Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1975, Blaðsíða 7

Æskan - 01.04.1975, Blaðsíða 7
w f Margrét Jónsdóttir: Hviti, kaldi, harSi vetur hypjaðu þig serw á braut, nú er mörgum mál á vori, margir liSa sára þraut. Sumar, þig vér sáran þráum, sólskin þitt og hótin blíS, fuglakliSinn, fossaniðinn, fjöllit blóm um tún og hlið. Oft ég dáist að þér vetur, undur hrein er mjöllin þín, frostrósirnar furSu smiSi, fagurt, þegar sólin skin yfir hvitar isabreiður, allt er þá sem töfraspil, stjörnur glitra, himinn heiður hvelfist yfir mjallhvit þil. VORÞRfl En nú getur enginn lengur unaS viS þitt Ijósa skart, þaS er ekki þörf á hvítu, þegar svona er orSiS bjart. Skikkjan betur foldu færi fagurgræn, um dægrin löng, undir jökla fanna faldi friS er Ijómar geislaspöng. Vík á brautu, Vindsvals mögur, vetur, i þinn rétta heim, komdu til vor svása sumar, sólarveldi fylltu geim. Láttu gróa’ í grættum hjörtum gulli dýrri vonarós. SiíSra brand þinn, siysavetur, slökk ei fleiri gleSiljós! Margrét Jónsdóttir. Komdu fífill, komdu sóley, komdu fugl á skógargrein, komdu, Ijúfi lækjaniSur, leiktu þér við kaldan stein. Komdu, sumars blessuS blíSa, bræddu klakann jörSu af. Láttu ekki lengur bíSa lýSinn við hiS ysta haf. t.bu: w-if- Ur gekk me5 reidda öxi og lét hið dólgslegasta, og •ét það enginn sem vissi. En er boði var lokið, fór Hallgerður suður með Þeim. En er þau komu suður til Varmalækjar, þá spurði Þórarinn Hallgerði, ef hún vildi taka við bú- ráðum. „Eigi vil ég það,“ segir hún. Hallgerður sat mjög á sér um veturinn, og líkaði v>3 hana ekki illa. En um vorið töluðu þeir um fjárhagi sína, bræður, °9 mælti Þórarinn: „Ég vil gefa ykkur upp búið að Varmalæk, því að ykkur er það hægast um hönd. En ég mun fara suður I Laugarnes og búa þar. En Engey skulum við eiga báðir sarnan." Glúmur vildi, að svo væri. Fór Þórarinn suður byggðum, en þau bjuggu þar eftir. Réð Hallgerður sér hjón. Hún var örlynd og fengsöm. En um sumar- 'ð fæddi hún meybarn. Glúmur spurði, hvað heita skyldi. „Hana skal kalla eftir föðurmóður minni — og skal heita Þorgerður — því að hún var komin frá Sigurði Fáfnisbana í föðurætt slna að langfeðga- tö|u.“ Mærin var vatni ausin — og þetta nafn gefið. Hún óx þar upp og gerðist lík móður sinni að yfirlitum. Þau sömd'ust vel við, Glúmur og Hallgerður, og fór svo fram um hríð. Þau tíðindi spurðust úr Bjarnarfirði norðan, að Svanur hafði róið að veiðiskap um vorið, og kom að þeim austanveður mikið, og rak þá upp að Veiði- lausu og týndust þar. En fiskimenn þeir, er voru að Kaldbak, þóttust sjá Svan ganga inn í fjallið Kald- bakshorn, og var honum þar vel fagnað. En sumir mæltu því í mót og kváðu engu gegna. En það vissu allir, að hann fannst .hvorki lífs né dauður. En er Hallgerður spurði þessi tíðindi, þótti henni skaði mik- ill eftir móðurbróður sinn. Glúmur Bauð Þórarni að skipta um löndin. Hann kveðst eigi það vilja, „en seg þú Hallgerði, ef ég lifi þér lengur, að ég ætla mér Varmalæk". Glúmur segir Hallgerði. Hún svaraði: „Maklegur er Þórarinn þess frá oss.“ Framhald.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.