að leita aðstoðar
hjá vini sínum og biðja hann að naga skottið af sér. Hún var
svo fákæn, vesalingurinn, að hún hélt að hún yrði ánægðari, ef hún væri
öðruvísi en aðrlr.
„Auðvitað finnst öllum vænt um sitt eigið skott," sagði hún við vininn, ,,en
ég vil endilega losna við mitt.“
Vinurinn, sem þekkti rottuna betur en nokkur annar, þóttist viss um, að
rottan mundi siðar sjá eftir skottinu. Þess vegna batt hann aðeins hnút á
skottið og lét rottuna vera í þeirrl sælu trú, að hann hefði bitið það af.
Rottan, sem hélt að nú væri hún orðin öðruvísi en allar kynsystur hennar,
var hin ánægðasta. Hún labbaði til félaga sinna Ijómandi á svip, rétt eins og
hún væri einhver tízkudrottning.
Þegar hinar rotturnar sáu hana, ráku þær upp stór augu og fóru að skelli-
hlæja. Þær hlógu og hlógu og stríddu vesalings rófulausu rottunni. Loksins
var henni nóg boðið og hún hljóp I burtu eins hratt og fætur toguðu. í örvænt-
ingu sinni fór hún aftur á fund vinar síns, sagði honum sínar farir ekki sléttar
og bað hann að gefa sér góð ráð til að fá sitt gamla góða skott aftur.
„Ó,“ sagði hún, „ég er svo óhamingjusöm. Allir hlæja að mér og stríða mér.
Nú treysti ég þér til að hjálpa mér. Veizt þú ekki um eitthvert gott ráð, svo að
mér auðnist að fá rófuna mína aftur. Að öðrum kosti verð ég annað tveggja
að fremja sjálfsmorð eða ganga í klaustur.“
Til allrar hamingju gat vinurinn leyst hnútinn á skottinu, svo að það fékk
aftur sína réttu lögun. Nú varð rottan hin hreyknasta af því að hafa skott eins
og allar aðrar rottur.
7
L