Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.02.1972, Qupperneq 15

Æskan - 01.02.1972, Qupperneq 15
1 »■ .,Hún hefur áreiðanlega skilið barnið eftir handa yður," sagði síðasta konan, er hann átti tal við. ..Skilið það eftir?" tautaði prófessorinn mæðulega og hneig niður á bekk. ,,Hvað segið þér?" ,,Hún hefur áreiðanlega séð, að þér eruð góður maður og munduð ala barnið betur upp en hún gat gert. Þess vegna hefur hún skilið það eftir hjá yður og horfið burt." ..Agústa!" stundi prófessorinn mæðulega. ,,Hvað ætli Agústa segi? Hún gæti svo sem haldið ýmislegt! Nei. . . svo andstyggileg getur engin móðir verið!" ,,Var þetta ekki sígaunakona?" spurði konan og yppti öxlum um leið og hún kom með glas af volgri mjólk. ,,Gefið honum mjólk, hann er svangur." Nú var þó sjón að sjá: Prófessorinn að gefa broshýrum barnunganum mjólk úr skeið, tautandi fyrir munni sér: „Ja, hvað ætli Ágústa segi?" Meðan á öllu þessu umstangi stóð. átti ráðherrann þarna leið um í veiðiferð. Hann virti þau fyrir sér litla stund, hugarhrærður. Loks varð prófessornum litið upp eins og af tilviljun. Hann varð sem steini lostinn af óttablandinni undirgefni. ,,Sæll, Brummer. En hvað það gleður mig að vita, að fjölgað hefur í fjölskyldunni. Hjartanlegar hamingjuóskir!" ,.En ég . . . en ég . . . yðar náð,“ stamaði prófessorinn á eftir ráðherranum, sem hélt áfram för sinni. I örvæntingu sinni tók hann svo barnið í fang sér og hélt heimleiðis til Ágústu sinnar. Kona hans var úti i skrúðgarðinum i hópi kvenna, sem komnar voru í heimsókn. Auðvitað gekk hann til hennar með barnið í fanginu. Konurnar mösuðu brosandi sín i milli. Frúin spurði undr- andi: ,,En Pési! Hvað ertu með?" ,,Þa. . . það er — er alparósin, sem ég lofaði þér!" stam- aði hann vandræðalega. Svo varð hann að segja alla söguna. ,,Agætt,“ sagði frúin hógværlega. „Þetta er að vísu öðru- visi rós en ég hugsaði mér. En við getum alveg eins hlúð að þessari hjá okkur." Hrærður í huga þrýsti hann hönd konu sinnar. þegar prófessorinn hafði sagt vinum sínum söguna i fimmtánda sinn, sór hann þess dýran eið, að aldrei framar skyldi hann leyfa nokkrum að skilja eftir barn hjá sér — „ekki svo mikið sem eitt andartak." Kristófer Grimsson íslenzkaði. OFURLÍTIL RAðgáta Setjið 24 tindáta á borðið eins og sýnt er á myndinni og setjið eitthvað sem líkist virki á mitt borðið. Nú eiga tindátarnir að gera atlögu að virkinu. Eins og þið sjáið, þá eru níu dátar á hverja hlið virkisins, en nú er höfuðs- manninum skipað að bæta átta her- mönnum við og setja þá þannig, að enn verði ekkl nema níu hermenn á hverja hlið virkisins. Hvernig á hann að fara I Skrýtlur. — Pabbi, hvað heitir þessi bygging? — Ég veit það ekki, drengur minn. — Hvað heitir þetta vegamerki? — Ég veit það ekki. — Pabbi, þú ert vonandi ekki reiður vegna þess hvað ég spyr mikið? — Alls ekki, drengur minn. Spyrðu bara, það er eina leiðin til að öðlast þekkingu. 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.