Æskan - 01.11.1973, Page 34
|p
*n LrfigÆmwfi . mm
Ýmislegt
um dýrin
|Um ykkar eru náttúrlega farin
a5 læra náttúrufræði og vitið þá
sitt af hverju um dýrin lika. Nú ætla ég
í dag að segja ykkur ýmislegt smá-
vegls um dýrln, sem ekki er vist, að þið
hafið lesið áður. Og þó þið hafið lesið
það einhvern tima, þá er ekki að vita
nema þið séuð búin að gleyma þvi. Það
rifjast þá upp fyrir ykkur.
Þegar við förum að hvila okkur eftir
dagsins erfiði, förum við úr fötunum og
leggjum okkur upp I rúm. Og þvi betra
sem rúmið er þvi betur sofum við og
þvi óþreyttari erum við, þegar við vökn-
um aftur á morgnana.
En nú vitið þið, að dýrin eiga engin
rúm, og háttað geta þau ekkl, vegna
þess að fötin þeirra eru föst við þau.
Þau sofa í fötunum elns og við gerum,
þegar við gistum í hlöðu eða á svo-
leiðis stað. Því þið megið ekki halda, að
dýrin sofi ekki. Þau eru alveg eins og
við að þvl leyti: Þau verða að fá að sofa
til þess að geta lifað. En þau sofa ekki
eins fast og við og þau sofa varla eins
lengi. — Hérna á efstu myndinni sjáið
þið, hvernig nokkur dýr sofa.
Fíllinn hallar sér standandi upp að
trjástofni og sefur standandi á öllum
fjórum fótunum. En hann er fljótur að
vakna, ef hávaði er nærri, þvi hann hef-
ur stór eyru og heyrir vel.
Dræminginn klifrar upp ( tré, henglr
sig á fótunum neðan ( greln og sefur
elns og steinn.
Hvalurlnn leggst niður á sjávarbotn,
þegar hann vill sofa. En hann sefur
aldrei mjög lengi i einu, þvl hann þarf
alltaf að koma upp úr sjónum við og
við til þess að anda.
Hundurlnn, kunningl okkar, hrlngar
sig, þegar hann leggst til svefns. Hann
gerir það til þess að halda betur á sér
hita. Stundum, þegar honum finnst of
heitt, liggur hann þó endllangur.
Hvert dýr sefur með sfnu móti. —
Marabústorkurinn hefur sömu aðferðina
og flestir vaðfuglar: hann stendur á
öðrum fætl, þegar hann sefur.
|jg| ^fBl! WíÆ /r>\ jrv
Hænan sezt upp á skaftið sitt og kúr-
ir þar steinsofandl, þangað til haninn
galar á morgnana og vekur hana.
Broddgölturinn sefur hér og hvar eft-
ir þvl hvernig á stendur. En áður en
hann sofnar, dregur hann sig f kuðung.
svo að ekkert sést nema broddarnlr.
Og þá er hann ekki árennilegur.
Leðurblakan sefur í skritnum stelling-
um. Hún gripur með klónum um grein
og sefur hangandi eins og dræmingl °9
lætur hausinn lafa.
Öll dýr sofa svo laust, að þau hrökkva
upp undir eins og einhver hætta nálgast.
Og hvemig haldið þið að standi á þvl?
Það stafar ýmist af þvi, að þau heyra
miklu betur en nokkur maður, eða þá
af þvl að þau finna f langri fjarlaegð
lyktina af óvinum slnum, jafnvel þó að
þau sofi.
MORGUNBLAÐSI
32