Æskan - 01.02.1972, Blaðsíða 50
Farfuglarnir
Farfuglarnir eru meistarar í loflsiglinga-
fræði. Ratvísi þeirra er dularfull, svo undar-
leg, að enn hafa vísindamenn ekki getað
ráðið þessa gátu, þrátt fyrir miklar rann-
sóknir. Þetta er eitt af undrum náttúrunnar.
Hvernig fara fuglarnir að þvi að átta sig og
finna leiðina á hinum löngu ferðum sinum
þessar órafjarlægðir til og frá varpstöðv-
unum?
it
Enskir fuglafræðingar gerðu einu sinni
tilraun með fugla, sem höfðu varpstöðvar
á smáeyju nálægt strönd Wales; sendu þeir
fuglahóp með flugvél til Boston í Banda-
ríkjunum, þar sem fuglunum var sleppt.
Eftir 12 daga voru þeir komnir yfir .Atlants-
hafið og aftur til unga sinna i hreiðrunum
á eyjunni sinni, rétt um sama leyti og
bréf það barst, er sagði, að þeir væru
flognir af stað.
☆
Hvernig fóru fuglarnir að þvi að rata og
finna leiðina heim? Það er og verður gáta,
þvi að þessi fuglategund hafði aldrei flogið
þessa leið áður. Fuglafræðingarnir ímynd-
uðu sér, að þeir hlytu að fara að likt og
sjófarendur fyrri tima, áttuðu sig á sólinni,
stjörnunum og einhverjum innri áttavita.
☆
Þýzki vísindamaðurinn Gustav Kramer
gerði margar tilraunir með fuglategund
eina, starana. Hann hafði þá i búri, og
þegar sólin skein, voru þeir órólegir og
vildu komast út. Um vorið flögruðu þeir
mikið við gluggann á búrinu, sem vissi í
norðurátt. En að hausti leituðu þeir mikið
að komast út, þar sem gluggi sneri í suð-
vestur.
_A_
K
Kramer gerði tilraunir með að villa um
fyrir störunum. Með hjálp spegils lét hann
sólarljós skína úr rangri átt inn í búrið, þá
breyttu fuglarnir strax um stefnu.
☆
Nú uppgötvaði Kramer dálítið undarlegt.
Hin nýja stefna, sem fuglarnir tóku, sam-
svaraði nákvæmlega hinu tilbúna sólar-
geislahorni. Gátan var leyst, þeir stýrðu
eftir sólinni. En þá var spurningin: Eftir
hverju flugu fuglarnir þá á dimmum nóttum?
Kramer hélt áfram athugunum sínum. Næst
voru fuglarnir lokaðir inni í búri, sem var
útbúið sem nokkurs konar víðavangur með
tilbúnum, en réttum, stjörnuhimni. I klefann
eða búrið voru sett smátré og gróður, til
48