Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1972, Blaðsíða 48

Æskan - 01.02.1972, Blaðsíða 48
KNATTSPYRNA o o íþróttin okkar, knattspyrnan, er vafalaust vinsælasta iþróttagrein i heimi. Drengir á öllum aldri þekkja varia betra og skemmti- legra tómstundagaman, en að leika knatt- spyrnu með félögum sínum. Þvi miður eru leiksvæðin víðast alltof fá og lítil, og það er því mjög aðkallandi verkefni yfirvaida á hverjum stað að bæta úr þvi. Stundum getið þið sjálfir jafnað svolitla flöt, þar sem hægt er að setja upp litil mörk, en ef þið viljið verða góðir knatt- spyrnumenn, þá er það ótrúlega þýðingar- mikið, að þið byrjið mjög snemma að leika ykkur með knött. Þið þurfið að kynnast knettinum, hreyf- ingum hans og duttlungum, hvernig hann hoppar og skoppar, snýst og veltur, og hvernig bezt er að hemja hann hverju sinni. Þegar þið farið að stunda knattspyrnu skipulega i knattspyrnufélagi, er það mjög mikilvægt, að þið lærið knattspyrnuna stig af stigi, frá þvi einfalda til þess flóknara, frá þvi auðvelda til hins erfiða. Því miður vill oft verða misbrestur hér á, og eruð þið þá að glíma við sömu at- riðin á sama hátt í ölium flokkum. Það er að sjálfsögðu hlutverk þjálfaranna og félagsins að skipuleggja þjálfun flokk- anna, en fjölmargir drengir hafa enga þjálfara og alltaf er mikill timi utan fasta æfingatimans, sem þið notið til að æfa ykkur. í þeirri von að geta orðið ykkur og þjálf- urum ykkar til hjálpar verða því tekin saman hér i nokkrum línum þau verkefni, sem æskilegast er, að þið glímið við á hverju aldursskeiði fyrir sig. 7—9 ÁRA: Knatttilfinning. Eins og áður sagði, er það mjög mikil- vægt, að knattspyrnumenn byrji á unga aldri að leika sér með knött. Knatttilfinn- ingin er undirstaða knatttækninnar, og þessa tilf inningu fyrir knettinum öðlast maður einungis á mjög löngum tíma. Drengir á þessum aldri eru fullir af áhuga á leikjum og keppni, og það er þvi auðvelt að finna verkefni fyrir þá. Þeir þurfa helzt að æfa i litlum hópum, hafa sem flesta knetti, og er þá oft unnt að nota létta gúmmíknetti. ef fótknettir eru ekki nægilega margir. Helztu æfingar eru að kasta, grípa og spyrna knettinum, ým: knattleikir (þó ekki skipuleg knattspyrna með fullskip- uðum liðum), mjög einfaldar knattspyrnu- æfingar og knattrekstur. 10—12 ÁRA: Skipulegar knattæfingar. Á þessum aldri er maður eftirtektarsam- ur og iðinn og fer að hugsa um það, á hvern hátt bezt sé að æfa eitt og annað. Flestir eru metnaðargjarnir og vilja vera góðir knattspyrnumenn og helzt leika í framlinu og skora mörk. Yfirleitt eru drengir á þessum aldri i mjög góðu jafnvægi likamlega og and- lega. Þetta er því heppilegasti tíminn fyrir skipulegar knattæfingar. Æfingar þurfa að vera fyrst i kyrrstöðu og síðan i leikformi. Stöðvun knattar, spyrnur og knattrekstur þarf að æfa vand- lega og einnig sendingar og einfaldan samleik. Gott er að leika saman i litlum hópum, 6—7 í hvoru liði. Um leikaðferðir þarf ekki að ræða ýtarlega, en þó verður að leggja éherzlu á mikilvægi samleiks og að dreng- ir séu ekki allir i hóp, þar sem knötturinn er hverju sinni, heldur gæti hver leik- maður að nokkru sinnar stöðu. Hinn kunni enski knattspyrnuþjálfari. Walter Winterbotton, krafðist þess af þess- um aldursflokki, að hann gerði sér grein fyrir eftirtöidum atriðum:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.